Þinginu hefur mistekist í 70 ár að efna loforð sitt.

Starfið í stjórnlagaráði kom mér á óvart vegna þess hve jákvætt og gefandi það var, þvert ofan í aðra upplifun mína og afspurn af stjórnmálastarfi. 

Allir fulltrúarnir í ráðinu urðu mér afar kærir, ekki síst Eiríkur Bergmann. Samt komum við úr öllum áttum úr samfélaginu með mikið litróf skoðana. Skiptar skoðanir voru um hlutverk forsetans, þingsins og vægi beins lýðræðis og Eiríkur var í hópi þeirra sem vildi að fulltrúalýðræðið og þar með Alþingi væri sterkt. 

Það er fyllilega gilt sjónarmið en ég held að hann hafi ofmetið möguleika þingsins til að leysa úr öllum hlutum og ofmeti það enn, ef hann telur að samráð við þingið hefði leyst málið árið 2011.

Stjórnlagaráði tókst að ljúka vinnu sinni einróma á fjórum mánuðum og ég tel að drögin að stjórnarskránni muni standast dóm framtíðarinnar.

Hins vegar velktist málið fyrir þinginu í 20 mánuði eftir það enda hver höndin þar upp á móti annarri eins og svo sorglega oft.

Málið fór ofan í skotgrafir í þinginu og andstæðingar frumvarpsins þar töfðu fyrir afgreiðslu málsins á alla lund, til dæmis með því að raða inn endalaust umsaganaraðilum sem þyrftu að koma á fund nefndarinnar og trufla einlægan vilja formanns nefndarinnar til að afgreiða málið.

Staðreynd er að þingnefndin hafnaði beiðni stjórnlagaráðs í júlí 2011 um að fá svonefnda Feneyjanefnd og fleiri erlenda sérfræðinga til að leggja þá mat á drögin að frumvarpinu svo að hægt væri að skoða það sem best þá strax og nýta 20 mánuðina sem framundan voru.

Þegar við, nokkrir stjórnlagaráðsfulltrúar, vorum kallaðir á fund nefndarinnar í mars 2012, sjö mánuðum eftir að drögin voru tilbúin, fengum við sjokk við það að uppgötva, að nær ekkert hafði gerst í málinu allan þennan tíma.  

Í stað þess var þetta gert allt of seint þegar þingið var búið að klúðra málinu og það var ekki í fyrsta sinn og ekki það síðasta sem Alþingi Íslendinga hefur koksað á því að efna loforð talsmanna allra flokka á Alþingi 1943 um að setja landinu nýja stjórnarskrá strax eftir lýðveldisstofnunina.  

Fyrsta stjórnarskrárnefnd eftir 1944 komst ekkert áleiðis, þrátt fyrir að þáverandi forseti Íslands brýndi hana í áramótaræðu 1949 að efna loforðið við þjóðina.

Stjórnarskrárnefnd þingsins á fyrri hluta sjötta áratugarins undir formennsku Bjarna Benediktssonar var með nokkrar góðar tillögur, en allt strandaði aftur.

Nokkrum sinnum síðar voru stofnaðar nefndir, til dæmis 1983 undir forsæti Gunnars Thoroddsens, enda höfðu bæði hann og Bjarni Ben mikinn áhuga á því að sinna þessu máli. Í nefnd Gunnars voru reifuð ýmis umbótamál en allt kom fyrir ekki.

Klúður þingsins 2011-2013 og nýjasta klúðrið, þegar formaður núverandi stjórnarskrárnefndar hefur sagt sig frá málinu, er það enn eitt dæmið um að þinginu virðist vera gersamlega um megn að efna hið 70 ára gamla loforð landfeðranna og í því ljósi fæ ég ekki séð að samráð við þingið hefði gert neitt 2011 nema að skemma fyrir þeim góða jákvæða vinnuanda sem ríkti í stjórnlagaráði.  


mbl.is Stjórnlagaráðið gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina raunverulega breytingin sem varð samkvæmt stjórnarskránni 1944 var að þá varð forseti þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.

"75. gr. ... Nú samþykkir Alþingi breytingu á sambandslögum Íslands og Danmerkur og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna á landinu til samþykktar eða synjunar og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg."

"Þó er óheimilt að gera með þessum hætti nokkrar aðrar breytingar á stjórnarskránni en þær sem beinlínis leiðir af sambandsslitunum við Danmörku ..."

Stjórnarskrá Konungsríkisins Íslands með síðari breytingum

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 20:53

2 identicon

Drögin að stjórnarskránni munu ekki standast dóm framtíðar frekar en fortíðar. Þau voru aðhlátursefni frá fyrsta degi og verða um ókomna tíð. Áherslan virtist vera að gera skrautlega orðað og fallegt plagg fyrir afkomendurna til að dást að frekar en eitthvað sem væri skýrt, auðskilið og nothæft. Koma sér í sögubækurnar. Loðið og óljóst orðalag var uppskriftin og árangurinn í samræmi við það. Stjórnlagaráð uppskar eins og það sáði og fellur í gleymskunnar dá.

Vagn (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 20:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fullveldi - Sjálfstæði gagnvart öðrum ríkjum."

"Fullveldisréttur - Réttur ríkis
til að beita löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi sínu."

(Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.)

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 20:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 21:00

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 21:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei


Já sögðu sjálfstæðismennirnir:
Ásbjörn Óttarsson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Ólöf Nordal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Einnig þeir sem nú eru framsóknarmenn:
Ásmundur Einar Daðason, Birkir Jón Jónsson, Eygló Harðardóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Siv Friðleifsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.

Samtals 20 þingmenn, eða 42% þeirra sem sögðu já.

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 21:03

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

sögðu 67,5%.

2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

sögðu 82,9%.

3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

sögðu 57,1%.

4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

sögðu 78,4%.

5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

sögðu 66,5%.

6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

sögðu 73,3%."

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 21:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 um tillögur Stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskrár var kosningaþátttakan 49%, um afnám áfengisbanns árið 1933 45% og um Sambandslögin 1918 44%.

Matthías Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins:

"Dagurinn 1. desember 1918 var lokadagur í þeim árangri að Ísland varð sjálfstætt og fullvalda ríki."

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 21:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - skoðanakönnun Capacent Gallup 1.11.2014:

Samfylking 20%,

Björt framtíð 15%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 9%.

Samtals 57% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 21:13

10 identicon

Niðurstaða Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012:::  236.903 kjósendur á kjörskrá og greiddu 115.980 manns atkvæði. Rúmlega 51% þjóðarinnar sá ekki ástæðu til að mæta í þessa Ráðgefandi Þjóðararkvæðagreiðslu. 51% þjóðarinnar sá ekkert sem höfðaði til sín.

Þjóðararkvæðagreiðsla og Ráðgefandi Þjóðararkvæðagreiðsla eru ekki sami hluturinn. Þjóðaratkvæðagreiðsla er ekki bindandi fyrir Alþingi en getur fellt úr gildi lög sem forseti neitar að undirrita. En Ráðgefandi Þjóðararkvæðagreiðsla er bara skoðanakönnun í sparifötunum.

Frammari T (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 21:48

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er alveg nýtt að þeir sem ekki taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ráði niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um Sambandslagasamninginn 1918 er þá væntanlega ógild.

Fjölmargir tóku ekki þátt í síðustu sveitarstjórnarkosningum og urðu að sjálfsögðu að sætta sig við niðurstöður kosninganna.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 22:09

12 identicon

Allaf þegar frjálsar kosningar eru, þá er það bara einfaldur meirihluti af þeim sem greiðir atkvæði sem ræður !

Þetta er ekkert flókið, ef þú nennir ekki að mæta þá er atkvæðið þitt ekkert að telja.

Sjálfstæðismenn geta ekki unað venjulegum íslendingum að vilja alvöru lýðræði !

JR (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 22:22

13 identicon

Íslendingar hafa aðeins tvisvar sett sér stjórnarskrá. Árið 1920 og árið 1944. Í bæði skiptin er stjórnarskráin sett vegna breytinga á sambandi okkar við Dani. Að mínu mati eiga Íslendingar eftir að setja sér stjórnarskrá sem byggist á okkar eigin forsendum. Slík stjórnarskrá á alls ekki að vera samin af Alþingi eða í samvinnu við Alþingi því Alþingi er ein af þeim stofnunum sem heyra undir stjórnarskrána. Stjórnarskrárdrög Stjórnlagaþings voru samin á þennan hátt. Alþingi fól Stjórnlagaþingi, skipuðu óháðum fulltrúum þjóðarinnar, að semja nýja stjórnarskrá og drögin voru lögð í dóm þjóðarinnar sem samþykkti þau sem grundvöll að nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lýðræðislegra getur ferið varla orðið. Hvar er nýja stjórnarskráin?

Ragnar Ómarsson (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 23:07

14 identicon

1. gr. Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráðgefandi.

Samkvæmt núgildandi lögum okkar og stjórnarskrá búum við við fulltrúalýðræði. Og fulltrúarnir eru fulltrúar allra, einnig þeirra sem ekki taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þeim ber að taka tillit til þeirra þó þeir sem taka þátt séu því mótfallnir. En fyrst og fremst eru þeir aðeins bundnir af eigin sannfæringu. þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 setti fulltrúunum engar kvaðir og lagði engar skyldur á Alþingi.

Alþingi ákvað 24. mars 2011 að skipa Stjórnlagaráð, 25 manna nefnd sem fékk það verkefni að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá. Stjórnlagaþing skipað óháðum fulltrúum þjóðarinnar varð aldrei að veruleika.

Drögin voru lögð í dóm þjóðarinnar sem sýndi hug sinn með ýmsu móti og í framhaldi höfnuðu kjörnir fulltrúar þjóðarinnar tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir hönd umbjóðenda sinna, þjóðarinnar allrar.

Frammari T (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 00:58

15 identicon

Ágæti Frammari T.

Hinir kjörnu fulltrúar þjóðarinnar hafa aldrei hafnað tillögu Stjórnlagaráðs eins og þú heldur fram. Á Alþingi voru ekki greidd atkvæði um málið.

Aftur á móti hundsuðu kjörnir fulltrúar þann vilja þjóðarinnar sem svo skýrt kom fram í niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar að ganga frá tillögu að nýrri stjórnarskrá sem grundvallaðist á drögum Stjórnlagaráðs.

Ragnar Ómarsson (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 03:22

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt kosningaþátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 hefði verið 64%, þeir sem við bættust (38.513 kjósendur) hefðu allir verið andvígir tillögum Stjórnlagaráðs og öll atkvæði þeirra gild, hefðu tillögur ráðsins samt sem áður verið samþykktar.

við fyrstu spurningunni hefðu þá sagt, eins og 20. október 2012, 75.309 kjósendur, í þessu tilfelli 50,2% af gildum atkvæðum, en nei 74.815 kjósendur, eða 49,8%.

Gildir atkvæðaseðlar hefðu samkvæmt því verið samtals verið 150.124 en ógildir eins og áður 1.499, eða samtals 151.623 atkvæðaseðlar, og kosningaþátttakan því 64%, þar sem á kjörskrá voru 236.911.

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 04:38

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ruglarar voruð þið í "ráðinu" ólögmæta -- það var aldrei ætlazt til þess að jafnvel löglegt stjórnlagaÞING færi að stokka upp alla stjórnarskrána, en einhverjir ofmetnuðust illilega í ykkar hópi, eftir þetta líka hneyksli hvernig þetta ólögmæta ráð var búið til af 30 þingmönnum* --- og enduðuð svo á þeinni vanhelgu gloríu að búa til billegt fullveldisframsal eftir höfði Brusselmanna! Sant hafði eins dags þjóðfundurinn lagt ítrekaða áherzlu á, að stjórnarskrá ætti einmitt að standa vörð um fullveldi landsins!

* Sjá HÉR og hér á DV-vef.

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 06:31

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 var fullkomlega lögleg og mikill meirihluti kjósenda í atkvæðagreiðslunni samþykkti tillögur Stjórnlagaráðs.

Það þýðir ekkert fyrir aðra að skæla sig í svefn út af því eða mörgu öðru sem hrjáir Sjálfframstæðisflokkinn og alla 15 meðlimi "Kristinna" stjórnmálasamtaka.

Bráðum springa mörlenskir þjóðernissinnar, múslíma- og hommahatarar í loft upp af örvinglan og bræði, þannig að sviðakjammar, súrsaðir selshreifar og lundabaggar "Kristilega" flokksins og Framsóknarflokksins dreifast yfir heimsbyggðina.

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 07:27

20 identicon

Ómar þú verður endilega að láta vírusvarnarkerfi skanna hjá þér tölvunna. Leiðinlegur vírus þessi Steini Briem.  Það hefði aldrei orðið samstaða um stjórnarskrá byggð á þessum tillögum. Hún hefði skapað sundrungu í stað þess að sameina. Hún uppfyllti alls ekki kröfur sem verður að gera til stjórnarskrá. Margt í þessu ferli sem menn ættu læra af og forðast í framtíðinni.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 08:46

21 identicon

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 var fullkomlega lögleg og mikill meirihluti kjósenda í atkvæðagreiðslunni samþykkti tillögur Stjórnlagaráðs. ------ ------- ----- 1. gr. Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráðgefandi.

Rétt til þess að leggja fram stjórnarskrárfrumvarp á Alþingi hafa einstakir þingmenn og ráðherrar svo og ríkisstjórnin. Það er ekki hægt að kalla það annað en höfnun að enginn skuli hafa lagt fram stjórnarskrárfrumvarp byggt á tillögum Stjórnlagaráðs. Enda hafði þjóðin sagt hug sinn með mætingum og fjarvistum á afgerandi hátt í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Frammari T (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 10:41

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til að hægt væri að breyta stjórnarskránni samkvæmt tillögum Stjórnlagaráðs þurfti Alþingi að samþykkja frumvarp að nýrri stjórnarskrá öðru sinni og óbreytt strax eftir síðustu alþingiskosningar og samkvæmt skoðanakönnunum á fylgi flokkanna var löngu ljóst það yrði ekki, þannig að það hafði enga þýðingu að leggja fram slíkt frumvarp fyrir kosningarnar.

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 13:36

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

"79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi.

Nái tillagan samþykki skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju.

Samþykki Alþingi ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 13:44

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afstaða Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins til tillagna Stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni hafði ekkert að gera með þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012.

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 13:58

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég vil taka undir með Stefáni Erni Valdimarssyni í innleggi hans hér ofar.

En evrókratinn "Steini Briem" ætti að leiða betur hugann að því, sem hann þegir reyndar viljandi um, þ.e.a.s. af hverju innan við 49% manna með kosningarétt mættu á kjörstað til að kjósa um örfáar tillögur sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis undir forsæti evrókratans Valgerðar Bjarnadóttur þókknaðist að leyfa þjóðinni að kjósa um! Og þar á meðal var EKKI ákvæðið í 111. gr. um framsal ríkisvalds til stórveldis! Og heldur ekki það ákvæði, að þrátt fyrir tal um um leyfi 10% manna til að krefjast þjóðaratkvæðis um málefni (65.-66. gr.), þá batt þetta evrókratíska, ólögmæta "stjórnlagaráð" svo um hnútana, að EKKI væri hægt að krefjast atkvæðageiðslu um "lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum," og það á einmitt við um lög um innlimun Íslands í stórveldið kennt við Brussel !

Það var sem sagt eðlilegt að mati þessarar blöndu af lúmskum fullveldisframsals-sinnum og nytsömum sakleysingjum, sem þeim fyrrnefndu tókst að narra inn á að taka þátt í þessu með sér, að véla svo um hlutina, að nota mætti þessar arfavitlausu stjórnlagatillögur til að greiða fyrir hraðri innlimun Íslands í stórveldið, en banna þjóðinni um leið að nota þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 65. gr. til að komast þaðan út!

Og vitaskuld samþykkir "Steini Briem" þetta allt saman, enda slær hjartað þar í Brussel.

En fjölda manns hafði blöskrað, hve hrapallega var staðið að þessu "ráði" frá upphafi og vildi ekkert með tillögur þess hafa og þótti snautlegt að fá 5-6 spurningar skammtaðar af Valgerði Bjarnadóttur & Co. í stað þess að geta ráðið efni tillagnanna í heild eða kosið um að halda í okkar gömu, góðu stjórnarskrá (sem eins og Sigurður Líndal sagði við mig í bókaverzlun Eymundsson fyrir nokkrum dögum, var ekki á neinn hátt orsökin að bankahruninu hér). Því sat meirihluti þjóðarinnar heima þann kjördag.

Steini Briem hefur í engu tekið tillit til þeirra ábendinga minna um ólögmæta tilstofnan "stjórnlagaráðs", sem lesa má í tenglum mínum í innlegginu kl. 06:31. Í örstuttu máli er meginatriðið þetta, að ávörðunin að ákvörðunin um stofnun "ráðsins" fól í sér freklegt og gróft brot 30 þingmanna Alþingis á lögunum um stjórnlagaþing. ––> dv.is/blogg/adsendar-greinar/2012/10/9/jon-valur-var-athaefi-stjornarlida-vid-skipan-stjornlagarads-verjanlegt/. Sjá einnig H É R !

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 14:54

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nenni ekki að lesa meira af skoðunum "kristinna" hommahatara.

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 15:10

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns, enginn samkynhneigður þar."

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 15:14

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Copyistinn "Steini Briem" lagði hér upp laupana, leggur ekki í málefnaumræðu.

Ennfremur er ég enginn "hommahatari". Þau reiði- og vanstillingarummæli voru jafnvitlaus eins og annað frá þessum oflátungi sem á svo bágt með að hemja sig í netumræðu.

Jón Valur Jensson, 3.11.2014 kl. 16:40

29 Smámynd: Már Elíson

Stefán Örn (#20) - Það er búið að kanna það, að EKKERT vísusvarnarforrit getur drepið þennan vírus. - Eins og með hvern annan vírus, best er að eyða því strax í fæðingu.

Már Elíson, 3.11.2014 kl. 21:59

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Málefnalegt að vanda hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 22:23

31 identicon

Gott að það var huggulegt og gaman hjá ykkur í stjórnlagaráði.

En svakalega sé ég eftir öllu þessu púðri og peningum sem eytt var í þessa sneypuför.

- Þetta var eins ótímabært og mest mátti vera á þessum tíma - sem m.a. heilbrigðiskerfið líður fyrir í dag.

Klúður frá upphafi til enda sem skrifast skuldlaust á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 22:43

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 22:47

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 3.11.2014 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband