Kjarkmaður ef hann fer fram.

Það hefur verið sagt að ef maður sé sokkinn niður á botn i sundlaug sé ekki nema ein leið fyrir sundmanninn, að fara upp.

Framsóknarmenn í Reykjavík eru á botninum hvað fylgi framboðs þeirra í borginni áhrærir. Þeir komast ekki neðar og aðeins tvær leiðir eru til, að vera áfram á botninum eða stefna upp á v.ið

Ástæðan fyrir litlu fylgi Framsóknar er svipuð og fyrir helmings fylgishruni hjá sjálfstæðismönnum: Þessir tveir flokkar tengdust REI-klúðrinu 2007, sem hratt af stað mestu ringulreið í borgarmálum í sögu borgarinnar þegar fjórir borgarstjórar sátu við völd á aðeins einu kjörtímabili.

Þótt sagt sé að kjósendur séu með gullfiskaminni muna þeir eftir þessu af því tilvist Besta flokksins / Bjartrar framtíðar minnir daglega á það.

Guðni Ágústsson nýtur vinsælda langt út fyrir raðir Framsóknarmanna og hefur persónulegan þokka.  og kjörþokka. Hvort það sé það sama og kjörþokki í Reykjavík er hins vegar óráðið.

Ef hann fer í oddvitasætið hjá Framsókn, fær með sér fólk á listann sem hefur hvergi komið nærri klúðri síðasta kjörtímabils og leggur hreinni áherslu á flugvallarmálið en önnur framboð er aldrei að vita hvað gerist.

Guðni hefur búið í Reykjavík síðustu ár og eftir að borgin hefur verið hans starfsvettvangur áratugum saman ætti hann að þekkja nógu vel til borgarmálanna og getað skapað sér nógu góðan grundvöll til starfs fyrir borgina með því að nýta sér reynslu af stjórnmálastarfi.

Mér er vel við Guðna og óska honum persónulega alls hins besta. En vissulega er hann kjarkmaður ef hann ætlar að fara í þetta framboð og mér óar við tilhugsuninni um hve tvísýnt það gæti orðið.

Ég held að enginn myndi væna hann um kjarkleysi þótt hann gæfi framboðið frá sér. Hann myndi standa jafnréttur eftir þótt hann hætti við það, og gæti yljað sér við það sem hann hefur þegar vel gert.   


mbl.is Hefur rætt við Sigmund um framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsóknarflokkurinn fékk 2,7% atkvæða í síðustu borgarstjórnarkosningum, 2010, og fylgi flokksins er nú svipað í borginni, um 3%.

3.4.2014:

"Framsóknarflokkurinn hefur mælst með um 3% fylgi í Reykjavík og nær samkvæmt því ekki inn manni í borginni í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði."

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 00:10

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var mikið "fylgishrun" hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík að fá 6,1% atkvæða í borgarstjórnarkosningunum árið 2006 og 2,7% árið 2010.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 00:19

3 identicon

Sæll Ómar - líka sem og aðrir gestir þínir !

Ómar síðuhafi !

Vitir þú ekki betur - eða þykist ei vita / skaltu lesa síðustu færzlu mína á minni síðu (svarthamar.blog.is) um - hvers lags ónytjung og ódreng Guðni hefir að geyma - og hefir haft um langa hríð.

Því miður - verður stundum sannleikanum hver sárreiðastur Ómar / en ég er einn þeirra - sem nennum ekki að tala undir Rós - um hlutina.

Með beztu kveðjum - sem oftar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 00:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn núna eru "kjarkmenn":

18.4.2014 (í gær):


Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn missa tíu þingmenn ef kosið yrði nú og ríkisstjórnin félli

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 00:28

5 identicon

Guðni fer fram, Ómar og flýgur inn. Atkvæðin af Klörubar skila sér, en hann er reyndar nýfluttur í borgina. Bjó til skamms tíma í Garðabæ, - varla hefði hann lagt í íhaldið þar!

Eiður Guðnason (IP-tala skráð) 19.4.2014 kl. 09:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hinn skuggalegi milljónamæringur og mjólkureftirlitsmaður Guðni Ágústsson býr í Skuggahverfinu á Lindargötu 35.

Þorsteinn Briem, 19.4.2014 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband