"Hvalaiðra beiskan bjór..."

Ég frétti af því á skotspónum að maður einn hefði gengið fullhart fram í neyslu nýja hvalbjórsins og orðið að taka afleiðingunum af því að innbyrða þarma og "þarmainnihald" sem bjórinn er gerður úr.

Lýsingin á því minnti mig á nýyrði í vísu, sem varð til hjá mér eftir ristilspeglun og átt vel við í frásögn af eftirkostum hvalbjórsdrykkjunnar.  

 

KVALINN EFTIR HVALINN.

 

Hvalaiðra beiskan bjór

í bland með skötu kæstri

ákaft  bergði og svo fór

með útkomunni glæstri

á klósett eftir þetta þjór 

með þarmalúðrablæstri. 

 

Vínþolið, það var að bila, -  

veifað gulu spjaldi, -

orðið nærri að aldurtila

og gegn dýru gjaldi,

þarmabjór hann þurfti að skila

í þarmainnihaldi.


mbl.is Þarmainnihald í hvalbjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur með súran kepp,
svikul þarmastjarna,
Framsókn étur fótasvepp,
og flokkinn næst hans Bjarna.

Þorsteinn Briem, 1.2.2014 kl. 17:01

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ég leyfði mér að vitna í þennan vindasama kveðskap í pistli um hvalveiðar við Íslands fyrr á öldum. Rannsóknir á þeim hefur Ragnar Edvardsson, bróðursonur þinn, stundað af miklum myndarbrag.

FORNLEIFUR, 3.2.2014 kl. 14:53

3 Smámynd: FORNLEIFUR

hér er svo tilvitnunin, áður en þetta fýkur út í verður og vind: http://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/entry/1352233/

FORNLEIFUR, 3.2.2014 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband