Ósamkvæm sjálfri sér. Eru kosningarnar þá ósigur hennar?

Hanna Birna Kristjánsdóttir er heldur betur ósamkvæm sjálfri sér þegar hún segir annars vegar að minna fylgi Bjartrar framtíðar en Besta flokksins séu mikið áfall fyrir Jón Gnarr, en að hins vegar sé metfylgi Samfylkingarinnar eingöngu að þakka miklu fylgi við Dag B. Eggertsson.

Jón Gnarr og Besti flokkurinn voru einfaldlega ekki í framboði í þessum kosningum í borginni og fólk eins og Óttar Proppé er farið af vettvangi.

Þegar Hanna Birna fór sjálf úr embætti borgarstjóra byrjaði fylgi Sjálfstæðisflokksins að dala og eftir að hún fór úr borgarstjórn yfir í landsmálin hefur næstum helmingurinn af fylgi flokksins hrunið af honum og er það lang lægsta sem um getur í borgarstjórnarkosningum.

Ef Hanna Birna væri samkvæm sjálfri sér myndi hún segja að úrslitin væru mikið áfall fyrir hana.

En það segir hún ekki.

Úrslitin núna eru hvorki áfellisdómur um hana né Jón Gnarr í embætti borgarstjóra.

Raunar tel ég að á þeim stutta tíma sem Hanna Birna fékk til að gegna stöðu borgarstjóra hafi hún gert það afar vel við einhverjar erfiðustu aðstæður, sem nokkur borgarstjóri hefur fengið í fangið.

Jón Gnarr fékk síðan hrun OR í fangið og miklar hrakspár um væntanlegar ófarir hans og borgarstjórnarmeirihluta hans gengu ekki eftir.

Jón kom inn í borgarmálin með ferskan og nauðsynlegan gust, sem hristi upp í stöðnuðum stjórnmálum og þarf ekki að kvíða dómi framtíðarinnar um sitt framlag.  

Ég sé þau Hönnu Birnu og Jón Gnarr sem borgarstjórana tvo sem reistu borgarmálin úr rústum á grundvelli hæfileika sinna til að innleiða mannleg samskipti, sem löðuðu fram samstarf og jákvæðni eftir illindi og fádæma ólgu og óreiðu.

Arfleifð þeirra að því leyti eru því báðum til sóma en ekki "áfall" sem þau þurfi að skammast sín fyrir.   


mbl.is Úrslitin mikið áfall fyrir Jón Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.4.2013:

"Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í framboðsræðu til formanns á landsfundi flokksins árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi og það væri eitthvað sem hún gæti ekki sætt sig við.

Þessi ummæli Hönnu Birnu hafa verið rifjuð upp í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% í kosningunum á laugardaginn, sem er næstminnsta fylgi flokksins í sögunni."

Hanna Birna sagði árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi - Vildi setja markið miklu hærra

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 21:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 25,7% fylgi í borgarstjórnarkosningunum í gær.

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 21:04

3 identicon

Algjörlega sammála þér Ómar.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 21:08

4 identicon

Hanna Birna er brennimerkt af óþokkaverki gegn blásnauðum og varnarlausum flóttamanni.

Hún ætti að vera persona non grata í Ríkisútvarpinu þar til hún hefur verið sótt til saka og tekið út refsingu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 21:10

5 identicon

Innleiddu þau mannleg samskipti sem löðuðu fram samstarf og jákvæðni? Sitt sýnist hverjum.

http://www.visir.is/telur-honnu-birnu-hafa-verid-beggja-megin-bordsins/article/2014140519676

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 21:21

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér fannast Hanna Birna alltaf vera með grímu. Lét eins og hún væri alþýðumanneskja, en mér fannst alltaf einhver fnykur af því hvernig hún bar sig. Kom svo auðvitað fram þegar hún varð ráðherra að hún var allt sem ég grunaði og meira.

Það er ekki hægt að segja um Jón Gnarr. Hann hefur alltaf komið hreint fram. Mér myndi aldrei detta í hug að bera þessa tvo stjórnmálamenn saman.

Villi Asgeirsson, 1.6.2014 kl. 21:31

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hanna Birna hún er kúl,
henni vil ég Rex í,
kinkí eins og Kata Júl.,
kristilega sexí.

Þorsteinn Briem, 1.6.2014 kl. 21:36

8 identicon

Allt fram yfir sveitarstjórnarkosningar 2010 hélt HBK því statt og stöðugt fram að allt væri í himna lagi hjá OR.

Hef ekki séð ástæðu til að treysta henni síðan.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 21:42

9 identicon

Mikið rosalega er hann Ólafur F. Magnússon flottur. Er stolt af því að hafa kosið hann á sínum tíma:

"Dapurt var að heyra Dag B. og Björn Blöndal lýsa ánægju sinni með Ku-kux-klan myndina af Sveinbjörgu og síðan saka hana um pópúlisma og öfgar. Halldórunum tveim fannst þetta of langt gengið, en Halldór Halldórsson var loðinn í svörum sínum við fullyrðingum þeirra "víðsýnismanna" Dags og Björns, um að Sveinbjörg væri ekki samstarfshæf. Skyldu þeir félagar næst krefja hana um læknisvottorð, eins og vinstri menn gerðu við mig, þó að ég væri í fullu starfi sem læknir, öfugt við Dag? Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins varði mig nánast ekki í hrottafengnu einelti vinstri manna frá 2007 og nánast fram á þennan dag. Ég skora á Halldór Halldórsson að standa með Sveinbjörgu, sem er eins og ég af sauðahúsi sjálfstæðismanna og flugvallarvinir bæði tvö. Sjálfstæðismenn eiga að verja borgaralegt fólk og ekki að taka þátt í einelti gegn því, eins og Hanna Birna og félagar hennar í borgarstjórnarflokknum gerðu á sínum tíma. Sýndu staðfestu og drengskap, Halldór Halldórsson."

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.6.2014 kl. 23:42

10 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hvernig Sjálfstæðisflokkunum tókst að tapa 6 borgarfulltrúum er rannsóknarefni. Varla fyrir fólk sem ekki sér skóginn fyrir trjánum. Eitthvað hefur það að gera með val á borgarfulltrúum. Baklandið í Valhöll og vöntun á stuðningi við frambærilega frambjóðendur fyrir stærsta bæjarfélagið. Draugagangurinn í tapflokknum hefur framkallað baktal og nagg. Elín er ekki ein og öfundsverð.

Eins og oft áður verður Hanna Birna auðvelt skotmark fyrir baktalara. Hún sér bardagann eins og í návígi.

Skipstjórar verða að hafa úthald, halda sjó og komast að landi með fullfermi. Annars að taka pokann sinn. Sú regla virðist ekki gilda í borgarmálum D-listans. Þar hafa menn verið þaulsetnir þrátt fyrir mikið tap. Einstaka hafa þegið önnur störf og endurhæfingu, en Hanna Birna klifið til metorða.

Framsókn virðist ná að endurlífga flokkinn og finna fulltrúa sem laða að sér fylgi þrátt fyrir ólgusjó og áföll. Meira eins og hjá fótboltalið, stillir mönnum upp og aðrir fara að eigin frumkvæði.

Sigurður Antonsson, 2.6.2014 kl. 00:33

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vitaskuld er það áfellisdómur borgarbúa yfir "störfum" s.k. Besta flokks, að hann missir nú 4 af 6 borgarfulltrúum sínum og það jafnvel þrátt fyrir að honum hafi bætzt liðsauki úr öðrum flokksranni sem fengið hefur um 15% fylgi í öðrum sveitarfélögum. En samanlagt fylgi þessara tvegga samtakahópa, Gnarrista og "Bjartrar framtíðar", er ekki nema 15,6% nú í Reykjavík!

Ef þú tekur ekki eftir þessum grunnstaðreyndum Ómar, hvar misstirðu þá þitt fréttamanns-nef?

Jón Valur Jensson, 2.6.2014 kl. 02:13

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samfylkingarfylgið hrundi úr 29,8% niður í 12,9% vorið 2013.

Nú gerðist ekki minna hrun hjá svokölluðum "Besta flokki"!

Jón Valur Jensson, 2.6.2014 kl. 02:15

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og jafnvel "Steini Briem," sem styður allt sem styður ESB-tröllið leynt eða ljóst, hann hlýtur að fatta þetta, hvernig sem hann kann að láta.

Jón Valur Jensson, 2.6.2014 kl. 02:18

14 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Besti flokkurinn var stemmningsframboð og í raun kom það á besta tíma. Við horfðum uppá ömurlegar sápuoperur 2006-2010 sem var öllum flokkum til skammar. Samfylkingin naut góðs af samstarfinu og auðvitað héldu leyfar Besta flokksins eftir einhverju fólki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði í raun ekkert nýtt til að sporna við ömurlegu gengi undanfarin ár. En ekki má gleyma R-lista samstarfi sem hófst 1994 og endaði 2006. Svo ekki er hægt að tala um töp eða sigra sjálfstæðisflokksins fyrr en þeir vinna loksins kosningar í Reykjavík.Kjörsóknin var ömurleg og niðurlægjandi fyrir þá frambjóðendur sem voru í forsvari allra flokka,min spurning er sú , hvað er að ? Fólk lemur pönnur til að fá að kjósa og heimtar aðkomu en mætir ekki í kosningar ? hvað er það ?

Stefán Óli Sæbjörnsson, 2.6.2014 kl. 03:49

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá skipta persónur stundum miklu máli í pólitík eins og sigurganga Davíðs Oddssonar á sínum tíma ber vitni um.

Jón Gnarr og Dagur voru límið í samstarfi Sf og Besta flokksins og Jón skildi eftir sig tómarúm við brottför sína sem Dagur kom inn í með einhverju mesta persónufylgi sem lengi hefur sést í borginni.

Fylgið færist að stórum hluta yfir á hann en við brottför Jóns hrynur fylgi samstarfsflokks Sf.  

Hanna Birna stóð sig vel sem borgarstjóri þann stutta tíma sem það stóð en við brottför hennar hrynur fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Þessi tvö, Jón Gnarr og Hanna Birna, eru myndbirting svipaðs fyrirbæris og koma bæði ró og vinnufriði á eftir fádæma róstusamt óróatímabil fyrir 2009.

Mér finnst barnalegt af Hönnu Birnu að leyfa Jóni ekki að deila með sér heiðri tveggja borgarstjóra af því að hafa átt þátt í að koma á vinnufriði, heldur fara að skíta hann út, - veit raunar ekki á hvaða leið hún er eftir að hún fór í landsmálin.     

Ómar Ragnarsson, 2.6.2014 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband