"Heilög vé".

Hér á Íslandi myndu menn vafalaust margir fagna því að nú værir hægt að reisa stærri og öflugar virkjanir ef það kæmi í ljós að einhver eldstöð og þar með jarðvarmakerfi væri miklu öflugra en áður hefði verið talið.

Í tengdri frétt á mbl.is má sjá, að Yellowstone sé mun öflugri eldstöð en áður var talið, en í Bandaríkjunum nefnir ekki nokkur maður slíkt á nafn. Ekki aðeins er ekki hróflað við einum einasta hver af 10 þúsund hverum í Yellowstone, heldur er 100 þúsund ferkílómetra svæði á stærð við Ísland umhverfis garðinn (Greater-Yellowstone) friðað fyrir slíku.

"Yellowstone er heilög vé" ("sacred earth) sagði bandarískur sérfræðingur í jarðvarmavirkjunum í fyrirlestri hér í sumar þegar hann sýndi hvernig farið yrði um öll Bandaríkin við nýtingu jarðvarma en langöflugasta svæðið, Yellowstone, látið óstortið.

Þótt merkilegt sé kemst Yellowstone ekki á blað yfir 40 helstu náttúruundur jarðar í vandaðri umfjöllun sérfræðinga um það efni í stórri bók, sem ég á.

Hinn eldvirki hluti Íslands er hins vegar á þeim lista og á sama tíma og Yellowstone er heilög jörð í Bandaríkjunum ætlum við ekki aðeins að sækja fast í að umturna sem flestum náttúruverðmætum hér á landi heldur endilega að hjálpa Bandaríkjamönnum við að vernda sín svæði, sem þó eru ekki eins merkileg á heimsvísu.  


mbl.is Yellowstone-ofureldstöðin geysistór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Þetta er orðið alveg óskaplega þreytandi.

Snorri Hansson, 15.12.2013 kl. 15:12

2 identicon

"Þetta er orðið alveg óskaplega þreytandi."

Þá er líklega ráð að hvíla sig!

Skuggi (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 15:27

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hvað gagnn gerir þetta þarna í garðinum ef ekki er nýtt,ekkert???

Haraldur Haraldsson, 15.12.2013 kl. 15:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn koma hingað til Íslands aðallega til að skoða íslenska náttúru en ekki heljarinnar raflínustaura úti um allar koppagrundir.

Mun fleiri erlendir ferðamenn koma hingað til Íslands en áður og þeir dreifast um allt landið. Þannig heimsækja margir þeirra til að mynda Vestfirði og ferðaþjónusta er í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Stóriðja er og verður hins vegar á örfáum stöðum hér á Íslandi,

Norræna kemur til Seyðisfjarðar og þaðan fara margir erlendir ferðamenn um Austfirðina.

Og fjölmargir erlendir ferðamenn koma hingað til að sækja ráðstefnur, til að mynda í Hörpu, en þeir ferðast einnig um landið.

Að sjálfsögðu
þarf að byggja upp aðstöðu fyrir bæði íslenska og erlenda ferðamenn um allt landið, reisa til að mynda hótel og gistiheimili, ráða starfsfólk, stækka bílastæði, bæta salernisaðstöðu og leggja fleiri göngustíga.

Það er nú ekki langt síðan andstæðingar stóraukinnar ferðaþjónustu hérlendis stögluðust á "fjallagrasatínslu" og enn bölva þeir ferðaþjónustunni í sand og ösku, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 16:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012.

Og vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna hér á Íslandi er ferðaþjónustan nú stærsti útflutningsatvinnuvegur okkar Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 16:11

6 identicon

Það er náttúrulega engin ástæða til að efast ef það er sett fram af sérfræðingum í stórri bók sem Ómar Ragnarsson á. Jafnvel þó finna megi fjölda samskonar lista eftir jafn hæfa sérfræðinga þar sem ekki er að finna neitt sem Íslenskt getur talist en fleiri en eitt af undrum Yellowstone komast á blað. Ef það er Íslenskt þá hlýtur það að vera merkilegast í heimi.

Það er nefnilega galdurinn við svona lista, allir eru sérfræðingar og persónuleg skoðun ræður vali. Það sem einum "sérfræðingi" finnst stórfenglegt finnst öðrum hversdagslegt. Alveg eins og þegar Ómar Ragnarsson setur fram sína persónulegu lista og sína persónulegu skoðun, það er enginn heilagur sannleikur eða niðurstöður rannsókna.

En ein stór bók nægir sumu fólki.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 16:50

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendir ferðamenn koma hingað til Íslands aðallega til að skoða íslenska náttúru vegna þess að þeir telja hana merkilega og fallega, rétt eins og Íslendingar sem ferðast um landið til að skoða náttúruna.

Og Bandaríkjamenn og erlendir ferðamenn í Bandaríkjunum fara þar meðal annars í Yellowstone-þjóðgarðinn til að skoða þar náttúruna en ekki heljarinnar raflínustaura.

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 17:08

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Endilega segðu okkur frá bókinni sem þú nefnir Ómar. Vel gæti eg trúað að margir vilja glugga í hana ef til er á söfnum.

Gott væri að fá heiti bókarinnar, höfunda og ISBN númer.

Bandaríkja menn eru sjálfum sér samkvæmir hvað umhverfismál varða. Ef tekin hefur verið ákvörðun um friðun skal hún virt. Hér á Íslandi virðist vera einhver lenska að hafa allt nánast í óreiðu, engar reglur, engin skýr fyrirmæli allt á að vera svo frjálst! Er þetta sama hjörðin sem vill ekki Ísland í Evrópusambandið? Alla vega er alltaf verið að fárast út í reglur og fyrirmæli frá Bruxelle. Sem Evrópumaður tel eg góðar og vandaðar reglur og fyrirmæli vera betri en engar.

Kannski að aðild að Evrópusambandinu sé eina vörn okkar gegn óreiðumönnunum sem ekki vilja lúta neinum reglum.

Bestu kveðjur

Guðjón Jensson

Guðjón Sigþór Jensson, 15.12.2013 kl. 17:26

9 identicon

Eins og við oft eigumst við í orðaskaki, ég og Steini Briem, þá verð ég að samsinna hverju einsta atriði í #4
Það er sama hvaðan gott kemur.
Hallgrímur hefði svo betur farið í bíó Paradís um daginn þegar sýnd var mynd um landslag Íslands, tekin úr langleiðangri hugdjarfa manna sem flugu hingað á þyrlu alla leið frá Lichtenstein.
Allt snerist um ósnortna náttúru og víðerni. Engar myndir af Hálslóni.
Þetta var þeirra persónulega myndaval byggt á þeirra persónulegu skoðun.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 17:57

10 identicon

Góðar upplýsingar frá Steina Briem, eins og fyrri daginn.

Jón Logi. "Liechtenstein".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 19:05

11 identicon

Og ég sem hélt að með Kárahnjúkum hefði síðasta ósnortna náttúran horfið....Og öll álverin hefðu rústað ferðamannaiðnaðinum....Það var allavega það sem átti að ske miðað við persónulegar skoðanir og yfirlýsingar verndunarsinna og mótmælenda. Samt hafa verið slegin ný met í fjölda ferðamanna reglulega síðan. Eitthvað er ekki að ganga upp.

Þar að auki er ósnortin náttúra vanfundin á Íslandi. Víðernið er mikið til svæði þar sem forfeður okkar eyddu öllum gróðri og ferðamenn hafa ekkert verið að sækja í alvöru ósnortna náttúru. Segja má að svokölluð ósnortin náttúra Íslands sé formuð og mótuð af gengdarlausri "rányrkju" Íslendinga gegnum aldirnar. "Rányrkja" er forsendan og ástæða fyrir byggð á Íslandi. Án hennar værum við ekki hér og án hennar verðum við ekki hér. Við hverfum eins og Kúluskíturinn í Mývatni sem þolir ekki vernd Mývatns.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 20:23

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Reiknað er með að milljón ferðamanna komi til Íslands árið 2020."

Ómar Ragnarsson
, 31.3.2007 kl. 13:37

Undirbúningur að Kárahnjúkavirkjun hófst árið 1999 og framkvæmdir hófust árið 2002 en virkjunin var formlega gangsett 30. nóvember 2007.

Veit ekki til þess að nokkur maður hafi sagt að engir eða færri erlendir ferðamenn kæmu hingað til Íslands vegna Kárahnjúkavirkjunar.

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 20:49

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og 72% þeirra fóru þá að Gullfossi að sumri til en 61% að vetri til.

Búist er við að um 800 þúsund erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á þessu ári, 2013, og meira en hálf milljón fer að Gullfossi, miðað við að 63% þeirra fari þangað á árinu.

Ef sami fjöldi erlendra ferðamanna færi að fossinum Dynki í Þjórsá og hver þeirra greiddi tíu þúsund krónur fyrir ferðina væri heildarupphæðin rúmlega fimm milljarðar króna nú í ár.

Og 150 milljarðar króna, andvirði Kárahnjúkavirkjunar á 30 árum.

Um 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Kanaríeyjar í apríl síðastliðnum og líklegt er að mun fleiri erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á næstu árum en 800 þúsund á ári.

Árið 2007 var reiknað með að hingað kæmi ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020 en nú er búist við að þeir verði um tvær milljónir eftir tíu ár, 2023.

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 21:01

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvaða gagn gera þessir skinn- og pappírssneplar í Árnasafni?  Ekkert. Ekki eitt einasta kílóvatt nema að brenna þessu drasli.

Ómar Ragnarsson, 15.12.2013 kl. 21:50

15 identicon

Ef varðveisla skinn- og pappírssnepla í Árnasafni kemur í veg fyrir eðlilegan hagvöxt, heilbrigðisþjónustu, vinnu og mat á diska Íslendinga þá skal ég glaður skaffa eldspíturnar.

Ættum við að selja skinn- og pappírssneplana í Árnasafni og kaupa lækna til að bjarga mannslífum ef sú staða kæmi upp? Er skinnsnepill, hraunmoli eða gilskorningur metinn verðmeiri en mannslíf?

Einhverjir Íslendingar deyja í dag vegna þess að ekki eru peningar til að hjálpa þeim meðan milljarðar renna út í sjó.

Er mannhatur ríkjandi viðhorf og drifkraftur náttúruverndarsinna?

Hallgrímur (IP-tala skráð) 15.12.2013 kl. 23:18

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 15.12.2013 kl. 23:52

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.9.2013:

"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.

Þar af jókst þjónustuútflutningur
um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%.

Innflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 dróst saman um 4,6%.

Þar af vöruinnflutningur um 4,3% og þjónustuinnflutningur um 5%."

Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil í fyrra

Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 00:22

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

6.12.2013:

"Landsframleiðslan á fyrstu níu mánuðum ársins 2013 jókst um 3,1% að raungildi borið saman við fyrstu níu mánuði ársins 2012."

"Landsframleiðslan á 3. ársfjórðungi 2013, án árstíðaleiðréttingar, jókst um 4,9% frá sama ársfjórðungi fyrra árs en árstíðaleiðrétt landsframleiðsla jókst um 6,1% frá 2. ársfjórðungi 2013."

Hagvöxtur 3,1% fyrstu níu mánuðina 2013 - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 00:53

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.

Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar
, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.

Álverð hefur
hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].

Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."

Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi

Þorsteinn Briem, 16.12.2013 kl. 02:12

20 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ríkisútvarpið er heilagt.Eins og Þingvellir.Allt er heilagt.ísland allt er heilagt.En hver er guðinn sem hefur lýst því yfir að þetta skuli heilagt vera.Ekki sagði Snorri goði það.Kanski er er það Ómar Rgnarsson.En er hann ekki bara heilagur sjálfur, ekki væri það verra að svo væri.

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 02:23

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Veit einhver til þess að biskupar yfir íslandi hefi einhverntíma lýst þvý yfir að Þingvellir skuli vera heilagir.Engar heimildir finnast um slíkt.Allt orðagjálfur um að Þingvellir séu heilög jörð er bull.

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 02:28

22 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hans æðsti bullheilagleiki Ómar Ragnarsson verður að finna orðum sínum stað hvað varðar helgun staða.Það gildir jafnt á Íslandi sem í USA.

Sigurgeir Jónsson, 16.12.2013 kl. 02:32

23 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ósköp finnst mér Sigurgeir afhjúpa fávisku sína. Þingvellir voru lýstir sem þjóðgarður með lögum frá 1928. Tilefnið var Alþingishátíðin sem haldin var 1930.

Guðmundur Davíðsson var fyrsti þjóðgarðsvörðurinn og hafði lengi hvatt til að Þingvellir yrðu friðlýstir. Og það gekk eftir sem sagt með þessum lögum frá 1928.

Mér finnst ýtmsir vilja vaða uppi með vafasamar fullyrðingar og jafnvel meiðandi ummæli án þess að hafa kynnt sér málin betur. Ætli mörg blöggin séu ekki einhver döprustu heimildir um að menntun og læsi virðist vera fara dvínandi í íslensku samfélagi. Kannski er það orsökin að því hve margir eru orðnir trúgjarnir og taka bröttustu kosningaloforð góð og gild.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.12.2013 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband