Allt skal falt.

Rekstur Rásar 2 hjá RUV gengur best fjárhagslega þar á bæi. Nú er hrópað á að hún verði seld til einkaaðila.

Landsvirkjun ber höfuð og herðar yfir önnur orkufyrirtæki landsins. Lengi hefur verið hrópað á að hún verði seld eða þá rekin í raun með tapi á kostnað skattgreiðenda til þess að þjóna stóriðjufyrirtækjum í erlendri eigu.

Nú er mestu vöxtur í ferðaþjónustuinni og Keflavíkurflugvöllur er lykilfyrirtæki í þeim efnum. Þar er byrjað að hrópa á að þessi gullkýr verði seld.

Eftir mikil hróp um það að Reykjavíkurborg seldi hlut sinn í Landsvirkjun var það gert á þann hátt að salan fól í sér tugmilljarða tap fyrir borgina.

Allir þekkja Magma ævintýrið og hugmyndir um að selja Kínverjum Grímsstaði á Fjöllum.

Það eina, sem virðist ekki falt eins og er í hendur útlendingum eru sjávarútvegsfyrirtækin, þar sem lögum samkvæmt er bannað að þeir eigi meira en 49%.

Kannski er stutt í það að þar verði leitað "erlendra fjárfesta."

Allt virðist falt og vísa Flosa Ólafssonar kemur upp í hugann:

 

Seljum fossa og fjöll !

Föl er náttúran öll !

Og landið mitt taki tröll !


mbl.is Mætti selja Keflavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

2.9.2011:


Fimmtíu fyrirtæki eiga 84% af aflakvóta íslenskra fiskiskipa


23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

11.8.2010:


"Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segist ekki sjá ástæðu til að þrengja lög um eignarhald útlendinga að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

"Þessi lög hafa ekki truflað okkur," segir Adolf.

Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

Og fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki."

Þorsteinn Briem, 29.12.2013 kl. 09:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúar Evrópusambandsríkjanna kaupa um 80% af sjávarafurðum okkar Íslendinga.

Fyrir þá skiptir engu máli hverjir veiða fisk hér á Íslandsmiðum, þar sem neytendur greiða allan kostnað við fiskveiðar, rétt eins og landbúnað, og evrópskir neytendur fá allan þann fisk sem þeir vilja héðan af Íslandsmiðum, enda greiða þeir hæsta verðið fyrir fiskinn.

Þorsteinn Briem, 29.12.2013 kl. 09:47

3 identicon

Hver er þessi Heiðar Már Guðjónsson, titlaður fjárfestir, ef ekki fjárkrókur? Veit ekki haus né sporð á manninum.

Virðist eiga helling af seðlum og orðinn mest áberandi trúboði frjálshyggju-analisma Hannesar Hólmsteins.

Jú, jú, gætum event. selt KEF, einnig Þingvelli, Listasafn Íslands, Handritin úr safni Árna Magnússonar o.m.fl.

Satt að segja virðist þjóðin lítinn ef engan lærdóm hafa dregið af hruninu, rannsóknarskýrslu Alþingis, dóminum í Landsdómi etc, etc.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 11:41

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Helstu rökin fyrir einkavæðingu er að reksturinn gangi svo miklu betur í höndum einkaaðila en ríkisins. En svo selja menn bara rekstur sem vel gengur hjá ríkinu, þegar það ætti, samkvæmt kenningunni, að vera öfugt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.12.2013 kl. 12:52

5 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Fyrir rúmlega 4 árum hrundi hér flest allt sem hrunið gat í kjölfar einkavæðingarbrjálæði. Litli maðurinn er enn að borga brúsann og mun gera það lengi. En svonefndir fjárfestir skríða nú þegar aftur upp úr holunum og virðist eiga glás af peningum til að kaupa flest allt upp hér á landi. Erum við virkilega ennþá að trúa því að einkavæðing er almennum borgurum til góðs? Hún hefur aldrei verið það og mun aldrei vera það.

Úrsúla Jünemann, 29.12.2013 kl. 13:52

6 identicon

Du sagst es", Úrsúla.

Nú birtast þeir okkur í sparifötunum með sterkan gjaldeyrir og njóta gengi Seðlabankans fyrir útvalda. Þar leynast m.a. milljarðarnir, sem FLokks-bankinn stal af Jóni og Gunnu í gegnum Icesave.

"Poets of enterprice", kallaði forseta ræfillinn þjófana. Við borgum sko ekki skuldir óreiðumanna, sagði Dabbi litli og vitnaði þar í ömmu sína, ef ekki langömmu. Óreiðumenn, sem voru kunningjar hans og vinir, og höfðu borið mútur í Íhaldið í áraraðir og gera enn.

Þvílík hræsni"!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 15:03

7 identicon

Einhvern tímann kom fram í gamni hugmynd um að selja Alþingi, ráðuneytin og ríkisskattstjóraembættið. Dreifikerfi Símans var selt. Vegakerfið slapp.

Menn gleyma því að meðan Ólafur Tómasson stjórnaði Pósti og síma og Jóhannes Zoegga stjórnaði Hitaveitu Reykjavíkur voru þetta því sem næst best reknu fyrirtækin norðan Alpafjalla. Þó voru þetta opinber fyrirtæki svo að hólmsteinskan var bull áður en hún var sett fram.

Það væri nær að hvetja fólk til að hætta að svíkja fé undan skatti og fleiru. Meira þarf ekki til. 

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 16:35

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Færa má góð og gild rök fyrir að Alþingi Íslendinga hafi verið einkavætt en rekið með opinberu fé. Allt of margir þingmenn eru hagsmunagæsluaðilar fyrir ýms fyrirtæki eins og álbræðslur og útgerðarfyrirtæki. Kvótavæðingin var laumað bak við tjöldin án þess þjóðin áttaði sig á hvernig um hnútana var búið. Kvótinn átti aldrei að vera annað en afnotaréttur.

Halldór Ásgrímsson og Framsóknarflokkurinn gerði kvótann að andlagi eignar, þ.e. unnt var að veðsetja hann og framselja gegn gjaldi. Með þessu var kvótinn gerður að féþúfu braskara og annarra pö0rupilta sem hafa valdið þjóðinni gríðarlegum skaða og eru enn að!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.12.2013 kl. 16:54

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Í guðsbænum látið þið þá ekki fá handritin, þeir selja þau bara fyrir dollara." Þetta sagði eitt frægasta skáld íslendinga þegar baráttan um að koma handritunum til Íslands stóð sem hæst.

Kanski að þessi spádómur skáldsins verði að veruleika ef Heiðar Már fjárfestir og þeir sem eru sammála honum fengju að ráða?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.12.2013 kl. 17:00

10 identicon

Steini Briem:

"Fyrir þá skiptir engu máli hverjir veiða fisk hér á Íslandsmiðum, þar sem neytendur greiða allan kostnað við fiskveiðar, rétt eins og landbúnað, og evrópskir neytendur fá allan þann fisk sem þeir vilja héðan af Íslandsmiðum, enda greiða þeir hæsta verðið fyrir fiskinn."

Getur þú útskýrt þetta betur? Eða á ég aðeins að leiðrétta?

Neytendur greiða allan kostnað við vöruna sem þeir kaupa, sama hvaðan kemur, með fráviki sem heitir svindl og rányrkja.
Hæsta verð er fyrir bestan fisk. Okkar er helv. góður. Greitt er eftirflokkum kallinn,þú varst jú á sjó, en kannski bara á smábátum?
Það skiptir hins vegar höfuðmáli fyrir okkur hver veiðir fiskinn, - við höfum ekkert upp úr breskum eða spænskum togurum sem suga upp við landsteinana og keyra svo bara heim.
Það skiptir útgerðir annarra ríkja hins vegar einhverju ef að ný mið bætast á þá eyðimörk sem þeir eru búnir að búa til, enda bentir þú réttilega á það sjálfur að Ísland veiðir meira en nokkurt aðildarríki ESB, og má því við bæta, að aðeins 2 Evrópuríki veiða meira en við, - Rússar og Norðmenn.
Hvað það varðar, hversu lítið útlendingar eiga í íslenskum sjávarútvegi, er sjálfsagt skýrt með því að sjávarútvegurinn ver sig með torfkofa-hugsunarhætti.
Drottinn blessi það ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 18:06

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Neytendur og fiskvinnslur í Evrópusambandsríkjunum greiða hæsta verðið fyrir íslenskan fisk, óunninn, ferskan, frystan og saltaðan, og hafa keypt um 80% af öllum sjávarafurðum okkar Íslendinga.

Aflakvóti var settur á hér á Íslandi vegna ofveiði, rétt eins og í Evrópusambandsríkjunum, og afli hefur minnkað mikið hér á Íslandsmiðum á mörgum tegundum, til að mynda þorski, ekkert síður en á miðum við Evrópusambandsríkin.

Frá því Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1994 hefur
Samherji átt hlut í og tekið þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Evrópusambandsríkjum, Póllandi, Þýskalandi og Bretlandi, og erlend starfsemi hefur verið um 70% af heildarstarfsemi fyrirtækisins.

Tíu þúsund störf
myndu tapast í Englandi og Skotlandi yrði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar öllum óunnum fiski.

Andrew Charles fiskverkandi í Bretlandi segir að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull.

Og það er að sjálfsögðu dýrt að reka útgerðir í Evrópusambandsríkjunum, rétt eins og hér á Íslandi.

Þúsundir
íbúa í Evrópusambandsríkjunum, aðallega Póllandi, hafa einnig starfað við vinnslu á óunnum fiski hér á Íslandi, enda hafa íbúar á Evrópska efnahagssvæðinu rétt til að vinna á öllu svæðinu.

Íslenskar
útgerðir eru yfirleitt vel reknar og útgerðir í Evrópusambandsríkjunum gætu keypt helminginn í íslenskum útgerðum og fengið þar góðan arð en það hafa þær ekki gert.

Útgerðir í Evrópusambandsríkjunum hafa ekki stundað fiskveiðar hér á Íslandsmiðum í áratugi, eiga hér engan aflakvóta og fá hér ekki kvóta nema að kaupa hann og það hafa þær ekki gert.

Undirritaður hefur verið á togara, netabátum, línubátum, unnið í saltfiskverkun og frystihúsum, búið í öllum kjördæmum landsins og gefið vikulega út sérblað Morgunblaðsins um sjávarútveg við annan mann.

Þorsteinn Briem, 29.12.2013 kl. 20:31

12 identicon

Helv. hefurðu unnið margt án þess að skilja.
Röksemdin stendur:

Það skiptir hins vegar höfuðmáli fyrir okkur hver veiðir fiskinn, - við höfum ekkert upp úr breskum eða spænskum togurum sem suga upp við landsteinana og keyra svo bara heim.

Ekkert. NADA.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 21:03

13 identicon

Það háðuglegasta í þessu er að það skulu vera þeir sem skipa sér undir merki "sjálfstæðis" sem harðast ganga fram með þessar hugmyndir og vinna ósleitilega að framgangi þeirra.

Ámundi Loftsson (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 21:18

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgerðir í Evrópusambandsríkjunum eiga engan aflakvóta hér á Íslandsmiðum og fá ekki kvóta hér nema að kaupa hann og það hafa þær ekki gert, enda þótt þær hafi auðveldlega getað það með því að kaupa hluti í íslenskum útgerðarfyrirtækjum.

Og ofveiði hefur verið stunduð hér á Íslandsmiðum af íslenskum skipum, enda var aflakvóti settur hér á íslensk skip vegna ofveiða.

Hagnaður útgerða er það sem skiptir þær máli
, rétt eins og í öðrum atvinnurekstri, og hagnaður útgerða er yfirleitt mun meiri hér á Íslandi en í Evrópusambandsríkjunum.

Þar af leiðandi væri mun meira vit í að kaupa hlut í íslensku útgerðarfyrirtæki en að gera út skip frá Evrópusambandsríki til veiða hér á Íslandsmiðum.

Þorsteinn Briem, 29.12.2013 kl. 21:30

15 identicon

"Útgerðir í Evrópusambandsríkjunum eiga engan aflakvóta hér á Íslandsmiðum og fá ekki kvóta hér nema að kaupa hann og það hafa þær ekki gert, enda þótt þær hafi auðveldlega getað það með því að kaupa hluti í íslenskum útgerðarfyrirtækjum."

Því að kaupa, ef að von er á úthlutun hjá ESB umsækjandanum Íslandi?
Og svo....hver vill selja yfir t.d. 51%.?

"Og ofveiði hefur verið stunduð hér á Íslandsmiðum af íslenskum skipum, enda var aflakvóti settur hér á íslensk skip vegna ofveiða."

Umdeilt er hvort hér sé i dag stunduð ofveiði, og jafnvel hvort að svo hafi verið eftir 1976. Óumdeilt er að ofveiði er stunduð á öllum miðum ESB.

"Hagnaður útgerða er það sem skiptir þær máli, rétt eins og í öðrum atvinnurekstri, og hagnaður útgerða er yfirleitt mun meiri hér á Íslandi en í Evrópusambandsríkjunum"

Jahá! Og selja menn svo hagnaðinn?

"Þar af leiðandi væri mun meira vit í að kaupa hlut í íslensku útgerðarfyrirtæki en að gera út skip frá Evrópusambandsríki til veiða hér á Íslandsmiðum."

Einmitt. En vill einhver selja? Til hvers að selja gæs sem verpir gulleggjum fyrir land og þjóð?

Það stendur, - Grimsby togari sem skefur hér upp allt sem vill og landar heima skilar ENGU í íslenskt þjóðarbú.

Jón Logi (IP-tala skráð) 29.12.2013 kl. 22:10

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhverjar útgerðir í Evrópusambandsríkjum ættu að fá ókeypis aflakvóta hér á Íslandsmiðum yrðu þau að fá hluta af aflakvóta sem er í eigu íslenskra útgerða.

Eignarrétturinn er hins vegar friðhelgur
, bæði hér á Íslandi og í Evrópusambandsríkjunum.

Útgerðir og aðrir í Evrópusambandsríkjunum geta hins vegar keypt hluti í íslenskum útgerðarfyrirtækjum, rétt eins og Samherji hefur keypt hluti í útgerðarfyrirtækjum í Evrópusambandsríkjum.

Og kínverskt fyrirtæki, Nautilius Fisheries, keypti stóran hlut í íslenska útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Stormi Seafood í Hafnarfirði, sem gert hefur út fiskiskipið Storm SH.

Ef kvóti væri ekki á veiðum íslenskra skipa hér á Íslandsmiðum myndu þau veiða hér eins mikið og þau gætu, rétt eins og áður en aflakvóti var settur á þau, og það var að sjálfsögðu ástæðan fyrir kvótanum.

Aflakvóti er einnig á veiðum skipa Evrópusambandsríkja í Norðursjó, Eystrasalti og Miðjarðarhafi og veiðar íslenskra skipa hafa einnig minnkað mikið hér á Íslandsmiðum, til að mynda á þorski, loðnu og rækju.

Þorsteinn Briem, 29.12.2013 kl. 23:25

17 identicon

Það kostar núna Hafnfirðinga tæplega 300% meira að kynda hús sín eftir að brandaraflokkurinn tók völdin í reykjavík. Tæplega 300% hækkun á rúmlega þremur árum, allt í krafti einokunar OR á hitaveitu.

Já, það er svo miklu betra fyrir almenning að hafa svona fyrirtæki í höndum opinberra aðila.

Bjarni (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 01:12

18 identicon

Það getur enginn keypt hlut ef ekki er vilji fyrir sölu,

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 12:38

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskar útgerðir, fiskiskip og aflakvótar þeirra hér á Íslandsmiðum hafa gengið kaupum og sölum hér á Íslandi í mörg herrans ár.

Þorsteinn Briem, 30.12.2013 kl. 13:52

20 identicon

Innan lands, já. Eru ekki um 90% af þeim kvóta sem er í umferð keyptur?

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 14:12

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar geta keypt hluti í íslenskum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum, eins og kínverska fyrirtækið gerði, og eignast þannig hlut í aflakvótum fyrirtækjanna hér á Íslandsmiðum.

Þorsteinn Briem, 30.12.2013 kl. 15:36

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þannig er það nú í pottinn búið.

Þorsteinn Briem, 30.12.2013 kl. 15:45

23 identicon

Það kaupir enginn af mér það sem ekki er falt, - eða þá ekki þeim aðila falt.
Þannig er það í pottinn búið.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.12.2013 kl. 17:34

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem greiðir hæsta verðið fær það sem er til sölu, hvort sem það er Íslendingur eða útlendingur, og íslensk fiskiskip og aflakvótar þeirra hér á Íslandsmiðum ganga kaupum og sölum á hverju ári.

Þorsteinn Briem, 30.12.2013 kl. 19:07

25 identicon

Seljandinn ræður hvort hann selur, og þá hverjum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.12.2013 kl. 08:35

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar geta keypt íslensk fiskiskip og aflakvóta hér á Íslandsmiðum og hafa gert það.

Þorsteinn Briem, 31.12.2013 kl. 10:04

27 identicon

Hvaða skip? Og kvóta?

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.1.2014 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband