Velkominn til starfa.

Magnús GeirPólitísk togstreita um Ríkisútvarpið hefur verið allt of mikil allt frá stofnun þess. Flokkarnir hafa afsakað afskipti sín sitt á hvað, til dæmis með beitingu mismunandi meirihuta í útvarpsráði forðum tíð,  með því að þeir væru setja sína menn inn til þess að koma í veg fyrir að þeir, sem "hinir" komu inn "misnotuðu aðstöðu sína."

Sem betur fer hafa útvarpsstjórarnir í sögu RUV hafið sig upp úr slíkum skotgröfum með undra fáum undantekningum í örfáum málum þennan langa tíma, miðað við það hve utanaðkomandi þrýstingur hefur oft verið mikill.

Það var úr miklu mannvali að spila við ráðningu útvarpsstjóra að þessu sinni og hefði þurft slys til að verða mislagðar hendur við það.

Sem betur ber ríkti einhugur um góða ráðningu og því ástæða til að bjóða Magnús Geir Þórðarson velkominn til vandasamra og mikilvægra starfa.


mbl.is Magnús Geir ráðinn útvarpsstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Magnús verður frábær útvarpsstjóri.

Magnús og Eyjólfur Laufdal

Þorsteinn Briem, 2.2.2014 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband