Nei, nei, nei. Það getur ekki verið að "eitthvað annað" sé svona merkilegt.

Daglegir vitnisburðir úrlendinga um kynni sín af einstæðri náttúru Íslands varpa ljósi á þá þröngsýni, sem við Íslendingar höfum verið haldnir gagnvart henni um aldir.

Í okkar augum hafa hraun verið ljót, eldfjöllin hræðileg, víðátturnar með söndum, auðnum, vinjum og hrollköldum jöklum fráhrindandi, en þykkir skógar, "bleikir akrar og slegin tún" hámark fegurðarinnar.  

Enginn einn atburður hefur breytt eins mikið viðhorfi útlendinga til Íslands og gosið í Eyjafjallajökli 2010. Síðan kom Grímsvatnagosið árið eftir og hnykkti á því.

Vorið 2010 voru viðbrögðin hér heima við gosinu í Eyjafjallajökli samkvæmt rúmlega 1100 ára gamalli hefð, almennir kveinstafir og sjálfsvorkunn.

Ferðaþjónustan, hluti af því sem hafði verið í háðungarskyni kallað "eitthvað annað", "fjallagrasatínsla", "leið inn í torfkofana" o. s. frv., væri á leið í hundana á meðan stóriðja og virkjanir væru það eina sem gætu "bjargað þjóðinni."  

Að vísu bitnaði gosið mjög óþyrmilega á næstu nágrönnum þess og var full ástæða til þess að sýna þeim samúð. Það erfiða ástand stóð þó tiltölulega stutt yfir og innan árs hafði það allt unnist upp og vel það með alveg nýjum möguleikum í upplifunarferðamennsku. 

En mér sýndist frá upphafi vera ástæða til að hafa uppi kröftugt andóf gegn barlómnum hér á síðunni og fullyrða að aldrei fyrr í sögu landsins hefði landið og náttúra þess fengið jafn gríðarlega kynningu, sem myndi reynast lyftistöng fyrir okkur.

Samstarf mitt við erlent fjölmiðlafólk, ljósmyndara, kvikmyndargerðarmenn vegna þessara eldgosa sannfærði mig um það, hvaða möguleikar voru að opnast.  

En í þessu efni var talað fyrir jafn daufum eyrum hér á síðunni og í heilan áratug á undan frá því að allt var lagt í sölurnar fyrir stefnuna "áfram árangur - ekkert stopp", en þar var átt við áfram árangur við að framfylgja stóriðjustefnunni til hins ítrasta.

Nú, fjórum árum síðar, hefur ferðaþjónustan næstum því tvöfaldast, þetta sem átti að vera svo vonlaust af því að það væri "eitthvað annað."

Raunar eru um 99% starfa í þjóðfélaginu við eitthvað annað en störf í álverunum, en það er eins og engin leið sé að koma þeirri staðreynd á framfæri né heldur þvi að vegna nálægðar okkar við íslenska náttúru sjáum við alls ekki einstætt gildi hennar á heimsvísu, af því að okkur finnst hún svo hversdagsleg.  


mbl.is Einstök náttúra Snæfellsness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.7.2014:

"Í fyrsta skipti í sögu landsins skilar þjónustuútflutningur þjóðarbúinu meiri tekjum en vöruútflutningur og þar munar mestu um ferðaþjónustu.

Um 2,4 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs, 2014."

"Neikvæðan vöruskiptajöfnuð á fyrri hluta ársins má aðallega skýra með tvennu:

Lægra verðmæti sjávarafurða og lægra álverði en á sama tíma í fyrra.

Tiltölulega lágt verð er á okkar helstu útflutningsafurðum og þar vegur lækkandi álverð hvað þyngst," segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

"Við höfum ekki náð að auka vöruútflutning eftir hrun, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið í sögulegu lágmarki.

En þjónustuútflutningur hefur aukist, einkum vegna ferðaþjónustu, og þaðan eru útflutningstekjurnar að koma.""

Þjónusta skilar nú meiru en vöruútflutningur

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 22:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park


"Hann var það
, Steini, þegar ég kom þangað 2008."

Ómar Ragnarsson
, 20.3.2013
kl. 21:12

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 22:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011:

Tæp 47% svarenda voru með há laun eða laun yfir meðallagi, rúm 39% með laun í meðallagi (samtals 86%) og tæp 14% með lág laun eða laun undir meðallagi.

Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi sumarið 2011 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 22:49

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Könnun meðal erlendra ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 (frá september til maí):

  • Tæplega helmingur (47,5%) svarenda var með há laun eða laun yfir meðallagi, um 41% með laun í meðallagi og um 11% með lág laun eða laun undir meðallagi.

  • Helmingur svarenda var í stjórnunar- eða sérfræðistörfum, 13,1% í skrifstofu- eða þjónustustörfum, 10,1% voru nemar, 8,3% ellilífeyrisþegar eða heimavinnandi, 6% sérhæft starfsfólk eða tæknar og 12,1% í öðrum störfum.
Erlendir ferðamenn sem dvöldu hér á Íslandi veturinn 2011-2012 - Ferðamálastofa

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 22:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 22:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Þorsteinn Briem, 4.8.2014 kl. 22:59

7 identicon

Hvort ætli sé þjóðarbúinu hagstæðara: 6% vinnuafls í vinnu sem skilar um 25% af tekjunum eða 1% vinnuafls í vinnu sem skilar um 20% af tekjunum. Ef við hækkuðum þetta 1% um þessi 6% hefðu tekjurnar aukist um 120% en ekki þessi 25% sem fólk er að slefa yfir.

Þegar "eitthvað annað" kostar fimm sinnum fleiri starfsmenn til að skila sama árangri og "hitt" þá er nokkuð augljóst að sá gjaldeyrir er dýru verði keyptur.

Frammari T (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 01:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 01:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 01:32

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 01:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Landsvirkjun tapaði 4,4 milljörðum króna árið 2013 vegna lækkandi álverðs

26.2.2014:


"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 01:38

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
til að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 01:42

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.10.2013:

"Álverð hefur lækkað skarpt frá því vorið 2011.

Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 01:47

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.3.2012:

"Þrjú álver eru rekin hér á Íslandi og hjá þeim starfa um tvö þúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast um 4.800 starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samtök álframleiðenda."

Þar að auki er ferðaþjónusta í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Stóriðja er hins vegar og verður einungis á örfáum stöðum á landinu.

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 01:57

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness (um 80%), og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12.6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 02:03

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps,
Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum - Sjá bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 02:04

18 identicon

Mér finnst íslensk náttúra einstaklega falleg og

það skemmtilegasta sem ég geri er að ljósmynda hana

að vera úti og skoða fallega náttúru eru mikil forréttindi

og maður á að bera virðingu fyrir henni.

eina sem mig vantar er að ljósmynda hana einnig

úr lofti.

Arnar Bergur Gudjonsson (IP-tala skráð) 5.8.2014 kl. 02:11

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Ónýta Ísland” kyrja Evrópusinnar “ónýta króna”,já endilega selja /gefa þetta allt. Já fegurð Íslands breytist ekkert þótt nýtum fallvötnin.Þau sameina þá fegurðina og nýtinguna,þótt Eyjabakkar hefðu hugnast mér betur til virkjana. Ferðamenn eru hugfangnir af Kárahnjúkavirkjun og fjölmenna þangað til að sjá hvernig Íslendingar nýta það sem landið býður upp á,án þess að það skyggi á nánasta umhverfi. Til hvers að láta þetta vatn falla ár og síð til sjávar,til hvers að lata vinda næða um landið án þess að nýta það til orkuframleiðslu,þótt vindmyllur þyki flestum til óprýði. Það er nú bara svo með þróun hún gerist hægt. Þannig hefur okkur lærst að meta t.d. fisktegundir sem þóttu ekki mannamatur. Eins er með nýjar bylgjur í fjallgöngum,sem ég þekki vel til. Allt er þetta framfarir og ætti að hylla þá frumkvöðla sem virkjuðu,svo hitunar og rafmagnskostnaður er óvíða ódýrari. Má benda á að rafmagn til útlutnings hefði þótt draumórar áður fyrr. Ál ýmist hækkar eða lækkar,þannig er það með fisk. En ferðamenn verða ekki ævinlega í þessum mæli,enda farið að kalla á kostnað vegna ágangs. Ísland er gósenland,sem Esb ásælist,einkennilegt að leggjast í hraun sem er bara jarðvegur sem þarf að flytja vegna samgangna,rétt eins og flugvöllinn (að sagt er),sem er ekki hótinu ómerkiegri en hraunið. Fólk í forgang,þegar kemur að því að komast leiðar sinnar í þéttbýli.

Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2014 kl. 05:20

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 05:54

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Framsókn minnkar smátt og smátt,
í sveitum tíu prósent,
Sigmundur nú segir fátt,
en Sigrún orðin hvasstennt.

Ísland best í heimi! - Saffran og kóríander í Móðuharðindunum - Framsóknarflokkurinn

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 05:58

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 06:00

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Gallup 1.8.2014:

Samfylking 18%,

Björt framtíð 15%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 8%.

Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 41% og þar af Framsóknarflokkur 13%.

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 06:04

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 5.8.2014 kl. 06:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband