Clinton hefði frekar átt að reyna fyrst við Laxdælu.

Það er ekki hægt að ætlast til þess að útlendingum sé strax att á sjálfa Njálu sem lesefni í Íslendingasögunum, jafnvel þótt þeir séu metnaðargjarnir og klárir afkastamenn.

Það er rétt hjá Bill Clinton að Njála er löng og flókin saga, þótt hún sé frægust og hugsanlega best Íslendingasagna.

Laxdæla saga hefur alltaf verið eftirlæti mitt vegna þess að viðfangsefni hennar og þá einkum höfuðpersónan, Guðrún Ósvífursdóttir og ástamál hennar og örlög eru algerlega klassísk og tímalaus.

Ég legg til að Clinton verði bent á að reyna sig við hana.  


mbl.is Clinton réði ekki við Njálu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Gunnlaugssaga Ormstungu jafnvel enn betri því hún er það stutt
en hefur að geyma öll helstu einkenni íslendingasagna.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 12:48

2 identicon

NEI, Gísla sögu. Hún er best. Nei annars, Fóstbræðrasögu. Hún er best.

Jón (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 13:15

3 identicon

Strákar mínir, já strákar, ef þessar íslendingasögur eru svona frábærar afhverju eru þær þá ekki heimsþekktar og víðlesnar? Njála er góð en það er bara skoðun mín og fárra annarra.

valdimar (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 16:44

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Já kanski rétt hjá þér Ómar; Billy goat Clinton og Gunna Ósvífus höfðu bæði ástarmálavesen, kanski að Billy goat gæti séð hversu ástarvesin þeirra eru í sjálfu sér keimlík.

Billy og Gunna fóru bæði illa með þau sem voru notuð í ástarleikjum.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 5.5.2014 kl. 17:29

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bandamanna saga er að öllum líkindum ein aðgengilegasta Íslendingasagna: Tiltölulega einfaldur söguþráður og fremur fáar persónur!

Guðjón Sigþór Jensson, 5.5.2014 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband