Lausn fundin: Sleppa hlýjustu mánuðum úr.

Trúarhópur um loftslagsmál, sem ég hef kosið að kalla "kuldatrúarmenn" streitast enn við á æ broslegri hátt að afneita því að af mannavöldum er samsetning lofthjúps jarðar orðin slík, að ekki eru þess dæmi um hundruð þúsunda ára og afleiðingarnar eru hitnandi lofthjúpur.

Að sjálfsögðu er það frumatriði í vísindum að efast um allta hluti og færa rök fyrir ástæðum þessa efa.

En margt af því sem kuldatrúarmenn halda fram er afar broslegt, svo sem það, þegar því var haldið fram hér á blogginu að ef hitanum í janúar og febrúar í fyrra hefði sleppt í útreikningum á meðalhita þess árs, hefði árið ekki verið hlýrra en meðalár á seinni hluta síðustu aldar !

Þetta er eitt af mörgum dæmum þess þegar kuldatrúarmenn taka einstaka hluti út úr víðara samhengi, svo sem mikla kulda í norðanverðri Norður-Ameríku í vetur og segja að þeir séu sönnun á kaldara veðurfari.

Á sama tíma hefur það verið áberandi hve rússneski veturinn hefur verið mikill aumingi lengst af í marga mánuði og að á Svalbarða var meðalhitinn í janúar 14 stigum hærri en í meðalári.

Nú er það svo að hitinn getur verið sveiflukenndur einstaka ár á milli mánaða og einn og einn mánuður dottið niður fyrir meðaltal.

Fyrir nokkrum árum gerðist hins vegar það í tvígang að allir mánuðir viðkomandi ára voru hlýrri en í meðalári og voru engin dæmi um slíkt fyrr. Skiljanlega heyrðist þessi frábæra kenning kuldatrúarmanna ekki þá.

Nú er bara að koma hinni nýju útreikningsaðferð á framfæri hjá Alþjóðaveðurstofunni varðandi það að pikka út hlýjustu mánuði hvers árs og taka þá ekki með í útreikningum hennar.

Með slíkum hundakúnstum, líka með því að sleppa út ákveðnum tímabilum og svæðum í heiminum sitt á hvað eftir þörfum, yrði kannski hægt að finna það út að lofthjúpurinn sé að kólna.  

En eftir stendur samt að útskýra það til dæmis, að yfirborð Snæfellsjökuls hefur lækkað um 40 metra á síðustu tuttugu árum og að allir jöklar og hafísinn líka í okkar heimshluta eru á hröðu undanhaldi.

Til samanburðar við lækkun Snæfellsjökuls má geta þess að Landkotshæðin í Reykjavík er 22 metrar yfir sjávarmáli, Skólavörðuholt 38 metrar og Rauðarárholt og Laugarás eru 49 og 47 metrar.  

 


mbl.is Náttúruhamfarir af mannavöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú bíður maður bara eftir að Hilmar Hafsteinsson uppgötvi, að hann hefur fengið nýjan vettvang fyrir trúboð sitt.

E (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 16:44

2 identicon

Hvernig var það, kassta stein sem sindlaus er. En hér bloggar þú við frétt sem heldur því fram að hiti í neðra loftslaginu sé að valda hvirfilbylum. Sem er jafn mikil rökleysa og að sleppa tveimur mánuðum úr meðaltalinu.

Það er hita munur á efra og neðra loftslagi, sem veldur hvirflum og eina leiðin til að það færist í aukana er kaldara neðra loftslag, eða heitara efra loftslag.

Það velta ríkir hagsmunir á báðum hliðum þessa máls, þar af leiðandi er málflutningur beggja mjög ótrúverðugur.

Þú sem hefur engra hagsmuna að gæta, ættir að leggja meira uppúr því að vera óhlutdrægur.

Pollinn (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 17:40

3 identicon

Ég hvet Pollan til að lesa sér aðeins betur til, og þá líka um Katarínu. Skoða nauðsynlegan sjávarhita, sem er mikilcægasti faktorin í alvöru fellibyl....

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.3.2014 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband