Sovétið var á undan !

Eitt af því óvæntasta sem ég kynntist á ferð til Murmansk um Kolaskaga fyrir 35 árum var það, að í grunnskólum landsins var kennt um umferð og farartæki í sérstakri skyldunámsgrein, sem jafngilti bílprófi hér á landi.

Á þeim tíma var bílaeign í Sovétríkjunum aðeins einn bíll á hverja 40 íbúa eða tuttugu sinnum minni en Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu og 13 sinnum minni en á Íslandi.

Samt voru Rússarnir það skynsamir að hafa umgengni við farartæki og umferðarreglur sem skyldunámsgrein í skólum á sama tíma sem ekkert slíkt þekktist hjá okkur.

Enn eru þessi mál ekki komin á nógu gott ról hjá okkur, 35 árum síðar.  

Þetta kom þeim mun spánskara fyrir sjónir að á þessum tíma voru Sovétríkin komin inn í tímabil stöðnunar og afturfarar og bæði leiðtogar þess og alræðisþjóðfélagið komið að fótum fram í kreppu, sem myndi leiða þau til hruns á næsta áratug.

Bein ummerki um þetta blöstu við og æptu á mann hvar sem komið var.

En á einstaka sviðum í menntun og heilbrigðismálum voru kommarnir með furðu góðar stofnanir.

Sumt var athyglisvert, svo sem afar góð söfn og það, að allir íbúar í nyrsta hluta Rússlands fengu eina ókeypis ferð suður á Krím á ævinni á kostnað ríkisins til að bæta þeim upp langa, kalda og dimma vetur.    


mbl.is Skellinöðrupróf þurfi á rafmagnsvespu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á undan Framsókn ætíð var,
átti næstum heiminn,
sovéttíkin send var þar,
með sjöllum út í geiminn.

Þorsteinn Briem, 13.4.2014 kl. 16:52

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var ekki skynsemi sem réð för hjá sovjét, heldur var þetta alræði.

Ekki súper-bjartsýna þessi hægri-öfga trú á mannkynir: "þú getur ekki verið svona heimskur," heldur "þið eruð öll svo glötuð að þið verðið fyrir eina bílnum í þorpinu ef við segjum ykkur ekki að haga ykkur."

Ásgrímur Hartmannsson, 13.4.2014 kl. 18:01

3 Smámynd: Kristján H. Kristjánsson

Athyglisvert um umferðarfræðslu í Murmansk. Þegar ég ferðaðist um Sovétríkin keypti ég mikið af veggspjöldum um forvarnir m.a. umferð, fíkniefni og hvernig á að bregðast við kjanorkuárás Bandaríkjanna. Mjög einföld og flott veggspjöld sem miðlar upplýsingum með skýrum hætti.

Kristján H. Kristjánsson, 13.4.2014 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband