Snjallúrin mest spennandi ?

Snjallúrin svonefndu eru nýjung sem vekja spenning hjá mér. Ástæðan er sú að ekkert tæki er eins aðgengilegt og það sem er beint fyrir framan nefið á manni á úlnlið.

Ég hef fengið af þessu reynslu undanfarinn mánuð. Hann hefur verið fyrsti tíminn í lífi mínu sem ekkert úr hefur verið á úlnlið mínum, en áratugum saman gekk ég með þrjú úr. (Tvö eru ekki nóg, - ef þeim ber ekki saman veit maður ekki hvort er rétt).

Þegar maður var kominn með tvo farsíma með klukku féll úrafjöldinn niður í eitt. Síðan slitnaði festin og ég hef verið úrlaus þennan mánuð, ekki tímt að kaupa mér festi.

Ég var líka forvitinn um hve vel það gengi að fara eftir klukkunum í farsímunum.

Það gekk alveg bölvanlega. Það er svo miklu óhentugra að teygja sig eftir síma og gá á hann heldur en að horfa beint á úrskífuna fyrir framan sig.

Hér áður fyrr gengu menn með vasaúr í keðjum. Þau hurfu smátt og smátt og viku fyrir úrunum.

Svipað gæti gerst að hluta eða jafnvel alveg varðandi snjallsímana þannig að eftir sitji aðeins snjallúr og snjallar litlar spjaldtölvur.

Eina áhyggjuefnið gæti verið notkun snjallúranna við akstur. En það hafa verið vandamál varðandi farsínana við akstur svo að það ætti að vera hægt að finna á þessu lausn.

Þekkt er að á sumum bílum hefur hluti af stjórntækjum bílanna verið færður í hnappa í stýrunum. Eitthvað hliðstætt gæti gerst varðandi færslu á ákveðnum viðfangsefnum snjallasímanna yfir í snjallúr.

Þetta eru spennandi tæknitímar. Það virðist ekkert lát á hröðum tækniframförum á þessu sviði.


mbl.is 2014 verður ár snjalltækjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Örbylgjur sem allir snjallsímar nota eru hættulegar og drepa, ekki ólíkt tóbaki.
Nú er það staðreynd að örbylgjur eru mikið notaðar í hernaði enda mjög mikilvirkt vopn.
Svo gakktu hægt inn um gleðinnar dyr.
http://www.aaronia.com/products/spectrum-analyzers/Outdoor-Analyzer-NF-XFR/

Haraldur (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 00:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fáðu þér frekar snjallbíl með klukku, Ómar minn.

En þú gætir svo sem týnt honum líka.

"In this brief video, a Nissan host will walk you through the basics of owning a Nissan LEAF, including how to charge this vehicle:"

View Video

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 01:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan LEAF-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur hver kílómetri.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan LEAF frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 01:39

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 01:42

5 Smámynd: Sigurður Antonsson

Græjukallar. Forfeður okkar hafa þurft að æfa sig á klukku dagsbirtunnar. Finna á sér hvort klukkan var fimm eða sex að morgni. Leita að tungli og stjörnum ef veður leyfði. Hin eiginlega snjallklukka án aukaverkanna er innbyggð, en lítið notuð.

Laufið er ekki eins saklaust og ætla má hvað kostnað varðar. Ef bíll kostar um 3 milljónir og er ekinn af einum eiganda um 100.000 km. Er kostnaðurinn ekki 3o krónur á km. Endurnýjun geyma færist á nýjan eiganda?

Bílagjöld og tryggingar 5 krónur á km. Viðhald og fleira annað eins. Samtals um krónur 40 á km. Flúðaferð sem væri 250 km kostar þá um tíuþúsund krónur eigandann.

Þá eru ótalin gjöld í gerð malbikaða vega, viðhaldi vega og stjórnsýslu. Heima er aðstaða fyrir bíl og fl. Einhver verður að borga þann kostnað. Hvað þarf Halldór að bólstra marga stóla til að borga allan kostnaðinn af Flúðaferð? Á tölvuöld er ekki í tísku að vera með gömul skólabókardæmi. Snjall er yfirgnæfandi. Lithium Æon hvað?

Sigurður Antonsson, 28.12.2013 kl. 07:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.

Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.

Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.

16.8.2013:

Raforkukaup íslenskra heimila - ASÍ


Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 09:02

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2013


Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 09:16

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 09:30

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið fengi að sjálfsögðu ekki bensíngjald vegna rafbíla, um 64 krónur af hverjum bensínlítra í fyrra, 2012.

Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi í fyrra.

Á móti kemur að ríkið fær meiri virðisaukaskatt af raforkukaupum íslenskra heimila vegna rafbílanna, heimilin greiða hæsta raforkuverðið og raforkusala Landsvirkjunar, sem er í eigu ríkisins, gæti aukist.

Ef íslensk heimili eiga tvo rafbíla hvert gætu raforkukaup þeirra tvöfaldast og virðisaukaskattur meðalstórra heimila í Reykjavík vegna raforkukaupa hækkað um 14 þúsund krónur á ári í um 28 þúsund krónur.

Og dýrir bensínflutningar um landið slíta götum og þjóðvegum.

Með rafbílum minnkar mengun og hávaði frá götum og vegum og ekki þarf hér hljóðmanir og hljóðeinangrandi rúðugler í þúsundum húsa vegna þeirra.

Þar að auki minnka innkaup á bensíni og varahlutum til landsins vegna rafbíla og þar með sparast erlendur gjaldeyrir en innkaupsverð á bensíni var um 94,50 krónur fyrir hvern lítra í febrúar 2012.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 09:45

10 identicon

Sannaðu til Steini, - ef það verður sprenging í fjölgun rafbíla, verður þess ekki langt að bíða þar til ríkið finnur á þá skattaleið. Þungaskatt eða eitthvað slíkt....
En þangað til ;).....

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 09:55

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einkabíll í Reykjavík sem keyrður er 11 þúsund kílómetra á ári og eyðir 8 bensínlítrum á hverja hundrað kílómetra eyðir um 880 lítrum á ári og ríkið hefði því orðið þar af um 56 þúsund króna bensíngjaldi í fyrra, 2012.

Á móti kemur það sem talið er upp hér að ofan
í athugasemd nr. 9.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 10:30

12 identicon

#9 er gott innlegg, en punkturinn minn er sá, að við rafbílavæðingu yrði ríkið samt af fé. VSK á rafmagn er bara brot af bensíngjaldi. Liggur í hlutarins eðli. Svo vantar inn í algórythmann VSK á bensínið.
Ef að orkan er ódýrari eins og lýst er, þýðir það einfaldlega minni tekjur fyrir ríkissjóð.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 18:18

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ör þróun hefur verið í framleiðslu rafhlaða síðastliðna áratugi.

Eigendur rafbíla nota sparnaðinn af því að þurfa ekki að kaupa bensín til að kaupa aðrar vörur og greiða af þeim virðisaukaskatt.

Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki, þannig að ekki þarf að reisa nýjar virkjanir fyrir allri raforkunotkun rafbíla á öllum íslenskum heimilum.

Sala á raforku til heimila gæti tvöfaldast með rafbílum á hverju heimili, þau greiða hæsta verðið fyrir raforku og Landsvirkjun er í eigu ríkisins.

Þorsteinn Briem, 30.12.2013 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband