Tómlæti varðandi mannréttindabrot geta komið okkur í koll.

Í nokkur ár hef ég fylgst með því áhyggjufullur hvernig fólk ypptir öxlum og lætur sér fátt um finnast þótt beitt sé ólöglegum njósnum með símhlerunum og brotin með því mannréttindi, sem eru hornsteinn vestræns lýðræðis og frelsis.

Upplýsingar mínar og fleiri um þessi mál hafa ekki vakið hina minnstu athygli, heldur lætur fólk eins og þetta séu sjálfsagðir hlutir.

Oft er þetta sama fólkið og átti ekki orð af hneykslun yfir njósnum STASI og leyniþjónustunni í kommúnistaríkjum Evrópu á sínum tíma.

Því finnst sennilega að þetta sé í góðu lagi hér með því að nota sama orðalagið um þá sem hleraðir eru og um þá sem beittir voru harðræði og ólöglegum yfirheyrslum í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum á sínum tíma: "Þetta eru nú engir kórdrengir".

Í umræðunni núna um ýmis mál sjást vaxandi merki þess að fólk sé reiðubúið til að gefa afslátt á mannréttindum, jafnvel þótt þau séu grundvöllur stjórnkerfis í lýðræðislandi, þar sem frelsi og jafnræði eiga að vera hornsteinar.

Hugarfarið að baki beitingu valds og mannréttindabrota er lúmskt, því að sé það látið afskiptalaust eða óáreitt veldur eftirgjöfin hættu á að það færist sífellt í aukana og að það muni fyrr eða síðar koma okkur í koll.  

Í minntist í fyrradag í bloggi á heræfinguna Norður-Víking 1999. Það ár stóð yfir mikil deila, sem nefnd var Eyjabakkadeilan og helstu þátttakendur í þeirri deilu voru annars vegar íslenskt náttúruverndarfólk, en hins vegar þáverandi valdhafar með utanríkisráðherra í broddi fylkingar.

Heræfingin var að vísu skráð á ábyrgð NATO en það hefði verið óhugsandi í frjálsu ríki að erlendur her æfði sig í að sprengja náttúruverndarfólk í tætlur á hálendi landsins með öflugust hertólum heims nema með samþykki utanrikisráðherra þess lands og hugsanlega að hans frumkvæði.

Svo sofandi var ég sjálfur yfir eðli þessa máls á þeim tíma, að ég sá engan veginn alvarleika málsins þá og vaknaði ekki til vitundar um það, fyrr en Andri Snær Magnason rifjaði það upp í bók sinni "Framtíðarlandið".

Nú sé ég að svo virðist sem allir virðist jafn sofandi yfir þessu máli og öðrum af svipuðum toga nú og 1999. Það er uggvænlegt.  


mbl.is Kerfisbundin „mistök“ saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rakst á þessa athugasemd við frétt Daily mail frá Birmingham. Tek undir hvert orð:

When you look at how religious fanatics and corporate Europe are teaming up, we today are on the brink of fascism.

http://www.dailymail.co.uk/news/article-2651346/Trojan-Horse-school-not-doing-combat-extremism-offers-lessons-holy-war

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 11:45

2 identicon

Mikið rétt hjá þér. En kerfið vinnur ávallt gegn fólki, hvernig sem á því stendur. Verður að einhverskonar grýlu sem enginn ræður við. Sjáðu td. svar sérstaks saksóknara,

" Sér­stak­ur sak­sókn­ari tek­ur sér­stak­lega fram að aldrei hafi verið hlustað á þessi sím­töl við rann­sókn mál­anna þannig að trúnaður hafi verið virt­ur."

Já, já. Auðvitiað trúum við þessu úr því hann sagði það og sérstaklega vegna þess að "„Rík­is­sak­sókn­ari met­ur þær skýr­ing­ar full­nægj­andi."

Samt sem áður er er verið að brjóta lög og þau lög eru refsiverð. Ríkissaksóknari finnst það ekkert merkilegt vegna þess að það er kollegi hans sem fremur það lögbrot.

Um er að ræða brot gegn rétt­ind­um sem var­in eru af stjórn­ar­skrá og ákvæðum mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Þeim finnst það ekki vera merkilegra en svo, að komið er fram með svör eins og fólk séu fífl.

Ef við yrðum staðin að svona lögbrotum væri búið að  setja okkur í steininn strax í gær.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 12:23

3 identicon

Sæll Ómar.

Leiða má líkur að því vegna alls þess fjölda sem telur
að sími sé hleraður að slíkt sé miklu algengara í lokuðum
kerfum en menn gera sér grein fyrir.

Með lokuðu kerfi er átt við t.d. fyrirtækið ABCZ sem getur
verið með símakerfi sem byggist á talnarunu í ákveðinni röð
eða einfaldlega deilir út frá einni og sömu tölu.
Vandræðalaust með öllu að taka upp öll samtöl.

Fyrirtækið ABCZ hefur með dómi sem þegar hefur gengið
fortakslausan umráðarétt yfir öllum tölvupósti, réttinn til
að lesa öll tölvusamskipti starfsmanna sinna, - og gerði
það auðvitað áður en sá dómur gekk!

En vitanlega er það svo að tölvuheimurinn og sú tækni sem
þar er aðgengileg sér við þessu með sínu lagi; hann er
alltaf á undan.

Síðan má ekki gleyma "trúnaðarvininum" sem sér um að
koma öllu út en neitar öllu ef eftir er leitað þó reyndar
skemmtilegustu lausnirnar liggi þar í formi þess að hann hlaupi
með lygafréttir og er svo sem innan þess sem þegar hefur
verið sagt!

Heimilistölvur oft lítt varðar og menn stunda að lesa þar
allan póst og hvaðeina annað sem þeir vilja.
Ný tækni gerir þetta mögulegt með auðveldum hætti fyrir
hvern og einn sem á annað borð hefur áhuga fyrir slíku.

En er bráðnauðsynlegt að tala frá sér allt vit hvort heldur í síma
eða tölvupósti?

Húsari. (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 14:43

4 identicon

Andskotinn hafi það

Hér tapaði almúginn sparifénu sínu og þá þarfa allt í einu að viðra mannréttindi þeirra sem settu allt hér á haus. Íslendingarf þurfa síst á einhverju amerísku réttarkerfi að halda og ef þetta átti að vera í "nýju" stjórnarskránni þá er eitthvað verulega bogið við íslenskt hugarfar 

Grímur (IP-tala skráð) 7.6.2014 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband