Hálfur veturinn enn eftir?

Veturinn hefur skipst mjög í tvo horn á landinu fram að þessu. Á norðaustan og austanverðu landinu hafa verið mikil snjóalög og veturinn erfiður en á suðvestanverðu landinu var dæmalaus staðviðratíð í janúar og febrúar og stendur hún í raun enn hvað snjó snertir.

Um jafndægur á vori er sól jafn hátt á lofti og í seinni hluta september en reynslan sýnir, að mikil vetrarveður geta enn orðið allt fram undir lok apríl.

Þannig dundi eitthvert mesta og snarpasta vetraráhlaup allra tíma yfir í apríl 1963 með miklum skemmdum á gróðri, því að á undan áhlaupinu var gróður farinna að taka við sér og brum að koma á tré.

Veturinn í vetur hefur ekki verið kaldur eins og mörgum kanna að hætta til að finnast, heldur þvert á móti í hlýrra lagi. En hitabilinu í kringum frostmark og allt upp í 3ja stiga hita geta samt dunið yfir stórhríðir og þegar hærra dregur getur verið öskrandi bylur með mikilli slyddu eða snjókomu, þótt aðeins neðar í landinu sé úrkoman í formi rigningar.

Það kann því vel svo að fara að í stað þess að talað sé um að þreyja þorrann þurfum við að þreyja einmánuðinn.  


mbl.is Ofsaveður fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ótrúlegt ef einhverjum hefur fundist þessi vetur kaldur, hvað sem menn vildu annað honum til foráttu. Það eru engar sérstakar líkur á því að einmánuður verði erfiður. Það er bara óráðin gáta eins og vant er um framtíðina. Það getur farið á alla vegu. En venjulega fer að vora í april og langoftast er apríl bæði mildari og snjóléttari en mars. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.3.2014 kl. 10:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við sjáum reyndar strax núna þegar sól hefur hækkað á lofti hvað klakann tekur meira upp en hingað til. "Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga!" En við gætum samt ekkert kvartað á sunnan- og vestanverðu landinu þótt vorið yrði kalt því að veturinn hefur verið svo gæfur og mildur hjá okkur.

Ómar Ragnarsson, 20.3.2014 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband