"Setja jarðýtu á Korpúlfsstaði" í dag ?

Af sérstökum ástæðum er ég að blaða í nákvæmlega 20 ára gömlum dagblöðum i dag og sé í DV um þetta leyti þá, að samkvæmt skoðanakönnun blaðsins voru 62% þeirra, sem tóku afstöðu, fylgjandi því að húsin sem þá og nú standa á Korpúlfsstöðum jöfnuð við jörðu en aðeins 38% meðmælt því að gera húsin þar að því sem þau eru í dag.

"Láta jarðýtu brjóta húsin niður", -  "þetta var reist sem fjós, burt með það." Svona ummæli mátti sjá hjá þeim yfirgnæfandi meirihluta sem vildi láta brjóta þessi stórmerkilegu, einstæðu og flottu hús brautryðjandans Thors Jensens niður.

Ætla hefði mátt að fylgjendur Sjálfstæðisflokksins hefðu kannski verið eitthvað veikari fyrir sögulegu gildi hússins sem ríkasta manns á Íslandi á sinni tíð og föður Thorsaranna, sem voru burðarásar í Íhaldsflokknum og síðar Sjálfstæðisflokknum fram yfir 1960.

En rétt eins og Sjálfstæðismenn sáu ekkert gildi í Kveldúlfshúsunum og Völundarhúsinu við Skúlagötu voru þeir jafn ólmir og aðrir í að mölva Korpúlfsstaði mélinu smærra fyrir réttum 20 árum.

Gaman væri ef haldin væri skoðanakönnun í dag um það hvort fólk teldi rétt að hafa látið Korpúlfsstaði standa og nota þá eins og nú er gert.

Eða hvort rétt hefði verið að jafna Bernhöftstorfuna við jörðu og endurbyggja ekki húsin á horni Lækjargötu og Austurstrætis og húsin tvö neðst við Laugaveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vilji sjalla lýðum ljós,
laglegt allt þeir hata,
en alltaf elskar Framsókn fjós,
flokkurinn hans Snata.

Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 21:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki orð um Gálgahraun eftir úrskurð Hæstaréttar??

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.12.2013 kl. 21:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki Hæstaréttar að dæma um hversu gáfulegar framkvæmdir eru.

Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 21:32

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

af hverju dregur þú Sjálfstæðismenn fram hér Ómar sem einhverskonar "niðurrifsfólk" ?

hvað varð um allar stríðsminjar .. bragga .. skotgrafir og önnur mannvirki tengt því tímabili .. fátt stendur eftir .. hverjir ruddu þeirri sögu frá .. ?

ég er ánægður að ekki náðist að rífa það sem þú nefnir hér að ofan .. já rétt hjá þér við skiftumst í flokka með og eða á móti .. hægri vinstr allt þar á milli ... en ekki eins og þú nefnir .. kaupi það ekki !

Jón Snæbjörnsson, 4.12.2013 kl. 21:54

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjalakötturinn var fyrsta kvikmyndahúsið á Íslandi og var í sama sal og Breiðfjörðsleikhúsið, Aðalstræti 8, Reykjavík.

Þar var tekið að sýna kvikmyndir 2. nóvember 1906 og salurinn tók 300 manns í sæti."

"Þrátt fyrir að þar hafi verið rekið sögufrægt leikhús og síðar kvikmyndahús, sem sagt var elsta uppistandandi kvikmyndahús í heimi, var Fjalakötturinn rifinn árið 1985 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.

Nú stendur hús Tryggingamiðstöðvarinnar á sömu lóð.

Ákvörðunin um niðurrif hússins var mjög umdeild og um hana stóð töluverður styr."

Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 22:04

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stoð ekki styrinn um þann mikla kostnað sem lá í því að endurgera húsin? Hann var mikill og borgarbúar efins um að bruðlað yrði með peninga í þetta. Semsagt praktiskt mál.

Nýting húsanna var óljós og lengi voru þau kostnaðarsamt vandræðabarn þar sem listamenn og aðrir spekúlantar komu sér fyrir án endurgjalds með vinnuaðstöðu og heingát.

Er ekki rétt að setja hlutina í samhengi?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2013 kl. 22:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef 200 þúsund erlendir ferðamenn á ári gætu til að mynda séð gamlar og nýjar kvikmyndir um sögu Reykjavíkur í Fjalakettinum og greiddu fyrir það 500 krónur hver væri aðgangseyririnn 100 milljónir króna á ári, einn milljarður króna á tíu árum.

Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 22:19

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.11.2013:

Bernhöftstorfan seld fyrir um einn milljarð króna


"Síðastliðin [fjörutíu] ár hafa Torfusamtökin verið í fararbroddi vakningar um gildi húsverndar.


Ævintýrið byrjaði árið 1973 þegar nokkrir einstaklingar með auga fyrir sérstakri fegurð gamalla íslenskra húsa og áhuga á menningarsögulegum verðmætum þeirra björguðu Bernhöftstorfunni frá niðurrifi með því að mála hana alla á einni nóttu."

Saga Torfusamtakanna

Þorsteinn Briem, 4.12.2013 kl. 22:42

9 identicon

Setjum nokkur hundruð milljónir í að vernda hús meðan geðsjúkum er neitað um aðstoð vegna fjárskorts, við höfum víkingasveit til að redda málunum. Gaman væri ef haldin væri skoðanakönnun í dag.

Hábeinn (IP-tala skráð) 5.12.2013 kl. 01:33

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að geðsjúkum sé neitað um aðstoð hér á Íslandi.

Þvert á móti graðgar engin þjóð í sig meira af geðlyfjum en Mörlendingar, enda hefur Sjálfstæðisflokkurinn "stjórnað" íslenska ríkinu 80% af lýðveldistímanum.

Þar að auki er meirihluti öryrkja hér með geðsjúksjúkdóma og þeir fá örorkubætur frá ríkinu og niðurgreiðslur þess á geðlyfjum fyrir milljarða króna ár hvert.

Hér eru einnig fjölmargir heimilislæknar, geðlæknar og sálfræðingar sem sinna Sjálfstæðisflokknum og hafa með honum eftirlit, enda þótt það mætti vera betra.

Sveitarfélögin fá útsvar manna sem starfa við að gera upp hús og ríkið fær virðisaukaskatt vegna sölu á byggingarefnum, tekjuskatt iðnaðarmanna og virðisaukaskatt vegna kaupa þeirra á vörum og þjónustu, svo og íbúa og starfsfólks í þessum húsum.

Þau eru nú ekki látin standa auð eftir að viðgerð á þeim er lokið.

Í mörgum þessara húsa eru verslanir eða veitingahús, til að mynda í húsunum neðst á Laugaveginum og Bernhöftstorfunni, og af sölu þar á vörum og þjónustu er greiddur næsthæsti virðisaukaskattur í heimi.

Í Bankastræti og á Laugaveginn koma á þessu ári um 700 þúsund erlendir ferðamenn og kaupa þar mat og drykki, vörur og þjónustu fyrir milljarða króna.

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fer til annarra landa skoðar hann hins vegar aldrei miðborgir þeirra en fer í hópferðir í úthverfin til að dást þar að íbúðablokkum í sovéskum stíl, svo stórum að enginn kemst þar yfir nema fuglinn ljúgandi.

Og heldur að erlendir ferðamenn komi hingað til Íslands aðallega til að skoða virkjanir og blokkirnar í Breiðholti.

Þorsteinn Briem, 5.12.2013 kl. 03:27

11 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Er ekki svolítið bilað að áætla að fegurðarskyn og niðurrifsþörf fari eftir pólitískum skoðunum manna.  Ég hef einhvernvegin þá trú að þar sé engin tenging.

Kjartan Sigurgeirsson, 5.12.2013 kl. 16:55

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bernhöftstorfuhúsin, sem reist voru á árunum 1834-1838, átti að rífa árið 1973 þegar Birgir Ísleifur Gunnarsson var borgarstjóri (1972-1978).

Fjalakötturinn
við Aðalstræti, þar sem byrjað var sýna kvikmyndir árið 1906, var rifinn 1985 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar (1982-1991).

Kveldúlfur
var stofnaður árið 1912 og Kveldúlfshúsið við Skúlagötu var rifið.

Völundarhúsið
við Skúlagötu, reist á árunum 1904-1905, var rifið 1987 í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar.

Völundarhúsið rifið - Mynd

Þorsteinn Briem, 5.12.2013 kl. 19:07

13 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er alls ekki að stimpla Sjálfstæðismenn sérstaklega sem niðurrifsmenn almennt, enda var það í ráðherratíð Þorgerðar Katrínar sem Hótel Akureyri var bjargað, í borgarstjóratíð Vilhjálms S. Vilhjálmssonar sem hornhúsið á Lækjargötu og Austurstræti var bjargað og Ólafur F. Magnússon var ötull húsaverndunarmaður í samstarfi við Sjálfstæðismenn og Laugavegarhúsin og Austurbæjarbíó voru þar á lista ásamt fleirum húsum.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson átti geysistóran þátt í vitundarvakningu í þessum efnum.

Mér finnst hins vegar einkennilegt að Sjálfstæðismenn skyldu ekki meta stórvirki Thors Jensens betur í skoðanakönnunum en raun bar vitni, eins stór hluti þau voru af sögu athafnamannanna sem voru í forystu flokksins langt fram eftir síðustu öld.

Ómar Ragnarsson, 6.12.2013 kl. 00:26

14 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Ég er sammála þér Ómar það er frekar einkennilegt að hafa haft áhuga á að rífa Korpúlfsstaði, sem eru svo stórmerkilegur þáttur í sögu landbúnaðar á Íslandi.  Það á hinsvegar ekki að skipta máli með sögulegar byggingar hvort sá sem byggði var hægri eða vinstri sinnaður.  Það sama á við um svo margar byggingar eins og fram kemur í pistlunum hér að framan sem hafa orðið að víkja, sennilega flestar að nauðsynjalausu, og tel ég að þar hafi oft frekar ráðið vilji eigenda húsanna, en hverjir sátu í stjórn borgarinnar.  Eigendur Kveldúlfs hafa eflaust fengið háar fjárhæðir fyrir byggingalandið og látið það ráða ferð frekar en þær sögulegu minjar sem fóru þar í glatkistuna.

Kjartan Sigurgeirsson, 6.12.2013 kl. 01:04

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í minningu minni var Völundarhúsið engin glæsibygging. Ég átti heima þar skammt frá þegar ég var krakki og Völundarportið, timbursalan, var leiksvæði okkar krakkanna í hverfinu.

Hvað vildu friðunarsinnar gera með þessa byggingu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2013 kl. 10:48

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mun fallegra en Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Völundarhúsið
við Skúlagötu var þar að auki reist á árunum 1904-1905 og í því mikil menningarsöguleg verðmæti.

Völundarhúsið rifið - Mynd

Þorsteinn Briem, 6.12.2013 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband