Íslendingar verðfella landið sitt.

Okurverð á hótelum og þjónustu hér á landi, miðað við það sem selt er, segir ekkert til um það, hvers virði landið okkar er eða einstæð náttúruverðmæti þess heldur segir það aðeins sögu af þjóð, sem virðist heltekin af gróðafíkn, - segir okkur hins sögu um endurtekna sókn þjóðarinnar eftir skjótfengnum gróða, sem bjó til bankabóluna miklu og Hrunið en hefur nú færst af fullum þunga yfir í ferðaþjónustuna.

Mannasaur og klósettpappír úti á viðavangi á mörgum ferðamannaslóðum, alger skortur á aðtöðu og þjónustu, eða þá að sé einhver þjónusta í boði, er hún verðlögð upp úr öllu valdi, segir þá sögu, að í okkar huga er efst að ná peningunum strax af ferðamönnunum með öllu tiltækum ráðum, en gefa helst ekkert á móti og hugsa ekkert um afleiðingarnar eða framtíðina.

Á Geysissvæðinu hefur aumingjaskapur hins opinbera gagnvart yfirgangi og græðgi landeigenda skapað þjóðarskömm, sem hefur gert þá Íslandsvini djúpri hryggð, sem ég þekki og hafa sýnt landinu og þjóðinni einna mesta tryggð og vinsemd áratugum saman.

Verði svæðið gert að ríkiseign, eins og tíðkast á sambærilegum stöðum í landi einkaframtaksins, Bandaríkjunum, þar sem vel er fyrir öllu séð, er alveg eins viðbúið að áfram ríki sama kæruleysið og slóðaskapurinn og er svo landlægur hér.  

Þegar sumir hinna eldri ferðamanna komu fyrst til landsins, voru þeir svokallaður "bakpokalýður" og illa séðir, af því að það var svo erfitt að plokka af þeim peninga.

Í heimsku okkar héldum við að öllu skipti að bægja slíku fólki frá en áttuðum okkur ekki á því að sumir þeirra hafa síðan komið hingað aftur og aftur, nú komnir í góðar og launaðar stöður, en upplifa þá aðrar og jafnvel enn verri hliðar á okkur sem þjóð heldur en þegar þeir voru fyrirlitnir sem óæskilegur bakpokalýður.

Nú erum við að byrja að fá hegðun okkar í bakið á okkur og jafnvel þótt sagt sé að ekki megi rugla saman Íslandi og Íslendingum er samt byrjað að gera það í erlendum fjölmiðlum.

Þar með verðfellum við verðmæti hinnar einstæðu náttúru landsins og stefnum stærsta útflutningsatvinnuvegi þjóðarinnar í hættu.   


mbl.is Ísland klárlega ekki best í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ákaflega gott að hafa þetta hugtak græðgi til að skella allri skuld á.  Það á vafalaust við í einstöku tilvikum,  en yfirleitt er sanngjarnara að tala um að rekstraraðilar séu að reyna að hafa upp í kostnað.    Stundum er e.t.v. ekki næg þekking til staðar og þá á að bæta úr því.   En það að tala eingöngu um græðgi er einfaldlega flótti frá að greina hvert raunverulegt vandamál er.   Mér segir svo hugur að helsta vandamálið sé skipulagsleysi og stefnuleysi.  Það er reynt að gera eitthvað allsstaðar,  fá fólk til að stoppa á sem flestum stöðum og þá byggist engin þjónusta upp.   Eða að hún er svo dýr vegna þess að nýtingin er afleit.  Afleiðingin   Hátt verð og léleg þjónusta.   En ekki kalla þetta græðgi.   Vandamálið er af allt öðrum toga.   En fyrir besservissera er græðgin ágætis hugtak til að hneykslast á.  

Steinar Frímannsson (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 13:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem eiga hús græða nú lítið á því að láta það grotna niður.

Og einhverjir eru gráðugir og svíkja undan skatti í öllum starfsgreinum.

En þeir greiða einnig skatt, næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Og varla hefur verið sannað að meiri skattsvik séu í ferðaþjónustunni hér en í öllum öðrum starfsgreinum hérlendis.

Þorsteinn Briem, 23.4.2014 kl. 15:36

3 identicon

Einmitt, Ómar, ríkið á að taka almennilega á þessum eigendum við Geysi og stöðva allar tilraunir til að koma á öðru ástandi en tíðkast hefur - Semsagt áfram mannasaur og klósettpappír á víðavangi á hinum ýmsu ferðamannastöðum, í boði ríkisins.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 17:28

4 identicon

Styrktarfé til aðstöðubóta hefur verið rukkað af ferðamönnum, - innlendum og erlendum, í mörg ár. Það skilar sér þó bara í ríkiskassann, en illa út úr honum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 18:03

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslenska ríkið hefur milljarðatuga tekjur af ferðaþjónustunni en skilar aðeins broti til baka.

Ég sá tölur um það í fyrra að úr ákveðnum sambærilegum opinberu sjóðum, mig minnir einhvers konar þróunarsjóðum,  fái allar atvinnugreinarnar myndarleg framlög nema ferðaþjónustan.  

Ríkisrekstur á bandarísku þjóðgörðunum hefur reynst vel af því að þar í landi telja menn viðhald og umhirðu þjóðargersema  ekki sósíalisma heldur verkefni úr sameiginlegum sjóðum landsmanna til að búa þannig um hnúta að sómi og heiður fylgi því fyrir þjóðina, en það skilar "viðskiptavild" út um allt samfélagið.

Ómar Ragnarsson, 23.4.2014 kl. 20:30

6 identicon

Grjótrétt og vel orðað Ómar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.4.2014 kl. 22:12

7 identicon

Hér hefur gengið styrkst um 15% á undanförnum mánuðum,en þess sér hvergi nein merki,allt bara hækkar...svo einhverjir eru nú "gráðugir"

árni (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 12:33

8 identicon

Er ekki rett ad sannreyna thessar fullyrdingar mannsins adur en allir fara ad fjargvidrast yfir meintu okri a Islandi?

Tha kaemi til daemis I ljos ad thetta er tom steypa hja manninum.

Fimm stjornu hotel l New York kostar ekki thad sama og a thriggja stjornu hotel a Islandi. Bjor og matur er med thvi odyrasta sem gerist a nordurlondum o.s.frv.

Bjarni (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband