Hefur blasað við í áratugi.

Fyrsti þjóðgarðsvörður á Íslandi, sem sendur var gagngert til þess að kynna sér þjóðgarða erlendis, var séra Heimir Steinsson, þáverandi þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Þá var það forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sem gekkst fyrir þessu, en sjálfur hafði Steingrímur komið í öll ríki Bandaríkjanna nema Alaska, heimsótt fjölmarga þjóðgarða og var einlægur náttúruunnandi.

Sigrún Helgadóttir var vörður í Ásbyrgi á tímabili, en fáir Íslendingar ef nokkrir hafa komið í jafn marga þjóðgarða og kynnt sér þá eins og hún.

Eftir tvær fyrstu ferðir mínar til að skoða þjóðgarða og virkjunarsvæði í Noregi, Kanada og Bandaríkjunum árin 1998 og 1999 kom ég heim til Íslands í áfalli, vegna þess að mér varð ljóst að við vorum þá 20 árum á eftir Norðmönnum og minnst 40 árum á eftir Bandaríkjamönnum á þessu sviði, og að hér á landi stefndi í óbætanlegt stórslys á öllum sviðum umgengni okkar við einstæða náttúru landsins, sem við höfum að láni frá afkomendum okkar og ber að varðveita fyrir þá og mannkyn allt.

Einn fróðasti blaðamaður erlendis, sem farið hafði um allan heim undanfarna áratugi og ritað um þessi mál fyrir mörg af helstu blöðum heims, spáði því í mín eyru eftir að hafa hitt helstu ráðamenn þjóðarinnar árið 2000, að á endanum myndi okkur Íslendingum takast að rústa öllum þeim náttúrugersemum landsins, sem þröng sjónarmið valda og peninga ásældust, virkja hverja einustu sprænu og hvern einasta hver og láta skammgróðasjónarmið og spillta pólitík ráða ferðum.

Mér brá en hugsaði með mér að varla gæti þetta orðið svona slæmt.

Ég reyndi fyrir 15 árum að upplýsa um þessi mál á faglegan og óhlutdrægan hátt í sjónvarpsfréttum og þáttum, meðal annars um þá staðreynd að í "landi frelsisins", Bandaríkjunum, eru allir helstu þjóðgarðar og mestu náttúrugersemar í eigu ríkisins og þú gengur ekki inn í einn einasta þeirra nema greiða fyrir það og fá strax í hendurnar vandaðan upplýsingabækling, sem tákn um það sem þú sérð að peningarnir fara í, og blasir síðan við þér í því sem gert er í þjóðgarðinum til að vernda hann.

Einnig að þar í landi er horft á þjóðgarðana sem tákn um heiður og æru þjóðarnnar sem skili verðmætum víða annars staðar í efnahagslífi landsins, og þess vegna er ekki reynt að láta þjóðgarðana bera sig, sem slika, heldur aðeins gert það sem þarf til að varðveita þá sem óspilltasta, þótt það kosti rekstrartap á kostnað skattgreiðenda.  

Síðan þetta gerðist eru liðin 15 ár og þessi mál eru að mestu ennþá í sama farinu hér. Hrakspá bandaríska blaðamannsins ómar enn í eyrum mér.


mbl.is „Kvótakóngar íslenskrar ferðaþjónustu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2014:

"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga

Þorsteinn Briem, 14.3.2014 kl. 16:23

2 identicon

Það er ekkert að því að borga aðgangsgjald og það sjá allir að t.d. Dimmuborgir hafa látið mikið á sjá á frekar stuttum tíma.

En það á líka að afnema öll fríðindi ferðamanna "iðnaðarins" hvað vit er í því að niðurgreiða allt sem snertir erlenda ferðamenn og einblína á kortaveltu sem einhvern hagnað

Grímur (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 16:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta
með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fara að ákveða sig hvort skattar eru lágir eða háir hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 14.3.2014 kl. 17:02

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Við erum því miður svo langt á eftir öðrum þjóðum hvað náttúruvernd snertir. Hér ríkir ennþá gullgrafaraæði og það að vera ríkur - núna! - ræður öllu. Ekki sér maður að eitthvað hafi breyst. Núverandi ríkisstjórn sér ennþá stóriðju og vonandi olíuvinnslu á Drekasvæðinu sem töfralausn. Þessir menn eru svo þröngsýnir og gamaldags að manni sárnar. Skelfilegt að svona menn komust til valda!

Úrsúla Jünemann, 14.3.2014 kl. 17:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.3.2014 (síðastliðinn miðvikudag):

"Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs, sýndi í kynningu sinni vöxt ferðaþjónustu í Reykjavík en ferðaþjónustan er orðin stærsta útflutningsgrein Íslands.

Svanhildur dró fram áherslur í ferðamálastefnu Reykjavíkur til ársins 2020, sem eru menningarborg, heilsuborg, ráðstefnuborg og vetrarborg."

Gríðarlega mikil uppbygging framundan í Reykjavík

Þorsteinn Briem, 14.3.2014 kl. 17:56

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.3.2014 (síðastliðinn miðvikudag):

Fjárfestingar og framtíð ferðaþjónustu - Reykjavíkurborg

Þorsteinn Briem, 14.3.2014 kl. 18:06

8 identicon

"Þessir menn eru svo þröngsýnir og gamaldags að manni sárnar. Skelfilegt að svona menn komust til valda!".

Du sagst es!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 18:17

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki nennti Heimir Steinsson að athuga veðrið á Þingvöllumm þegar hann varð þjóðgarðsvörður þar þrátt fyrir alla mentun sína og gekk af veðurathugnunum dauðum 1983. Löngu síðar hófust sjálfvirkar athuganir á Þingvöllum. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.3.2014 kl. 19:43

10 identicon

Ferðaðist um nokkra þjóðgarða USA og get sagt að við eigum margt eftir ólært. Ég sé ekkert að því ef fólk myndi borga sig vikupassa fyrir bílinn inná hálendið (3-4þ) sbr. þjóðgarðsgjöld USA og fá í staðinn að nota salernisaðstöðu og stíga. Þar þurfti einnig að borga nokkra dollara fyrir bílinn til að heimsækja 'sérstaka staði'.

Engin fasismi í rukkun, þú einfaldlega borgaðir þar sem þú fórst inn, í sjálfsafgreiðslu, en ef þú sveikts um þetta þá var sektin svaðaleg, man eftir 50þ$ sekkt í Glacier ef þú fórst í óleyfi á mótorbát á vatn. Auðvelt og allir vinna :)

Halldór (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 00:28

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Landið væri lítils virði, ef það héti ekki neitt. Og landið er því miður lítils metið í dag, þrátt fyrir að það heiti eitthvað, og gefi öllum gífurlega mikið eins og það er.

Ég fæ alltaf vandræðahroll, þegar sumir hengja lágmenningar-stjórnmál-áróður á svo mikilvæga umræðu, sem náttúrunnar-virðingin er, og sem ætti alltaf að vera skilyrðislaust og ópólitískt samstöðubaráttumál allra, óháð flokkagræðgi-baráttu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.3.2014 kl. 01:39

12 identicon

Vandin er í þessu tilfelli að 3 aðili = ferðaþjónustan hefur ekki og má ekki hagnast af annara manna landi nema með leyfi landeiganda.

Er Það virt ? eru samningar þar ? 

Svarið er einfalt nei 

Útgangspunkturinn eru að landeigendurnir rukka á vitlausum forsendum.

Geta kallað þetta bílastæðagjald eða átroðningsgjald eða hvaðeina bara ekki aðgangseyri að einhverju

Þorsteinn Hafþórsson (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 01:39

13 identicon

Djöfull líst mér illa á hvert þetta stefnir.
Og skemmda eplið í tunnunni er ríkisvaldið.
Ríkið er búið að mjatla inn HUNDRUÐUM MILLJARÐA í formi skattekna af útlenskum ferðamönnum síðasliðinn 2 áratugi eða svo, og lætur andskotann ekkert eftir til staðarbóta. Nú stefnir í gullgrafaræði óþolinmóðra landeigenda, sumra sem þurfa að upplifa það sem böl, kostnað og ergelsi að hafa einhverja náttúruperlu við tásurnar a sér.
Segi það enn og aftur að ríkið ætti að skila hluta af skattekjunum í þær aðstöðubætur sem þörf er á. Og svo hefði átt að vera síðustu áratugi.
Það, að það verði einhver hræringur af gjöldum opinberra (komu/brottfarargjald, gistináttaskattur), aðgangseyrir einkaaðila hér og þar, og svo kannski e-k náttúrupassi ofan á það getur bara virkað á einn veg, - sem skaði á ferðaiðnaðinum.
Hvar eru peningarnir sem koma við komu/brottför allra, og eiga að fara í aðstöðubætur???????????????? Í nokkur ár, og tekjur á hverjum degi????????????

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.3.2014 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband