Sjö ára árangurslaust blogg um mengandi orku og rányrkju.

Ef ég man rétt, fjallaði fyrsti bloggpistillinn á þessari bloggsíðu fyrir sjö árum um þá staðreynd, að orkan, sem við erum að pranga inn á umheiminn sem hreinni og endurnýjanlegri orku, er hvorugt, en samt við erum enn að hamast við það.  

Á þessum sjö árum hafa birst um meira en sex þúsund pistlar hér á síðunni og í þeim þeirra, sem hafa fjallað um þetta fyrsta viðfangsefni síðunnar, hefur myndin af "hreinu og endurnýjanlegu" orkunni fengið á sig æ svartari mynd en samtímis hefur verið hertur síbyljusöngurinn um grænu, hreinu og endurnýjanlegu orkuna, sem Íslendingar hafa kyrjað næstum allir sem einn, allt frá forsetanum og ráðherrunum niður í auman lífeyrisþega eins og mig.

Nýjasta staðreyndin er sú, að aðeins ein virkjun, Heillisheiðarvirkjun, framleiðir meira af mengandi lofttegundum en stærstu álver. Meira en 85% af orkunni, sem leyst er úr læðingi, fer óbeisluð út í loftið.

Orka virkjunarinnar er þegar byrjuð að dvína, enda var ekki gert ráð fyrir því í forsendum hennar að hún entist í meira en 50 ár.

Slíkt er ekki sjálfbær þróun, heldur heitir það rányrkja á íslensku, stunduð á kostnað komandi kynslóða; -  í ofanálag er orkan seld á gjafverði til mest bruðlandi orkusvelgja, sem finnanlegir eru, og til að kóróna ruglið, erum við Íslendingar búnir að setja hæsta gæðastimpil og nánast trúarlegan geislabaug í kringum töfraorðið: "orkufrekur iðnaður" !

Þótt sjö ára blekkingaleikur okkar með "græna orku" sé enn í fullum gangi og hundruð bloggpistla minna um þetta efni hríni ekki á síbyljusöngnum, hljóta þau sannindi að koma í ljós og koma okkur í koll, þótt síðar verði, að enda þótt það sé hægt að blekkja suma stundum en ekki hægt að blekkja alla alltaf.  

 


mbl.is Ísland hættir að vera grænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 03:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru jökulár virkjaðar þar sem uppistöðulónin fyllast af jökulleir.

Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 04:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fyrsta bloggfærsla á omarragnarsson.blog.is:

14.1.2007 | 23:47


GALIN VIRKJANAFÍKN - FYRRI HLUTI

Þorsteinn Briem, 8.5.2014 kl. 05:07

4 identicon

væri hægt að nýta þessa meingun einhvern veiginn. skilst að það komi mikið af brenisteini úr hellisheiðarvirkjun. eflaust koma ymsir þungmálmar sem mætti nýta. þetað virðist mest stranda á kosnaði við stofnkosnað. eins er markaðir takmarkaðir en það er markaðsetníng sem hugsanlega mætti leisa með áburðarverksmiðju en auðvitað er ekki til endurnítanleg orka það spillist altaf eithvað við virkjanaframhvæmdir það á að vera markmiðið að lágmarka skaðan sem af framhvæmdum verða.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.5.2014 kl. 11:31

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það var fullyrt í mati á umhverfisáhrifum fyrir rúmlega áratug að öll vandamál þessarar virkjunar yrðu leyst. Í fyrra var beðið um 10 ára frest til að rannsaka hvort það væri hægt.

Í ár var beðið um 5 ára frest en veittur 2ja ára frestur.

Niðurstaða: Virkjunin var keyrð af stað undir kjörorðinu að skjóta fyrst og spyrja svo og það er ekki séð fyrir endann á því hve lengi á að halda áfram að spyrja.  

Ómar Ragnarsson, 8.5.2014 kl. 15:19

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ómar: "Virkjunin var keyrð af stað undir kjörorðinu að skjóta fyrst og spyrja svo og það er ekki séð fyrir endann á því hve lengi á að halda áfram að spyrja."

Hefur það ekki alltaf verið þannig á Íslandi? Jú og þannig verður það þangað til annað hvort allt verður fullvirkjað og eyðilagt, eða þjóðin vaknar.

Ég veðja á það fyrrnefnda. Það er nefninlega sorglega rétt sagt, að allt tal um rányrkju fellur á dauf eyru. Fólk er of upptekið við eitthvað annað.

Villi Asgeirsson, 8.5.2014 kl. 17:32

7 identicon

Nú á ég eftir að fara með hátt í 1.000 ferðamenn fram hjá þessum "skapnaði" í sumar. Ekki gætir tilhlökkunar. En þetta er tvíbent.
Ferðamennirnir halda að þetta sé hrein orka. Það þarf ég að leiðrétta smá.
En þeim finnst aðeins gaman að sjá þetta, og þ.m.t. Nesjavelli. Þannig að þetta er sýnt, en viðbrögðin eru blendin.

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.5.2014 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband