Slæmar fréttir og góðar fréttir.

Þegar fólk verður fyrir áföllum, smáum eða stórum, getur oft verið huggun harmi gegn að leita að bjartri lið á málinu. "Fátt er svo með öllu illt, að ei boði gott."

Það, að ná botninum, hefur hent marga, meðal annars okkur Íslendinga, þegar við töpuðum fyrir Dönum 14:2, sem er sama markahlutfall og 7:1.

Svona endemis tap og það að hafa náð botninum er að vísu slæm frétt, en góða fréttin er sú, að frá botninum liggur aðeins ein leið, þ. e. upp á við.

Íslendingar tóku þrjú ár í að vinna úr 14:2 tapinu og gerðu jafntefli við Dani þremur árum síðar.

Önnur góð frétt sem hin hliðin á slæmu fréttinni: Ósigrar eru til að læra af þeim, og því stærri sem ósigurinn er, því meira er hægt að læra af honum.

 


mbl.is Botninum hefur verið náð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn marga hildi háð,
hefur gegnum árin,
bráðum hefur botni náð,
brosir gegnum tárin.

Þorsteinn Briem, 9.7.2014 kl. 17:48

2 identicon

Leiðinglegast er samt þegar einstaklingar nota "áföllin" sem afsökun fyrir öllu sem miður fer eftir það 

Grímur (IP-tala skráð) 9.7.2014 kl. 20:44

3 Smámynd: Már Elíson

Þarna datt inn góð vísa, Steini Briem - Bæði góð...og sönn.

Már Elíson, 9.7.2014 kl. 22:48

4 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Aðeins þekkjum við Íslendingar þetta Ómar. Ekki bara 14-2 líkt og þú minnist á.

Reyndar í þjóðaríþrótt okkar handbolta. Að lokinni eftirleitan og "baráttu" fengum við að halda HM í handbolta hérlendis. Þrátt fyrir ágæta getu á þeim tímapunkti, (stærstu sigrarnir komu reyndar síðar) náðum við engan veginn að höndla spennustigið á heimavelli. Úrslit leikja voru útúr kú. Aðeins einn leikmaður lék undir getu og barðist Geir Sveinsson línumaður. Náði ekki hinum með sér.

P.Valdimar Guðjónsson, 10.7.2014 kl. 05:00

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

" lék eftir bestu getu" átti þetta reyndar að vera...

P.Valdimar Guðjónsson, 10.7.2014 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband