Hálft svar.

Stefán Eiríksson segir að hann hafi ekki sótt um og fengið annað starf en lögreglustjórastarfið vegna þrýstings frá inanríkisráðherra. 

Gott og vel, þetta svar má alveg taka trúanlegt.  

En þetta er ekki nema hálft svar, því að Stefán vill ekki ræða um það né svara því beint, hver samskipti hans og ráðherrans hafi verið, og ekki hvort hann hafði hvort eð er ákveðið að skipta um starf.

Þar með er því ósvarað hvort ráðherrann beitti hann þrýstingu á einhvern hátt, þótt úr svari Stefáns megi lesa að jafnvel þótt svo væri, hefði það engu ráðið um að hann sótti um annað starf.

Það er því eðlilegt að spurt sé um það og billegt að afgreiða málið allt sem "slúður". Eða var tölupósturinn frægi, sem kom þessu öllu af stað, ekki raunverulegur?


mbl.is Tryggvi krefur Hönnu Birnu um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Illa mér á allt það líst,
á þar varð í messu,
ekkert hefur á hann þrýst,
orðinn þó að klessu.

Þorsteinn Briem, 30.7.2014 kl. 22:36

2 identicon

Af hverju hrifsar afturhaldið (Sjallarnir + Framsókn) ekki til sín völdin, t.d. eins og herforingjarnir í Grikklandi gerðu 1967? Jú, það vantar herinn, Víkingasveitin of fámenn og silfurskeiðungar líklega of linir og huglausir til að láta til skara skríða.

 

En lýðræðið hefur þegar verið lagt til hliðar hér á klakanum á ýmsa vegu;

rík­is­eign­ir af­hent­ar vin­um og kunn­ingj­um, ráðherrar og yfirmenn eftirlitsstofnanna sinntu ekki skyldu sinni, þjóðaratkvæðagreiðslur virtar að vettugi eða dæmdar ógildar af fulltrúum valdhafa í Hæstarétti, kosningaloforð svikin, ráðherrar leka gögnum og ljúga að Alþingi, dæmdur afbrotamaður skipaður sendiherrra etc, etc.

 

Hvað ætlar fólk að láta bjóða sér þetta lengi?

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2014 kl. 22:41

4 identicon

Ég hef ekki fylgst náið með þessu "minnisblaðsmáli" en  finnst þó merkilegt ef rétt er sem kemur fram í umfjöllun Evu Hauks í kvennablaðinu, að minnisblaðinu fræga hafi verið lekið sama dag og það var skrifað.  Bendir sterklega til að því hafi verið lekið af þeim sem skrifaði það!

           Það að lögreglustjóri eigi að rannsaka gerðir yfirmanns síns þ.e. innanríkisráðherra er gjörsamlega ómögulegt ástand.  Lágmark er að yfirmaðurinn víki frá meðan rannsókn fer fram, Hanna Birna gerði það ekki og mun líklegast hrökklast úr pólitík fyrir vikið. (Kanski verður hún gerð að sendiherra þegar Geir hættir) 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 01:01

5 identicon

"Það er sumar, sumar, sumar og sól" . . . :)

J. Smith (IP-tala skráð) 31.7.2014 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband