Hjartanlega sammála forsætisráðherra.

Áður en sambandslagalögin voru gerð og samnþykkt var Ísland hluti af Danaveldi líkt og Grænland og Færeyjar eru núna og Ísland hafði verið ófrjálst síðan 1262. 

Með sambandslögunum 1918 varð miklu meiri bylting í landshögum en með lýðveldisstofnuninni 1944 og það er vel til fundið hjá Morgunblaðinu að enda 100 daga hringferð sína í dag. 

Ástæðan var sú, að 1918 var í raun endanlega rutt burtu öllum hindrunum í vegi þess að Ísland yrði ekki aðeins frjálst og fullvalda ríki, heldur líka með tryggan möguleika til þess að verða lýðveldi frá og með árinu 1943 með eigin þjóðhöfðingja, því að fyrir þeim rétti var sérstakt ákvæði í sambandslögunum, sem kvað á um að þjóðín gæti sjálf ákveðið eftir 25 ár, hvort eða hvernig sambandinu við Danmörku yrði háttað, og slitið því ef hún vildi.

1. desember var mikill hátíðisdagur í mínu ungdæmi þótt þjóðhátíðardagurinn 17. júní væri kominn þá. 

Síðan hefur hallað undan fæti jafnt og þétt og kominn tími til að gera eitthvað til að efla ímynd dagsins.

Mikill einhugur þjóðarinnar kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni um sambandslögin á sínum tíma.

Samt tók innan við helmingur kjósenda á kjörskrá þátt í henni. Að sjálfsögðu hefur engum dottið í hug að gera lítið úr atkvæðagreiðslunni út af þessu, - ekki heldur þeir, sem aftur á móti ályktuðu sem svo að vegna þess að álíka margir tóku þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýja stjórnarskrá 2011 og 1918, hefði meirihluti þjóðarinnar verið á móti stjórnarskránni 2011 en ekki 1918 !


mbl.is Mætti gera meira úr 1. desember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland hefur verið fullvalda og sjálfstætt ríki frá 1. desember 1918 og fékk nýja stjórnarskrá samkvæmt því árið 1920.

Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands


Og hér á Íslandi hefur verið þingræði frá árinu 1904.

Þorsteinn Briem, 1.12.2013 kl. 19:26

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá 1. desember 1918 voru Danmörk og Ísland tvö aðskilin og jafnrétthá ríki, enda þótt þau hefðu sama kóng.

Færeyjar og Grænland eru hins vegar í danska ríkinu og því engan veginn hægt að tala um "ríkjasamband" Færeyja, Grænlands og Danmerkur.

Færeyjar og Grænland eiga bæði tvo þingmenn á danska þinginu
, Folketinget.

"Folketinget består af 179 medlemmer valgt for maksimalt fire år. Heraf er to valgt på Færøerne og to valgt på Grønland."

"Dagens rigsfællesskab er et uofficielt begreb der ikke nævnes i nogen lov.

Det er ikke et samarbejde mellem flere ligestillede enheder sådan som det britiske Commonwealth eller den gamle union mellem kongerigerne Danmark og Norge.

Det er heller ikke en forbundsstat."

Þorsteinn Briem, 1.12.2013 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband