Vel til fundið að heiðra Jón Gnarr.

Eitthvert gleðilegasta fyrirbærið, sem komið hefur inn í íslenskt þjóðlíf, er hin árlega Gleðiganga hinsegin fólks. Það er að mínum dómi Íslandi til sóma hve mikla athygli þessi ganga vekur víða um lönd og hve mikið lítil þjóð eins og við Íslendingar getur lagt á vogarskálarnir fyrir þennan góða málstað. 

Atbeini Jóns Gnarr borgarstjóra verður seint fullmetinn og því er það vel til fundið að þakka hans stórkostlega framlag með því að kveðja hann sem borgarstjóra á veglegan hátt í göngunni 2014.

Á morgun gerist það í fyrsta sinn að vegna óumflýjanlegra starfa uppi á hálendinu hinum megin á landinu kemst ég ekki til göngunnar en sendi göngufólkinu og öllum þeim, sem berjast fyrir mannréttindum bæði núlifandi fólks og komandi kynslóða mínar heitustu baráttukveðjur og árnaðaróskir.


mbl.is Heiðra Jón Gnarr í gleðigöngunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ojbarasta!

Jón Þórhallsson, 9.8.2014 kl. 10:04

2 identicon

Ganga hins heilaga skólprörs ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 10:17

3 identicon

Jón Garr frábær!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 10:37

4 identicon

Edit: Gnarr

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 14:11

5 identicon

Gód hugmynd.

Hallgrimur Heidar Hannesson likes this

Hallgrimur Heidar Hannesson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 16:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Atbeini Jóns Gnarr borgarstjóra ..."

Hvað áttu við, Ómar? Að hann skyldi taka þátt í slíkri sýningu í kvenmannsfötum? Hver græddi hvað á því?

Og hvað með kröfuna yfirgengilegu um "réttinn til að fá að gefa blóð"? (sbr. hins vegar HÉR! og HÉR!).

Jón Valur Jensson, 9.8.2014 kl. 17:24

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.8.2014 (í fyrradag):

"Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum sem stunda kynlíf með sama kyni að gefa blóð.

Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi.

Í júlí síðastliðnum gaf lögsögumaður Evrópudómstólsins álit í máli fransks karlmanns sem var synjað að gefa blóð vegna kynhneigðar sinnar.

Þar kemur fram að kynhegðun ein og sér réttlæti ekki útskúfun ákveðins hóps frá því að gefa blóð.

Hjördís Birna Hjartardóttir lögfræðingur segir að álitið gefi vísbendingu um að bannið standist ekki skoðun."

Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 17:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðigöngurnar snúast um mannréttindi samkynhneigðra og gleðina sem felst í virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins.

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 17:38

10 identicon

Einu sinni nægði að vita að einstaklingar væru góðar manneskjur
en nú er gerð krafa að maður geti flokkað alla í rétt hólf
"lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, transfólk og intersex"
mikið óttalega er lífið orðið flókið 

Grímur (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 18:09

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Líf framsóknarmanna hefur flækst.

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 18:11

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, Steini! Hvernig verða flestir til? Í fjölskyldum (jafnvel flestir þeirra sem skráðir eru óskilgetnir í byrjun). Og þótt mörg pör skilji, fara flest þeirra í sambönd aftur. Karl+kona+barn/börn er normið.

Og við höfum ekkert við það að gera að eltast við álit einhvers lögfræðistrumps í Brussel. Aðalatriðið, eins og vitur maður sagði, er þetta: "Vitanlega á öryggi almennings að ráða í þessu máli en ekki eitthvað annað sem á ekkert skylt við heilbrigðismál."

Reyndu ekki, Steini, að hafa vit fyrir okkar blóðmeina- og farsóttafræðingum. Þeir vita sem er, að útbreiðsla HIV-veirunnar er a.m.k. mörgum tugum sinnum útbreiddari hlutfallslega meðal samkynhneigðra og tvíkynhneigðra heldur en meðal gagnkynhneigðra.

Jón Valur Jensson, 9.8.2014 kl. 18:12

13 identicon

Jón Gnarr fór ótroðnar slóðir sem stjórnmálamaður og sem borgarstjóri. Svo ótroðnar að ófáir innbyggjarar og pólitíkusar gamla íhaldsskólans urðu klumsa, vissu hvorki í þennan heim né annan. Hreinlega gapandi af undrun og ráðaleysi. Birtu þar með heimóttarskap, þröngsýni og ignorance, sem margir höfðu ekki áttað sig á.

Stutt dvöl Jóns í pólitík á eftir að hafa sterk og afgerandi áhrif á kolruglaða og afturhaldssama pólitík á skerinu. Ekki væri nú vanþörf á.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.8.2014 kl. 18:15

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðigöngurnar snúast um mannréttindi samkynhneigðra og lögbrot að hæðast opinberlega að samkynhneigð.

Fólk ákveður ekki sjálft hvort það er samkynhneigt.

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 18:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 18:27

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson heldur náttúrlega að Kristilegi flokkurinn, báðir félagarnir, deyi út vegna samkynhneigðar.

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 18:30

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Öll mannréttinda- og neytendavernd hefur komið frá Evrópu, óumbeðin og í óþökk íslenskra yfirvalda, allt frá mannvirðingarákvæðum í stjórnarskránni frá 1874 og að þessum nýjustu mannréttindadómum."

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 18:56

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kom verkfallsréttur, vökulögin og tryggingalöggjöfin frá meginlandinu, Steini?

Nei, vitaskuld ekki. Þú blaðrar bara í vanþekkingu þinni.

Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns, enginn samkynhneigður þar.

Skætingur Steina sýnir, að hann er ekki í jafnvægi; og ekki svaraði hann rökum hér.

Jón Valur Jensson, 9.8.2014 kl. 19:47

19 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Langar bara benda á að í REGLUGERÐ um söfnun, meðferð, varðveislu og dreifingu blóðs (nr. 441/2006), er ekkert minnst á það að banna eigi samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð. Einungis er minnst á kynhegðun fólks, og það getur átt við alla, samkynhneigða sem gankynhneigða. Það virðist því vera einhliða ákvörðun Blóðbankans að vísa hommum á dyr.

Þá er sérstaklega getið að skima eigi heilblóðseiningar fyrir sýkingum vegna lifrabólgu B og C, sem og eyðniveiru 1 eða 2 (mótefni gegn eyðniveiru 1 eða 2 (Anti-HIV 1/2)). Treystir Blóðbankinn ekki eigin skimunaraðferðum nægjanlega að talið er ástæða til að meina samkynhneigðum að gefa blóð vegna hættu á smiti?

Reglugerðina er að finna hér: http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/441-2006

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2014 kl. 20:14

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Starfsreglur Blóðbankans í þessu efni eru ekkert sérstakar fyrir Ísland.

Engin ráðherrareglugerð breytir því, að farið er fram af ýtrustu varkárni. Eini RÉTTURINN í þessu efni er réttur okkar allra til þess, að í tilfelli brýnnar nauðsynjar að fá blóð, sé það gert með sem öruggustum hætti. Þess vegna eru jafnvel menn á blóðþynningarlyfjum ekki meðteknir sem blóðgjafar. Og það tekur hálft ár frá HIV-smiti til að sjá það smit.

Vísað er til (örfárra) erlendra undantekninga, en eru það dæmigerðir samkynhneigðir karlmenn sem hafa ekki haft kynmök í hálft eða eitt eða þrjú ár eða lengur? Og á að treysta á minni þeirra og sannsögli í þeim efnum -- ekki bara þessara manna á Íslandi, heldur um allan heim?

Þar að auki er Blóðbankinn í samstarfi við erlendar heilbrigðisstofnanir sem beita sömu standördum í öryggiskröfum, skiptzt er jafnvel (á grunni þess) á blóðsýnum eða öðru tengdu efni og fráleitt að fara að hætta því samstarfi út í bláinn.

Róttæklingar ættu að finna sér eitthvert annað réttindamál en þetta, eða ætla þeir líka að berjast fyrir "rétti vændiskvenna og sprautufíkla til að gefa blóð"?

Jón Valur Jensson, 9.8.2014 kl. 20:36

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.8.2014 (í fyrradag):

"Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum sem stunda kynlíf með sama kyni að gefa blóð.

Í júlí síðastliðnum gaf lögsögumaður Evrópudómstólsins álit í máli fransks karlmanns sem var synjað að gefa blóð vegna kynhneigðar sinnar."

Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 20:53

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Originating in Europe, trade unions became popular in many countries during the Industrial Revolution."

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:04

23 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Allar blóðgjafir eru rekjanlegar. Það væri þess vegna alveg hægt að leyfa samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð og eyða því svo án þess að blóðgjafnn komist að því. Málið dautt! (Tek fram að ég er ekki að mæla með því að slíkt vinnulag sé tekið upp.)

Það er sömuleiðis alveg hægt að koma í veg fyrir að blóð úr samkynhneigðum færi til erlendra blóðbanka sem skiptiblóð.

Í Bretlandi er samkynhneigðum karlmönnum leyft að gefa blóð ef þeir hafa ekki haft mök við annan karlmann í 12 mánuði. Sama á við um konur sem hafa mök við tvíkynhneigða karla yfir sama tímabil. Þetta viðmið væri auðveldlega hægt að taka upp á Íslandi ef menn vildu.

Skyldan að segja satt og rétt frá sinni heilsufarssögu mun alltaf liggja hjá einstaklingnum. Jafnt nú sem og þegar reglunum verður breytt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2014 kl. 21:09

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum."

"Mannréttindi á að verja með lögum."

"Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948 [til að mynda af íslenska ríkinu]."

Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:11

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ríki - Mannlegt samfélag er hefur varanleg yfirráð yfir tilteknu landsvæði, býr við lögbundið skipulag og lýtur stjórn er sækir vald sitt til samfélagsins sjálfs en eigi til annarra ríkja, enda fari sú stjórn með æðsta vald í landinu, óháð valdhöfum annarra ríkja að öðru leyti en því er leiðir af reglum þjóðaréttar."

"Stjórnarskrá - Lög sem geyma helstu reglur um stjórnskipun ríkis og helstu grundvallarmannréttindi.

Stjórnarskrá er æðri öðrum réttarheimildum."

"Grundvallarmannréttindi - Mannréttindi sem vernduð eru af mannréttindasáttmálum og yfirlýsingum."

(Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:12

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:12

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.

Tjáningarfrelsi
aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:13

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti kjósenda í gildri þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 samþykkti að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Þjóðaratkvæðagreiðslan
20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Fylgi flokka á landsvísu
- skoðanakönnun Gallup 1.8.2014:

Samfylking 18%,

Björt framtíð 15%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 8%.

Samtals 54%
og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 41% og þar af Framsóknarflokkur 13%.

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:16

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns, enginn samkynhneigður þar."

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:18

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Tæp­lega 100 þúsund manns stóðu stolt­ir og fylgd­ust með Gleðigöngu Hinseg­in daga í miðborg­inni í dag."

(mbl.is. í dag, 9.8.2014.)

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 21:39

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílíkur blaðrari ... og raðruglið frá þessumi Steina!

Jón Valur Jensson, 9.8.2014 kl. 21:51

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fýsnin drap þar fimmtán þá,
flokkinn kristilega,
allir teknir aftan frá,
og alla líka vega.

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 23:03

33 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert líklega hreykinn af þínum eigin sóðaskap, Steini.

Það segir mikið um manninn.

En þetta orti ég um sjálfan þig að gefnu tilefni 2012:

.

Sat á steypu Steini Briem

og starði út í heiðið blátt ;

yrkir steypu og fer með flím

um fósturjörð og hugsar smátt.

.

Jón Valur Jensson, 9.8.2014 kl. 23:35

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, súrsaðir hrútspungar og lundabaggar Kristilega flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.

Þorsteinn Briem, 9.8.2014 kl. 23:54

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Erlingur ritar hér ofar: "Í Bretlandi er samkynhneigðum karlmönnum leyft að gefa blóð ef þeir hafa ekki haft mök við annan karlmann í 12 mánuði. Sama á við um konur sem hafa mök við tvíkynhneigða karla yfir sama tímabil. Þetta viðmið væri auðveldlega hægt að taka upp á Íslandi ef menn vildu."

Og hver mælir eða skráir það, hvort einhverjir hafa ekki haft mök við annan karlmann í 12 mánuði?

Erlingur hefur svar við því: "Skyldan að segja satt og rétt frá sinni heilsufarssögu mun alltaf liggja hjá einstaklingnum."

En þótt skyldan sé þar, eru afleiðingar þess, að menn uppfylli ekki skyldu sína eða misminni hreinlega um kynmök, hugsanlega hættulegar öðrum einstaklingum: blóðþegum.

Ég stórefa, að Erlingur geri sér fulla grein fyrir því, að það er í ýmsum löndum jafnvel meira en hundraðfalt algengari útbreiðsla HIV-smits hjá samkynhneigðum en gagnkynhneigðum. Hér er sagt frá Rúv-frétt byggðri á franskri frumheimild: Hverjir eru 200 sinnum líklegri til að fá AIDS en gagnkynhneigðir? Heimildin er sérfræðingar Heilbrigðiseftirlits Frakklands.

Ennfremur reyndist HIV-nýsmit í hópi danskra homma um 300 sinnum algengara en meðal gagnkynhneigðra, danskra kvenna fyrir nokkrum árum, eins og sagt var frá á Vísisvefnum og nánar tekið á tilvísaðri vefslóð úr þeirri Politiken-frétt, sem var heimildin (og komin frá Statens Serum Institut).

Finnst Erlingi þetta í alvöru engu máli skipta? Og hvað veldur þessum undarlega áhuga hans? Naumast viljinn til að auka öryggi blóðþega, því að ekki eykst það með þessu.

Jón Valur Jensson, 10.8.2014 kl. 02:09

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur með lítinn lim,
að lóknum margir flissað,
but the Devil believes in him,
með bændum Kremlar pissað.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 02:13

37 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leirskáldið Steini heldur áfram sínum ómálefnaleik í sínum sandkassa.

Jón Valur Jensson, 10.8.2014 kl. 02:17

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Allir eru þríeinn þeir,
þursaflokkur versti,
Óli grís er einn plús tveir,
með óteljandi lesti.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 02:19

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini ræðir ekki málefni, ryður bara upp sínum fordómum.

Ekki var þetta vinur þjóðarinnar í Icesave-málinu, enda heitbundinn Evrópusambandinu.

Ólíkt betur var Ólafi Ragnari farið.

Jón Valur Jensson, 10.8.2014 kl. 02:29

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
enda er hann Óli grís,
enn með réttu kyni.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 02:30

41 identicon

Reyndu nú að læra eitthvað í bragfræði, Steini stumpur

HH (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 10:49

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín/ kallinn/ segir/ SÍS,
með/ sínum/ hjartans/ vini,
enda/ er hann/ Óli/ grís,
enn með/ réttu/ kyni.

"er hann" er í lágkveðu.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 10:54

43 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Jón Valur: Ef að þú trúir því virkilega, að ég geri mér ekki fulla grein fyrir þeim áhættuhópi sem samkynhneigðir karlmenn teljast til hvar sem er í heiminum, þá er þér ekki við bjargandi. Að sjálfsögðu skiptir öryggi blóðþega máli.

Það er hins vegar ekkert, alveg ekkert, sem kemur í veg fyrir það að samkynhneigður karlmaður gefi blóð, ef honum sýnist svo, annað en hans eigin (kristilegi?) heiðarleiki og ábyrgðartilfinning. Það er það sem ég er að benda á. Þar skiptir engu máli hvort hommum sé bannað að gefa blóð, eða mælst til að þeri geri það ekki. Sá sem ekki segir rétt frá sinni hegðun undanfarna mánuði til þess að geta gefið blóð kemst í gegnum síuna. Eða er hommaradar í blóðbankanum?

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.8.2014 kl. 11:15

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

""er hann" er í lágkveðu," segir Steini, en samt geta áherzluatkvæði í lágkveðum myndað stuðla, ef rétt er farið að (en ekki, ef það er í tveimur lágkveðum eða ef tvær eða fleiri kveður eru á milli). 3. línan hjá Steina er ofstuðluð -- það þekkist reyndar hjá skáldum, en þau reyna yfirleitt að fara betur með það en hér var gert.

Jón Valur Jensson, 10.8.2014 kl. 15:39

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er bara nokkuð ánægður með það viðhorf þitt og þína vitneskju, sem fram kemur í þessu síðasta innleggi þínu, Erlingur.

Jón Valur Jensson, 10.8.2014 kl. 15:59

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn rottan rauð,
rífur í sig homma,
en Jón Val eigum svartan sauð,
og svo hann Óla komma.

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 18:46

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til herra Páls Gaimard, höfundur Jónas Hallgrímsson:

"Þvílíkar/ færum/ þakkir/ vér
þ
ér sem úr/ fylgsnum/ náttúr/unnar
gersemar/, áður/ aldrei/ kunnar,
með/ óþreyt/anda/ afli/ ber."

(Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, 1. bindi, Reykjavík 1989, bls. 105.)

Hér er /óþreyt/ í hákveðu, /-anda/ í lágkveðu og /afli/ í hákveðu.

"Stundum kemur áherslulaus forliður á undan fyrstu kveðu. Kveður kallast tvíliður eða þríliður eftir atkvæðafjölda.

Bragarháttur kveður á um hvernig hrynjandin á að vera og hvernig stuðlar og höfuðstafir raðast á kveður, en ávallt gildir að ekki má vera of langt á milli ljóðstafa, stuðlarnir mega ekki vera báðir í lágkveðu ... og höfuðstafur er alltaf í fyrstu hákveðu."

Þorsteinn Briem, 10.8.2014 kl. 20:10

48 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú meiri pedantinn, Seini minn.

Og þótt Jónas hafi haft 4. línuna svona, gerði hann það vel, ekki illa eins og sumir. "...anda" er hvort sem er ekki framburðurinn (og kveðan), heldur ...tanda -- svo kenndi Ólafur M. Ólafsson íslenzkukennari hljóðfræðina í MR.

Svo eru kveður ekki bara tvíliðir (réttir eða öfugir) og þríliðir (réttir eða öfugir), heldur líka einliðir (stúfurinn, þ.e. þegar lína endar á einu áherzluatkvæði: Yfir / kaldan / eyði/sand (fjórar kveður).

Jón Valur Jensson, 11.8.2014 kl. 03:09

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu haldið þið vesalingarnir því fram að Jónas Hallgrímsson hafi ekki kunnað bragfræði.

Þorsteinn Briem, 11.8.2014 kl. 03:22

50 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta heitir skáldaleyfi hjá alvöruskáldum (poetic license á ensku).

Og um hvaða "vesalinga" ert þú að tala, hinn ófróði?

Jón Valur Jensson, 11.8.2014 kl. 11:27

51 identicon

Að copy peista er mikið grín,

og finnst varla einn eins mikið tómari.

En þetta gerir hann Steini Briem,

á siðunnu hjá Ómari.

Má þetta, miðað við stuðla og höfuðstafi...??

Rímar samt vel.

M.b.kv.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 11.8.2014 kl. 21:42

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ten things that Irish women could not do in 1970s:

1. Keep their jobs in the public service or in a bank once they married

Women who worked in the civil service had to resign from their jobs when they became wives.

2. Sit on a jury

Any Irish citizen who sat on a jury had to be property owners according to the 1927 Juries Act, thus excluding the majority of women.

3. Buy contraceptives

According to the 1935 Criminal Law Amendment Act, the import, sale and distribution of contraceptives was illegal. As a result the majority of women had no access to contraceptives, apart from the Pill which was sometimes prescribed as a "cycle regulator".

4. Drink in a pub

During the 1970s, most bars refused to allow women to enter a pub. Those who allowed women to enter generally did not serve females pints of beer.

5. Collect their Children’s Allowance

 In 1944, the legislation that introduced the payment of child benefits to parents specified they could only be paid to the father.

6. Women were unable to get a barring order against a violent partner

7. Before 1976 they were unable to own their home outright

According to Irish Law, women had no right to share the family home and her husband could sell their property without her consent.

Read More: Irish women speak out in anger over their abortions in Britain

8. Women could not refuse to have sex with their husband

A husband had the right to have sex with his wife and consent was not an issue in the eyes of the law.

9. Choose her official place of residence

Once married, a woman was deemed to have the same "domicile" as her husband.

10. Women could not get the same pay for jobs as men

In March 1970, the average hourly pay for women was five shillings, while that for men was over nine. The majority of women were paid less than male counterparts."

Þorsteinn Briem, 14.8.2014 kl. 05:01

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Women's right to vote was accepted in Switzerland in 1971."

Þorsteinn Briem, 14.8.2014 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband