Hvaða "hreyfilafl breytinganna"?

Íslenskst þjóðlíf er enn í þeim fjötrum gjaldeyrishafta og reyrðir voru með Neyðarlögunum við Hrunið.

Það er gott ef forsætisráðherra talar um "hreyfiafl breytinga" sem getur bæði komið okkur út úr því ástandi og breytt því sem leiddi okkur í Hrunið.

En hvaða "breytingar"? Ekkert bólar á neinu varðandi gjaldeyrishöftin og ráðherrann hefur reyndar sagt að það megi ekki segja frá því hver sé ætlunin af því að þá muni vogunarsjóðir og hrægammar nýta sér það og það megi ekki sýna þeim á spilin.

Meðan þetta er það eina sem boðið er fram er talið um "hreyfiafl breytinganna" orðin tóm.

Á fyrsta vinnudegi sínum gaf viðkomandi ráðherra það út og ríkisstjórnin öll staðfesti það í kjölfarið að hún stefndi einróma að því að reisa álver í Helguvík og koma þar með stóriðjustefnunni aftur á fullt, en hún var stórt atriði í þeirri helstefnu skammtímagræðginnar sem leiddi okkur í Hrunið.

Sem sagt, breytingarnar eiga að vera, bæði á þessu sviði og svo mörgum öðrum, afturábak til þess sem var fyrir Hrun. Og ríkisstjórnin mun "hvergi hvika" í því.

Kanntu annan?

Við erum með yngsta forsætisráðherrann síðan 1934, kláran og skemmtilegan mann, sem full ástæða er til að styðja til að skapa "hreyfiafl breytinganna". En breytinga í hvaða átt? 

Það er beðið eftir Godot. Ekkert bólar á þeirri lausn úr viðjum gjaldeyrishaftanna sem búið var að lofa að birta fyrir mörgum mánuðum. "Hreyfiaflið" sem felst í því að halda fast í krónuna telst varla "hreyfiafl breytinganna." Ekkert bólar á þeim 300-400 milljörðum sem kjósendur trúði að þeir gætu fengið í hendurnar fljótlega eftir kosningar.

Það skrýtið það "hreyfiafl breytinganna" sem felst í því að svelta skapandi greinar og menningu.

Því miður virðist þetta "hreyfiafl breytinganna" vera enn eitt nýyrðið sem táknar þveröfugt, afturhvarf til þess sem best þótti í aðdraganda Hrunsins eða það að loka fyrir raunverulegar breytingar til framfara á nýrri öld.

En verum bjartsýn. Sjáum til hvort Eyjólfur hressist.

 


mbl.is Ríkisstjórnin mun hvergi hvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er einhver örvænting yfir þessari stjórn sem er að missa tökin. Maður gæti haldið að stjórnmál snérust um fjölda Seðlabankastjóra. 

Gísli Ingvarsson, 23.2.2014 kl. 19:01

2 identicon

"Hreyfiafl breytinganna".

"Hungursneyð í Evrópu".

Á heimskan sér engin takmörk á klakanum?

Var í Grikklandi í hálfan annan mánuð í lok síðasta árs. Fer þangað aftur eftir nokkra daga og verð þar í 5 vikur. Í lítilli borg eins og Aigion, Peleponnesos, er meira úrval af ávöxtum, grænmeti og kjötvöru en í nokkurri verslun í Reykjavík. Og í mun hærri gæðaflokki.

Hvað er þessi kellingar trunta eiginlega að fara? Þetta gengur ekki, þessum fíflagangi verður að linna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2014 kl. 21:39

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"Varanlegar undanþágur og sérlausnir."

"Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.

Eitt þekktasta dæmið um slíka sérlausn er að finna í aðildarsamningi Danmerkur árið 1973 en samkvæmt henni mega Danir viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum í Danmörku.

Í þeirri löggjöf felst meðal annars að aðeins þeir sem búsettir hafa verið í Danmörku í að minnsta kosti fimm ár mega kaupa sumarhús í Danmörku en þó er hægt að sækja um undanþágu frá því skilyrði til dómsmálaráðherra Danmerkur.

Malta
samdi um svipaða sérlausn í aðildarsamningi sínum en samkvæmt bókun við aðildarsamninginn má Malta viðhalda löggjöf sinni um kaup á húseignum á Möltu og takmarka heimildir þeirra sem ekki hafa búið á Möltu í að minnsta kosti fimm ár til að eignast fleiri en eina húseign á eyjunni.

Rökin fyrir þessari bókun eru meðal annars að takmarkaður fjöldi húseigna, sem og takmarkað landrými fyrir nýbyggingar sé til staðar á Möltu og því sé nauðsynlegt að tryggja að nægilegt landrými sé til staðar fyrir búsetuþróun núverandi íbúa.

Í þessum tveimur tilvikum er í raun um að ræða frávik frá 56. gr. stofnsáttmála Evrópusambandsins, sem bannar takmarkanir á frjálsu flæði fjármagns.

Ekki er hins vegar um að ræða undanþágu eða frávik frá banni við mismunum á grundvelli þjóðernis og íbúar annarra aðildarríkja sem uppfylla skilyrði um fimm ára búsetu geta því keypt sumarhús í Danmörku og fleiri en eina húseign á Möltu.

Á sama hátt þurfa Danir einnig að uppfylla búsetuskilyrðin til að geta keypt sumarhús í Danmörku og Möltubúar til að geta keypt fleiri en eina húseign á Möltu.

Finna má ýmis dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum sem taka tillit til sérþarfa einstakra ríkja og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.

Í aðildarsamningi Finnlands og Svíþjóðar 1994 var fundin sérlausn sem felst í því að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [og allt Ísland er norðan hennar].

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd.

Í aðildarsamningi Finnlands er einnig ákvæði um að styrkja megi svæði sem eiga í alvarlegum erfiðleikum með aðlögun að hinni sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og Finnar hafa nýtt það ákvæði til að semja við Evrópusambandið um sérstuðning fyrir Suður-Finnland.

Stuðningur við harðbýl svæði (Less Favoured Area, LFA) varð til við inngöngu Bretlands og Írlands í Evrópusambandið en þessi ríki höfðu áhyggjur af hálandalandbúnaði sínum og því var samið um sérstakan harðbýlisstuðning til að tryggja að landbúnaðurinn gæti staðið af sér samkeppni við frjósamari svæði Evrópu.

Finnland
, Svíþjóð og Austurríki sömdu einnig sérstaklega um þannig stuðning í aðildarsamningi sínum og sem dæmi má nefna að 85% Finnlands var skilgreint sem harðbýlt svæði."

aðildarsamningi Möltu er ákvæði um að Malta verði skilgreint sem harðbýlt svæði, auk þess sem í sérstakri yfirlýsingu er fjallað um eyjuna Gozo og meðal annars tiltekið að hún verði flokkuð sérstaklega með tilliti til styrkja vegna sérstakra aðstæðna á eyjunni.

Þegar Grikkir gengu inn í Evrópusambandið var sérákvæði um bómullarframleiðslu sett inn í aðildarsamning þeirra en bómullarrækt var mjög mikilvæg fyrir grískt efnahagslíf.

Ljóst þótti að landbúnaðarstefnan gæti að óbreyttu stefnt þessum mikilvæga atvinnuvegi í hættu og tókst Grikkjum því að fá sérstöðu bómullarræktunar viðurkennda í aðildarsamningi sínum.

Hið sama gerðist þegar Spánverjar og Portúgalar gengu í Evrópusambandið og þessi ákvæði hafa nú almennt gildi innan landbúnaðarstefnunnar.

Í aðildarsamningi Finnlands
, Svíþjóðar og Austurríkis er viðurkennt að svæði sem hafa átta eða færri íbúa á hvern ferkílómetra skuli njóta hæstu styrkja uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins en í þeim flokki eru að öðru leyti svæði sem verg landsframleiðsla á mann er undir 75% af meðaltali Evrópusambandsins.

Malta og Lettland sömdu einnig um
tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningi sínum sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum og þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum."

"Þá er í aðildarsamningi Möltu að finna bókun um að Malta megi viðhalda löggjöf sinni um fóstureyðingar og sambærilegt ákvæði varðandi Írland er að finna í bókun með Maastricht-sáttmálanum 1992.

Einnig gilda sérákvæði um Álandseyjar sem eru undir stjórn Finnlands.

Lagaleg staða undanþágu eða sérlausnar
sem er í aðildarsamningi er sterk því aðildarsamningur hefur sama lagalega gildi og stofnsáttmálar Evrópusambandsins.

Hið sama gildir um bókanir en þær eru hluti af aðildarsamningum og hafa því sama gildi og þeir.

Og í 174. gr. aðildarsamnings Austurríkis, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs er til dæmis sérstaklega tiltekið að bókanir séu óaðskiljanlegur hluti af samningnum."

"Mikilvægt er að hafa í huga að aðildarsamningar að Evrópusambandinu hafa sömu stöðu og stofnsáttmálar sambandsins og því er ekki hægt að breyta ákvæðum þeirra, þar á meðal undanþágum eða sérákvæðum, sem þar er kveðið á um, nema með samþykki allra aðildarríkjanna [og í þessu tilviki einnig Íslands]."

Þorsteinn Briem, 25.2.2014 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband