Þarf að virkja frumlega sköpunargáfu ungs fólks.

Það er fagnaðarefni að þátturinn Orðbragð verði aftur á dagskrá næsta vetur og að keppikefli stjórnendanna verði að ná til unga fólksins.  

Í hagstæðu umhverfi elskar ungt fólk með frjóa hugsun að skapa íslensk nýyrði og þessi sköpunarmáttur er eitt af því sem auðgað getur hvað mest íslenska tungu.

Ég minnist þess að þegar ég var ungur var það yngra fólkið sem bjó til orð og orðtök eins og nafnorðin "tryllitæki",  "kaggi","fjögurra/sex/átta gata", "spyrna" "fýsa" (kvk.nafnorð, hún, fýsan, sú sem er fús), "lús", samanber örsmá Fiat-lús, "sleikur", "skutla", "Hallærisplanið", skemmtilegar nýjar merkingar orða eins og "glataður", "pottþéttur" og einnig hljóðlíkingar eins og "skvísa", "töffari", "rokk", "Bítlar", "hippar", "spes".

Það fer í taugarnar á mér þegar kollegar mínir bílablaðamenn tala um bílar séu svo og svo margra sílindra eða cylindra í stað þess að nota hið miklu styttra íslenska heiti að þér séu þetta margra gata eða þetta margra strokka.

Það er engu líkara en mörg nýyrði spretti upp innan úr fjöldanum án þess að vitað sé hver það var sem fyrstur sagði þau eða skrifaði. Hver skyldi til dæmis hafa verið fyrstur til að nota hið frábæra nýyrði "handrukkari"?  


mbl.is Orðbragð aftur á skjáinn næsta vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband