Margt sjálfsagðir hlutir en sumt skrýtið.

Stundum er það svo að ljóð sem kölluð eru dægurlagatextar reynast vera alveg eins innihaldsrík og ljóð sem á ytra borði eru hátimbruð og flokkast undir djúpa list.

Ég hef til dæmis alltaf haldið upp á textann "Little things mean a lot" og fundist það vera góð lífspeki sem í honum felst.

Nú má sjá ýmsar niðurstöður mikillar og væntanlega dýrrar rannsóknar á lífshamingju fólks, sem flestar hverjar sýnast liggja í augum uppi og jafnvel óþarfi að eyða miklu fé og mannafla til að finna þær út.

Svolítið er nú ánægju mæðra með hlutskipti snúið með því að segja að mæður í óhamingjusömum samböndum séu ánægðastar allra jarðarbúa.

Samkvæmt því ættu karlmenn, barnsfeður kvenna, að gera allt sem þeir geta til þess að konur þeirra séu sem óhamingjusamastar!?

Og síðan er klykkt út með því að feður séu óhamingjusamari og óánægðari með lífið en þeir sem engin börn eiga !?

Detta  mér nú allar dauðar lýs úr hári, - ef eitthvað væri eftir af því.

Ég fer að efast um að peningunum, sem eytt var í þessa könnun, hafi verið vel varið.  

 


mbl.is Mæður í óhamingjusömum samböndum ánægðastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ástin hún er alltaf heit,
elska allar mikið,
Ásta hún er alltaf feit,
elska allt það spikið.

Þorsteinn Briem, 19.1.2014 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband