"Áunnin fáfræði".

Einn af stærstu göllum svonefndrar lýðræðislegrar umræðu er sá, að hún er oft skelfilega yfirborðskennd og byggist á því að þeir, sem hæst láta og mest heyrist í, varpa fram stórum fullyrðingum, sem fela ýmist í sér stórfellda einföldun, bjögun á staðreyndum eða hvort tveggja.

Umræða um húsnæðismál hefur áður verið uppi fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. 1958 varpaði Morgunblaðið, sem Bjarni Benediktsson ritstýrði, fram sprengju í umræðuna í formi svonnefndrar Gulu bókar, en í henni var að sögn blaðsins birt stefna vinstri flokkanna í borgarstjórn, þar sem stefna ætti að því að þvinga allra alþýðu inn í bæjarblokkir að sovéskri fyrirmynd og koma í veg fyrir að fólk gæti átt eigið húsnæði.

Svo fáir dagar voru til kosninganna að í krafti yfirburða sinna á blaðamarkaðnum tókst að gera þá mynd sem Mogginn dró upp að aðalatriði kosninganna. Nokkrar setningar og vangaveltur í Gulu bókinni sem var uppkast nefndar nokkurrar, sem enginn hafði áður heyrt um, urðu að stefnu minnihlutaflokkanna í borgarstjórn, hvernig sem þeir reyndu að berjast um á hæl og hnakka við að afneita því.

Ekki voru kosningarnar fyrr um garð gengnar en að Gula bókin hvarf jafn skjótt og hún hafði birst og hefur aldrei verið minnst orði á hana síðan. Þess vegna sagði ég í gamanvísunum "Bjargráðin" seinna sama ár um leit mína að Bjarna Ben:

"Ég leitaði að Bjarna Ben sem best veit hlutina

og sá hann fyrir utan sorpeyðingarstöðina, -  

hann var að fara með gömlu góðu Gulu bókina" 

 Og uppskar hlátur, því að eftir á var öllum ljóst hvað hafði verið á seyði, snjallt kosingabragð, sem fólst í því að enginn tími gafst til málefnalegrar umræðu og fólk hafði hvorki tíma né nennu til að setja sig inn í málið. En trix Bjarna virkaði á kjördegi.  

Nú eru húsnæðismálin aftur á dagskrá og upphrópanir á báða bóga. "Það á að troða öllum inn í sovéskar bæjarblokkir" er sagt um stefnu Samfylkingarinnar og um stefnu Sjálfstæðisflokksine er sagt: "Íhaldið vill að fólk verði á götunni".

Venjulegur kjósandi telur sig hvorki hafa tíma né nennu til að setja sig inn í flókin mál og í stað málefnalegrar og upplýstrar umræðu ríkir ástand sem ég upplifði þegar ég gafst upp á því árið 2006 að koma á framfæri staðreyndum og fróðleik varðandi virkjanamál.

Líkt og talað er um "áunna sykursýki" má lýsa þessu ástandi í hugum margra með hugtakinu "áunnin fáfræði," - fólk  lokar augunum fyrir því sem því finnst vera óþægilegar staðreyndir, - vill ekki vita allt það sem það þyrfti að vita.  

 


mbl.is Skortur á málefnalegum umræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er rétt hjá þér.

Yfirboðrmennska einkennir allar kosningar.

 Þeir sem fylgjast með eru löng orðnir ákveðnir. Hinir nenna ekki að fylgjast með og gleypa við "skyndibita" stjórnmálum þar sem þeir kjósa yfirborðskennd loforð.

Ef þetta hefur ekkert breyst núna seinustu 60ár þá mun þetta aldrei breytast.

Sleggjan og Hvellurinn, 27.5.2014 kl. 09:07

2 identicon

Þetta er dæmigerður yfirborðskenndur pistill. Í stað þess að ræða húsnæðismálin eins og þau blasa við kjósendum fyrir þessar kosningar er öllu blandað saman: Bjarna Ben, virkjunum og Sovétríkjunum. Eigum við ekki bara að ræða steinöldina líka?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 09:20

3 identicon

"Vöruverð lækkar á Íslandi ef við göngum í ESB."

Mun betra dæmi um áunna fáfræði en ruglkenndur pistill blogghöfundar.

Hilmar (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 09:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nú leiðinlegt að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn séu í fýlu.

Þorsteinn Briem, 27.5.2014 kl. 11:17

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stefna Dags og co er að byggja við Ægissíðuna.Raða þar upp blokkum í stíl við Þær sem eru í Arkangelsk og byggðar voru á Sovéttímanum.Kanski eru brei.arar í Sörlaskjóli ánægðir.Með þessu byggingaræði borgarstjórnar R.Víkur. sem verður sem betur fer aldrei af,í miðborginni og Vesurbænum er verið að eyðileggja ásýnd höfuðborgarinnarEn það furðulega er að þeir sem kalla sig "umhverfis og náttúruverndara" skuli stuðja þessa eyðileggingu á grænum svæðum og náttúru R,Víkur.Það byggist að sjálfsögðu á engu öðru en pólitískum viðhorfum.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 11:30

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það furðulega er að Sjálfstæðisflokkurinn í R.Vík skuli hafa stutt þennan hernað gegn höfuðborginni,þótt þeir hafi vissulega eitthvað dregið í land, og helsti talsmaður þeirra í borginni sé nú kominn út úr skápnum og styðji dragdrotninguna obinberlega.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 11:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Cry me a river.

Þorsteinn Briem, 27.5.2014 kl. 12:09

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Gísli Marteinn Baldursson.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 12:15

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Merkilegt.

Og rímar við það sem eg hef margsagt fólki að sjallar og framarar bókstaflega eyðaleggja alltaf alla málefnaumræðu í kosningum með hálfvitabulli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2014 kl. 12:41

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Gula bókin"

er „árás og ofsókn gegn öllum þeim

mörgu Reykvíkingum sem búu í eigin húsnæði"

Alþýðuflokkurinn stöðvaði þó ekki „Gula

frumvarpið" heldur Einar Olgeirsson, sem

fannst það ekki ganga nógu langt ,,imn

á eignarréttirin"

(Moggapropaganda 1958)

Þeir hafa ekkert breyst framsjallar sem bókstaflega kunna ekki að skammast sín og fást ekki til að fara á námskeið til að læra það og halda uppteknum hætti varðandi ofbeldi sitt gagnvart alþýðu manna.

Enda fá þeir núna rauða spjaldið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2014 kl. 12:48

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Alþýðýðufólk getur ekki keypt sér íbuðir í Sovétblokkum sem byggðar verða við Ægissíðu eða í Laugardalnum, eða í Vatnsmýrinni, nema þá sé átt við "alþýðumennina"Sighvat Björgvinnsson, Svavar Gestsson sem eru á himinháum eftir launum, og Jón dragdrottning og Dagur tilvonandi borgarstjóri eiga eftir að bætast í hóp þessarar"alþýðu".Þessar íbúðir er byggðar fyrir auðkýfinga og ætlaðar þeim,rétt eins og var í Sovét þegar valdastéttin ríkti þar og þóttist vinna fyrir alþýðuna.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 13:23

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Dagur er búin að tönglast á því í fleiri vikur að Búseti muni byggja fleiri hundruð ef ekki þúsundir íbúða.Engin slik risaáform eru á döfinni hjá Búseta, enda félagið á kúpunni og óvíst hvort það lifir af.Sama er með þær stúdentaíbúðir sem dagur segir að stúdentar ætli að byggja.Ekkert nema bull og lygi.En það verður tekið á húsnæðisvandanum.Það mun Eygló Harðardóttir gera og er þegar byrjuð að vinna í því.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 13:30

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sovét yfirstéttin byggði vissulega ekki yfir sig, þegar byggðar voru blokkir,í Arkangelsk.Þær voru byggðar yfir þrælana.En yfirstéttin sovésksa byggði þar sem henni sýndist og tók ekkert tillit til umhverfis eða náttúruru.Þær Sovétblokkir sem standa við Skúlagötuna eru ekki fyrir Allþýðu vegna verðs.Þær eru skýrt dæmi um hverjum þessar nýju blokkir í Vesturbænum,í Vatnsmýrinni og í Laugardalnum eru ætlaðar.

Sigurgeir Jónsson, 27.5.2014 kl. 13:39

14 identicon

Sigurgeir...hvaða tillögur er Eygló Harðardóttir með..??

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 14:23

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Að sjálfsögðu eru sjallar alfarið á móti því að alþýða manna fái að búa í húsnæði. Að sjálfsögðu.

Sjallar hafa alltaf viljað kúga alþýðuna og svipuberja og voru á móti öllum réttindum sem Jafnaðarmenn komu á alþýðunni til handa.

Jafnaðarmenn þurftu að berjast götu úr götu, hús úr húsi, herbergi úr herbergi við þá sjalla til að koma á almennum réttindum handa öllum í samfélagi.

Á endanum sigruðu Jafnaðarmenn, slógu sjalla kalda og létu svo kné fylgja kviði og knúðu þá ofan í jörðina.

Sjallar voru á móti því að sjómenn fengju hvíldartíma. Á móti. Þeir vildu láta verkamenn vaka sólarhringum saman og gerðu það með skelfilegum afleiðingum. Skelfilegum. Sumir báru þess aldrei bætur eftir meðferð sjalla á þeim.

Sjallar voru á móti almannatryggingum. Fólk gæti nú bara drepist, að áliti sjalla. Alltaf á móti öllum réttindum, samhjálp og grunnþj´nustu þessi óbermi.

(Þess ber að geta að Ólafur Thors baðst á gamals aldri afsökunnar á því að hafa verið á móti Vökulaögunum. Og er það eina dæmið í sögunni þar sem vitað er að sjalli hafi beðist afsökunnar á óhæfuverkum sínum. Eina dæmið.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2014 kl. 15:54

16 identicon

Það kemur í ljós þegar lesnar eru athugasemdirnar hér að "áunnin fáfræði" virðist nánast alls ráðandi.

Ég les blogg Ómars eftir því sem ég kem því við og hef tekið eftir því í seinni tíð að nokkrir eru farnir að ráðast að honum í stað þess að tala um inntak bloggsins sem ég tel skipta meira máli.

Inntakið er þetta: Flokkar/frambjóðendur skella fram einhverju t.d. loforði, fullyrðingum um eitthvað málefni eða einhverju sem ekki næst tími til að skoða og velta fyrir sér því lítill tími getur verið til stefnu eða að mál komast ekki á dagskrá.

Þetta er nú ekki flókið en athugasemdirnar bera með sér að mjög fáir skilja heldur gera eins og frambjóðendur rétt fyrir kosningar: taka út eitt eða tvö atriði úr blogginu og gera þau að aðalatriði sem er hrein og klár heimska.

Þú verður að afsaka Ómar orðbragðið gagnvart gestum á síðunni en ég get varla orða bundist.

Varðandi sjálft bloggið er ég svo innilega sammála. Ég nenni ekki að ræða við fólk sem hefur ekki kynnt sér mál sama hvað það er. 

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.5.2014 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband