Miskunnsami Samverjinn ekki lengur til ?

Sagan af blóðuga manninum í strætóskýlinu, sem enginn vildi sinna, er afar lík dæmisögu Krists um miskunnsama Samverjann, lítils metinn aðkomumann, sem líknaði særðum manni eftir að mikilsmetnir "heimamenn" höfðu gengið framhjá án þess að hreyfa fingur til hjálpar.

 Það eina sem vantar í söguna til að hún sé sambærileg  er að eftir að hinir göfugu Íslendingar hefðu gengið framhjá hinum misþyrmda í strætóskýlinu hefið borið þar að Pólverja eða erlendan múslimatrúar innflytjenda, sem hefði líknað hinum særða.

Miskunnsamir Samverjar verða ætíð til á jörðinni, skulum við vona. Á því byggist tilvera samtaka eins og Rauða krossins eða Mannréttindasamtakanna. Vonandi var það tilviljun að enginn miskunnsamur Samverji átti leið um Vonarstrætið um hálf sjö leytið í gærkvöldi.

Sú frásögn hins særða að hann muni ekki eftir útliti árásarmannsins finnst mér sennileg. Sú var mín reynsla þegar óður maður hljóp að mér út úr bíl hér um árið með æðisglampa í reiðiþrútnu andliti, skók hnefann og öskraði: "Ég skal drepa þig, helvítið þitt!"

Ég sat inni í litla gamla NSU-Prinz bílnum sem lötraði áfram á mjög hægri ferð þegar þetta gerðist, því að bensíngjafarbarkinn hafði slitnað. Það vildi mér til happs að þessi fislétti örbíll er með mjög léttu og snöggu stýri, svo að ég gat svipt bílnum til þar sem maðurinn kom á móti honum vinstra megin, svo að hann lenti hægra megin við hann í staðinn.

En svo óður var hann, að hann sló með krepptum hnefa í gegnum hægri framrúðuna, svo að hún brotnaði og blóð og glerbrot dreifðust um bílinn.

Svo sjökkeraður varð ég að ég gat þá og get enn með engu móti munað eftir því hvernig maðurinn leit út eða af hvaða gerð bíllinn var sem hann kom hlaupandi út úr, og er þó forfallinn ástríðu bíladellukarl.   

Sumir kunna að vona að saga særða mannsins sem lá í blóði sínu í Vonarstræti sé tilbúningur. Svo þarf hins vegar ekki að vera. Svona atvik virðast gerast svo víða í heiminum og helst þar sem margt fólk er á ferli í þéttbýli, þar sem ákveðin firring og sinnuleysi hefur síast inn í okkur í margmenninu og daglegum erli.

 


mbl.is Lá í blóði sínu og allir gengu hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er land þar sem er til sérstakur sími til að tilkynna fólk fyrir fórnarlamba lausa "glæpi" (sem þriðjungur þjóðarinnar gera)

Sem þýðir að þriðjungur þjóðarinnar lítur á rest sem hættulegan óvin.

Þar að auki er þetta þjóð sem skiptir "kökunni" svona. 2% fá 98% af kökunni.

Sem þýðir að við búum ennþá í frumskóginum og þeir hæfustu fá Allt.

Sem þýðir að allar mýsnar eru uppteknar af sinni eigin björg og vita það að í raun er engin fyrir enga.

Við búum í landi þar sem er verið að rústa heilbrigðiskerfinu svo að vinir fá að græða á því.

Landi sem er verið að selja allt sem þjóðin á, til að vinir fái að græða á því.

Landi þar sem gamalmenni eru fucked.

Landi þar sem einelti viðgengst og allir sem eru öðruvísi, fá að kenna á því.

Eflaust er hægt að telja upp eitthvað meira, en ég nenni því ekki.

Við fáum það sem við sáum. :)

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 12:18

2 identicon

"Miskunnsami Samverjinn ekki lengur til?"

Allaveganna ekki í innanríkisráðuneytinu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 12:36

3 identicon

Jú miskunsami samverjin er til. Amk geng ég ekki framhjá samborgurum mínum í neyð. Hef ekkei gert það og mun ekki gera það. Enn landið er jú fullt af aumingjum ekki vantar það!

ólafur (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 12:38

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sögur af andláti miskunnsama samverjans eru sem betur fer ýktar.

En það er ekki stjórnvöldum að þakka, heldur þrátt fyrir þau.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2014 kl. 14:14

5 Smámynd: Valur Arnarson

Miskunnsama samverjanum var úthýst úr skólum Reykjavíkurborgar ásamt öllu því sem kristilegt er. Þetta er það sem koma skal!

Valur Arnarson, 24.6.2014 kl. 22:05

6 identicon

Eins lítið og ég hef dvalist í Reykjavík, varð ég hissa á þessu viðmóti. Kom að manni illa börðum eftir pöbbarölt fyrir margt löngu (fyrir GSM) og fór að hlúa að, - það hafði þó einhver hlaupið í símaklefa, en enginn kom nálægt manninum og athugað t.a.m. læsta hliðarlegu og öndun o.þ.h.
Lenti svo í svipuðu í hitteðfyrra eða svo , þar sem einhver ræfill lá á Laugavegi, ekki svo langt frá Hlemmi, og þar með ekki frá HQ í Hverfisgötu. Tékkaði á gæjanum, ábyggilega snardópaður eða eitthvað, en andandi og lifandi með púls, og hringdi í 112. Komu þá til mín tvær konur og sögðust hafa gert þetta, og vildu ekki sleppa af honum sjónum fyrr en það kæmi sjúkrabíll.
Þrátt fyrir mína hringingu, sem ekki var sérstaklega mjúkt orðuð, náði garmurinn að ranka við sér og skríða í skjól. Útkallsbíllinn fann hann ekki, þar sem frá fyrstu hringingu liðu líklega 25 mínútur þar til þeir sáust og gripu í tómt. Göngufæri var nú ekki nema 3 mínútur eða svo fyrir svona labbakút eins og mig, - en ég er þó frekar léttur á löpp.
Konurnar voru úr Húnaþingi, og pössuðu grannt upp á að ekkert misjafnt væri gert við garminn á meðan hjálp bærist.
Er þetta eins úti á landi? Mér fannst það ólýsanlega ömulegt að horfa á mannstrauminn klofa yfir "líkið" eins og ekkert væri, bara til að forðast eitthvert vesen.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 23:01

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fjöldi fólks hefur verið barinn á landsbyggðinni án þess að nokkur komi því til hjálpar.

Þorsteinn Briem, 24.6.2014 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband