"Til hamingju, Ísland", - í gegnum "múrinn".

Í miklu áreiti yfirgengilega mikils upplýsingaflóðs fjölmiðlunar nútímans þarf mikið til að komast í gegnum þann þykka múr, sem bora þarf í gegnum til að eftir sé tekið.

Það er ekki alltaf það besta sem "slær í gegn" eins og það er kallað og oft tilviljun, hvað það er.

Vei þeim, sem ekki kemst í gegn.  

Lagið naut þess að vera ólíkt öðrum lögum en ekki síst þess hvernig múgurinn í höllinni sleppti sé alveg í lok þess og tók undir með strákunum. Sú massaða stemning skilaði sér heim í stofu hjá sjónvarpsáhorfendum og hafði ekki heyrst fyrr í þessum mikla mæli.  

Boðskapur Pollapönkara, einlægni þeirra, dugnaður, fjör og styrkur skilaði þeim þó í gegnum múrinn í gærkvöldi. Flutningurinn var sterkari, betri og vandaðri en nokkru sinni fyrr, og það er óhætt að segja það sem nú á við og Sylvía Nótt hóf söng sinn á fyrir átta árum, án þess að komast í gegnum múrinn: "Til hamingju, Ísland! "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband