Af hverju að gera þetta svona "erfitt og óþægilegt"?

Í viðtölum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra hafa tvo orð verið gegnumgangandi um samskipti hennar og Stefáns Eiríkssonar: "...erfitt og óþægilegt...". 

Að hennar sögn töluðu þau tvo sífellt um það í samtölum sínum hvað málið væri "erfitt og óþægilegt" fyrir þau bæði og voru innilega sammála um það.

Ástæðan er einföld: Yfirmaður var á fundum með undirmanni sínum, sem stóð fyrir lögreglurannsókn á ráðuneyti yfirmannsins og yfirmaðurinn var þar með að skipta sér af rannsókninni, bara með því einu að vera allan tímann að ræða um hana og einstök atriði hennar.  Það var svo "erfitt og óþægilegt". 

Einfalt ráð var við þessu frá upphafi: Að ráðherrann losaði sig við það sem var svona "erfitt og óþægilegt" með því að segja sig að minnsta kosti frá þeim hluta starfs síns sem tengdist verkefnum venjulegs dómsmálaráðuneytis.

Þar með hefði "erfitt og óþægilegt" getað breyst í áttina að því að verða "auðvelt og þægilegt".  


mbl.is Skoða frekari skiptingu ráðuneyta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með því að setja sig í erfiðar og óþægilegar stellingar, ku jafnvel vera hægt að klúðra því sem á að vera "unaðsleg" stund....

Dúri klúri (IP-tala skráð) 28.8.2014 kl. 20:38

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hennar ekki lífið létt,
í lyga þvældist vefnum,
ekkert fellt þar eða slétt,
hjá illa sjalla gefnum.

Þorsteinn Briem, 28.8.2014 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband