...og ekki var sólarlagið í kvöld síðra.

Það var áhrifamikið að fylgjast með sólarupprásinni á níunda tímanum í morgun og taka myndir af því. 

Sólarlagið í kvöld gaf sólarupprásinni lítið eftir og ég er búinn að setja eina mynd af því inn á facebook síðu mína.

Nú er það svo að á langri ævi hafa blasað við svipuð fyrirbæri fjölmörg kvöld, einkum á vorin og þá með Snæfellsjökul eða Snæfellsnesfjallgarðinn í baksýn.

En gasið úr Holuhrauni breytir litunum þannig að rauði liturinn verður öðruvísi og birtist á öðrum stöðum í litrófinu og móðunni en venjulega.

Rauði liturinn í sólarlaginu í kvöld var útaf fyrir sig nokkuð hefðbundinn en samt óvenjulegur.

En um það getur hver um sig dæmt sem sér myndina á facebook síðunni.

Hana birti ég með viðeigandi texta um þá ranglátu dóma sem í dag voru kveðnir upp yfir fólki, sem vann sér það til sakar að unna fegurstu smíðum íslenskrar náttúru og setjast niður í faðmi hennar í Gálgahrauni fyrir tæpu ári.

Því máli er ekki lokið, þótt stærsta skriðbeltatæki Íslands, 60 víkingarsveitarmönnum vopnuðum gasbrúsum, handjárnum og kylfum hefði verið beitt gegn 25 friðsömum einstaklingum sem hreyfðu hvorki legg né lið.  


mbl.is Rauð sól yfir Reykjavík - myndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar næstum undir varð,
ýtu Hönnu og Bjarna,
ferlegt nú er frekjuskarð,
flokksins sjalla þarna.

Þorsteinn Briem, 9.10.2014 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband