Aðeins tap leiðir í ljós, hvort um sannan meistara er að ræða.

Allir bestu afreksmenn og meistarar (champions) sögunnar hafa einhvern tíma tapað á ferlinum, sumir jafnvel furðu oft. En án taps kemur aldrei í ljós hvað raunverulega býr í þeim besta, vegna þess að ræður úrslitum á mati á honum, hvort og hvernig hann vinnur úr ósigri sínum.

Þegar Muhammad Ali dró sig í hlé hafði hann áður verið afskrifaður þrisvar eftir töp fyrir Frazier, Norton og Leon Spinx, en alltaf komið aftur og afsannað það. Það nægði til að skipa honum á stall sem hinum besta, þótt hann færi síðar sem skugginn af sjálfum sér í bardaga sem hann tapaði.

Grettir laut í lægra haldi fyrir Hallmundi, og Jón Páll var ekki ósigrandi. Nú fyrst á eftir að koma í ljós hvort sannur meistari leynist í Gunnari Nelson. Þess vegna er þessi ósigur mikilvægasti áfanginn á íþróttaferli hans.  


mbl.is Gunnar tapaði fyrir Story
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt. Og eins og mesti ökumaður allra tíma, Schumacer sagði eitt sinn. " það þarf engan karakter til að vinna. En það þarf karakter til að tapa.. Og geta horft áfram á næstu keppni sem er sú sem þú munnt, og ættlar að vinna" áfram Gunni!!

óli (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 23:57

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er hollt hverjum sem er að hugsa, eins og þú setur þetta fram Ómar. Það vinnur enginn endalaust. Að því gefnu er ég sammála þér um það, að þetta kemur til með að kveða á um það hvað virkilega býr í Gunnari Nelson. Flottur strákur og gangi honum sem allra best. Það er langt í frá að þetta sé endirinn. Það ætti hins vegar að banna mönnum eldri en 35 ára að taka þátt í bardagaíþróttum og þar dregur tuðarakvikyndið mörkin. berjist menn eftir þann aldur er voðinn vís, eins og dæmin sanna.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 5.10.2014 kl. 01:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Loks þar Nelson laut í gras,
lítið var þó tapið,
Ómar rétt í allt það las,
ekkert stjörnuhrapið.

Þorsteinn Briem, 5.10.2014 kl. 14:51

4 identicon

Flottur Steini!

Samt á ég erfitt með að líta á MMA sem sport, fremur "slagsmál á skólalóð", ofbeldi, hanaslagur. Fyrst og fremst hallærislegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2014 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband