Nýtt aðalatriði í málinu ?

Svo er að sjá að byssumálið svonefnda snúist ekki lengur um rökin fyrir því að kaupa byssurnar heldur um það að kaupandi og seljandi þeirra líti gerólíkt á málið. 

Seljandinn, þ. e. norskir herinn, telur í samtölum við norska fjölmiðla að kaupsamningurinn um byssurnar sé gilt plagg en ekki málamyndagerningur, - í þeirri trú hafir byssurnar verið sendar til Íslands og að Íslendingar hljóti því að borga fyrir þær.

Kaupandinn, íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan, segir hins vegar að þarna hafi verið um málamyndagerning að ræða og að Íslendingar líti á byssurnar sem gjöf og muni ekki borga krónu fyrir þær.

Það sýnist sérkennilegt að þær stofnanir íslenskar sem eiga að halda uppi lögum og reglum líti að kaupsamninga sem marklaus plögg og neiti að standa við þá, þegar kemur að því að uppfylla þá.

Sé svona í pottinn búið er erfitt fyri mann sem Íslending að vera stoltur af slíku framferði.  

En hvor aðilinn segir nú satt í þessu máli?  Er hugsanlegt að leynilega hafi yfirmenn samningsaðila ákveðið að samningurinn væri einungis gerður til málamynda?

Að það hafi þótt heppilegra að forma "gjöfina" á þennan veg til að skapa ekki fordæmi fyri því að norski herinn gefi vopn út og suður?

Að það sé þessvegna sem toga hefur þurft staðreyndir málsins með töngum út úr íslenskum yfirmönnum lögreglu og Landhelgisgæslu?  

Svo að notað sé lögreglumálfæri sýnist málið enn vera óupplýst á meðan framburði aðila ber ekki saman og ekki hefur verið sannreynt hvor segi satt og hvor segi ekki satt.

Við ættum kannski að fá hlutlausan aðila til að rannsaka málið og komast að hinu sanna, til dæmis dönsku lögregluna? 

  


mbl.is Norðmenn fjalla um byssumálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú geta innbyggjar sameinast um að stela þessu af nojurum.

Við borgum ekki!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.10.2014 kl. 15:01

3 identicon

Já, það er ríkt í Íslendingum að öskra "Við borgum ekki!" þegar greiða skal skuldir. Það særir Íslendinginn inn að kviku að vera krafinn um greiðslu skuldar, þó fátt gleðji hann meira en að geta tekið lán. Heiðarleiki telst vera merki um heimsku á Íslandi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 25.10.2014 kl. 16:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Forsvaret har faset ut sine MP5-er. Bare spesialstyrkene skal beholde maskinpistolen som ekstravåpen.

Lengde: 490-680 mm

Kaliber: 9x19 mm

Magasinkapasitet: 15-30

Vekt (uladet): Cirka 2,5 kg

Utgangshastighet: 400 m/sek

Skuddtakt: 13-14 skudd/sek

Kilde: Forsvaret, politiet, Heckler & Koch"

Þorsteinn Briem, 25.10.2014 kl. 16:29

6 identicon

Ég held að lögin í Norgei heimili ekki að opinberar stofnanir gefi gjafir til erlendra aðila sé verðmætið í komið í þessar upphæðir nema heimild sé til staðar í fjárlögum Stórþingsins.

Kannski norsku blöðinn ættu að skoða þennan vinkil heima hjá sér og ef satt reynist þá fer norska ríkisstjórnin líka að riða til falls út af slíkum sýndargjörndingi að láta erlenda aðila fá hluti í eigu skattgreiðenda í Noregi fyrir túkall í staðin  fyrir milljónir ;)

Baldvin Nielsen

Baldvin Nielsen 

B.N. (IP-tala skráð) 25.10.2014 kl. 19:13

7 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Stormur í vatnsglasi!

Erlingur Alfreð Jónsson, 25.10.2014 kl. 21:55

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er sem sagt "stormur í vatnsglasi" að almennir íslenskir lögreglumenn eigi að fá hríðskotabyssur með 14 skot á sekúndu.

"Bare spesialstyrkene skal beholde maskinpistolen som ekstravåpen."

Þorsteinn Briem, 25.10.2014 kl. 22:07

9 identicon

Steini. Hvað skiptir þig hér máli? Hvað þessi vopn skjóta mörgum skotum á sekúndu?? Hvað er ásætanlegt fyrir þig? 9, 7 eða 5 skot á sektúndu? Ekkki vera með svona rugl. þakkaðu bara fyrir að þessi vopn séu hér, og í höndum lögreglunar sem kemur þér og þínum til bjargar þegar þú þarft á því að halda.

ólafur (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 00:14

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki markmið íslenskra lögreglumanna að drepa fólk en það er markmiðið þegar skotið er 14 skotum á sekúndu.

Íslenskir lögreglumenn eru ekki hermenn.

Þorsteinn Briem, 26.10.2014 kl. 00:33

11 Smámynd: K.H.S.

Verdur ad spyrja Jóhönnu um tetta. Hun segist hafa fylgst grant med öllu ī sinni tīd. Byssurnar voru jú fengnar á tíma Stóru Norrænu Velferdarstjórnarinnar.

K.H.S., 26.10.2014 kl. 07:09

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Dag Rist Aamoth, ofursti og fjölmiðlafulltrúi hersins, sagði í samtali við VG að herinn hafi selt Landhelgisgæslunni 250 MP5 vélbyssur á síðasta ári fyrir 625.000 norskar krónur, eða sem svarar til tæplega 11,5 milljóna íslenskra króna.

Þegar blaðamaður spurði hann hvort um sölu eða gjöf hafi verið að ræða, svaraði hann:

"Samningurinn er mjög skýr um að þetta er sala. Þetta er samningur á milli birgðadeildar hersins og Landhelgisgæslunnar og var undirritaður 17. desember 2013."

Þorsteinn Briem, 26.10.2014 kl. 08:41

13 identicon

Steini Brirm svo ríkisstjórn Noregs heldur þá velli

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 10:05

14 identicon

Leiðrétting vegna innsláttarvillu

Steini Briem svo ríkisstjórn Noregs heldur þá velli

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 10:09

15 identicon

Er ekki mikil von hjá mönnum sem halda að ríkisstjórn ÍSLANDSS segi af sér útaf smámáli eða stóru.

Níels Einarsson (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 13:00

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ríkis"stjórn" Íslands heldur alla vega ekki vatni.

Þorsteinn Briem, 26.10.2014 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband