Græðgisæðið, stærsta atriði málsins.

Í öllum umræðum um sæstreng frá Íslandi til Evrópu hefur ríkt þöggun eða gleymska um aðalatriði málsins og mesta áhyggjuefnið sem er það fyrirsjáanlega virkjanaæði, sem renna mun á Íslendinga ef af stórfeldri raforkusölu til Evrópu verður.

Nú þegar stefna valdhafar að því að innan fárra ára verði búið að þurrka upp helminginn af stórfossum Íslands án þess að fara í lagningu sæstrengs.

Má nærri geta hvað muni gerast ef af lagningu strengsins verður.

Við Íslendingar virðumst svo blindir á verðmæti náttúruundra landsins, sem er það langstærsta sem okkur sem þjóð hefur verið falið að varðveita fyrir okkur, afkomendur okkar og mankyn allt, að forðast hefur verið hingað til að ýja einu orði að því hvort við ætlum að fórna þeim öllum eins og þau leggja sig á altari sams konar græðgisæðis og olli hér efnahagshruni fyrir fimm árum.

Það er ömurlegt að forstjóri Alcoa á Íslandi skuli hafa rofið þessa þögn valdaaflanna en ekki íslenskir ráðamenn. Sæstrengur myndi rjúfa þá gíslingu íslenskrar orku, sem íslenskir ráðamenn hafa fært stóriðjunni með þeim afglapahætti að eyðileggja fyrirfram alla samningsaðstöðu sína varðandi orkuverð með yfirlýsingum sínum um áframhaldandi stóriðjustefnu á fullu.  


mbl.is Arður af sæstreng óviss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæpið er að nægilegt rafmagn sé afgangs á Íslandi til að réttlæta lagningu sæstrengs en ef menn hugsa aðeins út fyrir boxið og líta til Grænlands þá er allt annað upp á teningnum.

Stórvirkjanir á Grænlandi gætu orðið hagkvæmar með sæstreng yfir til Íslands ef strengur lægi frá Íslandi til Evrópu.  Þar með (þ.e. ef Grænland er tekið með í reikninginn)  fengju Íslendingar nauðsynlega samningsstöðu gegn stóriðjunni án þess að þurfa að virkja hér allt sem hægt er til að ná upp í einhverja hagkvæmni af sæstreng héðan.

Ef við ætlum að hafa áfram þetta óbermis lífeyriskerfi þá held ég að lífeyrissjóðirnir ættu að fara að líta í þessa átt varðandi framtíðarfjárfestingar. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 17:24

2 identicon

"verður mjög mikill þrýstingur á hraðari uppbyggingu virkjana en við teljum æskilegt"

Orkumálastjóri 2010  

http://vimeo.com/48740172 

Grímur (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 17:31

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framleiðsla vatnsorkuveranna í Noregi er 113 TWh/a, um 60% af þeirri vatnsorku sem þar væri hægt að virkja.

Og framleiðsla vatnsorkuveranna hefur lítið aukist frá árinu 1990, samkvæmt skýrslu sem Þorkell Helgason skrifaði fyrir forsætisráðuneytið um skattlagningu orkufyrirtækja í Noregi.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 20:23

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 20:25

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar erum með minnstu þjóðum í heiminum.

Við erum þó með mestu fiskveiðiþjóðum í heiminum og þar er ekki miðað við höfðatölu.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann.

Og búist er við að hingað til Íslands komi um tvær milljónir erlendra ferðamanna eftir áratug.

Samt er það ekki nóg
fyrir örþjóðina Íslendinga.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 20:45

6 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Steini, thad er ekkert víst ad fjölgun ferdamanna muni halda áfram, sú fjölgun sem hefur verid er ad stóru leiti tilkomin vegna thess ad ísland er "inn" núna og getur snúist vid med litlum fyrirvara, thar er ekkert fast í hendi. Vid eigum ad nota medan vid varir

Brynjar Þór Guðmundsson, 28.12.2013 kl. 21:23

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað er "fast í hendi" í sölu á raforku til álvera hér á Íslandi?!

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 21:34

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2007 var reiknað með að ein milljón erlendra ferðamanna kæmi og dveldi hér á Íslandi árið 2020.

En nú er búist við að þeir verði um tvær milljónir eftir áratug, árið 2023.

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 21:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
svo að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 21:39

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er hvalur Kristjáns Loftssonar?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Samt var þetta allt "fast í hendi".

Þorsteinn Briem, 28.12.2013 kl. 21:45

11 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gott hjá þér,Steini Briem. Þetta lýsir hugsunarhátt landans mjög vel.

Hvað er annað að þessari þjóð? Að gera sífellt plön um eitthvað sem gæti kannski og undir bestu kringumstæðum og þá ef til vill í minna mæli heppnast? Getum við ekki byggt frekar á raunverulegum staðreyndum?

Úrsúla Jünemann, 28.12.2013 kl. 22:05

12 identicon

Gætum við ekki byrjað að spara þá hugarorku sem fer i bollaleggingar um jafn ógeðfelda hugmynd og sæstreng?

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.12.2013 kl. 22:46

13 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Steini, thú ert svo rugladur ad thú ert búin ad svara sjálfum thér. Hagsaeld og velferd liggur í ad hafa ekki öll eggin í sömu körfunni

Brynjar Þór Guðmundsson, 29.12.2013 kl. 10:57

14 identicon

Þetta er með endemum. ALCOA segir okkur að við höfum ekki næga orku í sæstreng!
Sannast þá, að við erum búin að setja of mörg egg í sömu körfuna.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 16:48

15 identicon

Rökin fyrir Isal á sínum tíma voru einmitt að ekki ættu öll eggin að vera í sömu körfunni. Það hefur aldeilis snúist upp í öndverðu sína.

bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 18:20

17 identicon

Eruð þið búnir að sjá þessa frétt?

http://ruv.is/frett/vantar-nokkur-thusund-starfsmenn

Nokkur þúsund til viðbótar, - aukning upp á meira en vinnur í allri stóriðju landsins.

9.000 grunar mig að sé vanmetið, því mörg störf eru tengd að hluta sem erfitt er að sjá.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 12:42

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég benti á þessa frétt í næstu athugasemd á undan, nr. 16, Jón Logi.

Þorsteinn Briem, 30.12.2013 kl. 13:32

19 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Og theim faekkar stórlega ef ferdamönnum faekkar, ég hef thad á tilfinninguni ad thetta verdi eins og hver önnur bóla eins og var med minkinn fyrir nokkrum áratugum, bankaútrásina og fiskinn. Ad thetta springi/hverfi og minki umtalsvert.

Brynjar Þór Guðmundsson, 30.12.2013 kl. 15:58

20 identicon

Haha, Steini, þarna hugsum við eins.
Var ekki búinn að smella á hlekkinn kall. Sorry ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 17:30

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert mál, Jón Logi.

Þorsteinn Briem, 30.12.2013 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband