"Hratt kólnandi veðurfar..."!

Þessa dagana hafa verið að birtast pistlar á netinu pistlar manna, sem ég hef kosið að kalla "kuldatrúarmenn" þess efnis að óyggjandi rannsóknargögn og staðreyndir sýnir að loftslag á jörðinni fari alls ekki hlýnandi heldur kólnandi. 

Með því einu að breyta hlýnun,sem er eindregin niðurstaða hjá Sameinuðu þjóðunum, í kólnun virðast kuldatrúarmenn telja nauðsynlegt að snúa vörn í sókn. Hafa greinilega ekki talið nógu sterk rök, sem þeir héldu fram í fyrra, að ef janúar og febrúar hefðu verið teknir út úr útreikningi á meðaltalshita ársins 2013 á Íslandi hefði það ár verið kaldasta árið á þessari öld. 

Nei, nú er greinilegt að þeir láta ekki þar við sitja enda þyrftu þeir að krefjast þess að margir mánuðir þessa árs yrðu teknir út úr útreikningi meðalhitans til þess að þetta ár á Íslandi yrði viðurkennt sem ár kólnunar .

Þeir fullyrða nú að veðurfar á jörðinni fari ekki einasta kólnandi heldur segja þeir fullum fetum: "Það kólnar hratt"! 

Eitt af því sem þeir nefna eru vetrarhörkur í Norður-Ameríku í fyrravetur og má nærri geta hve núverandi vetrarríki þar er þeim kært, ekki hvað síst hið gríðarlega fannfergi í Buffalo.

Í veðurfréttum Sjónvarpsins í fyrrakvöld var sýnt hvernig það eru óvenjulega harðvítug átök kalds heimskautalofts, sem streymir fyrirstöðulaust suður yfir sléttlendi meginlands Norður-Ameríku, við rakt og hlýrra loft yfir Vötnunum miklu, sem veldur hinni miklu snjókomu.

Í öllum skýrslum vísindasamfélagsins um loftslagsbreytingar er þess getið að hlýnun lofthjúps jarðar valdi auknum átökum og öfgum í veðurfari.

Þótt þessi átök geti valdið tímabundnum eða staðbundnum "vetrarhörkum" er það meðaltal hita lofthjúps allrar jarðarinnar sem skiptir máli en ekki staðbundnar sveiflur og öfgar.

Þetta virðast kuldatrúarmenn alls ekki geta skilið eða þá að þrjóskan í málflutningi þeirra er svo mikil að þeir loka augunum fyrir því. 

Þeir skauta einnig fram hjá því að mikil snjókoma þarf ekki að vera dæmi um mikinn kulda. 

Sem dæmi má nefna svæði, þar sem meðalfrost yfir háveturinn er 6-10 stig. Þar getur snjóað gríðarlega mikið í miklu hlýrra veðri, eða í 0-3ja stiga frosti. 

Dæmi um þetta eru mikil og aukin snjóalög á Harðangursheiði yfir háveturinn eftir að meðalhitastig ársins hækkaði. 

En það voraði fyrr en áður, sumrin voru hlýrri og votviðrasamari og það haustaði síðar, og þetta varð til þess að jöklarnir í Noregi svo sem Folgefonn, Harðangursjökull, Jóstadalsjökull og Svartisen, uxu ekki, heldur minnkuðu. 

Það finnst mér undravert, hvernig jafn vel menntaðir og fróðir, sem margir kuldatrúarmannanna eru, flestir miklir ágætismenn, hvernig þeir geta barið hausnum við steininn í þessu máli.

Með fullyrðingum sínum um að loftslag fari hratt kólnandi eru þeir reyndar orðnir að fágætum heittrúarmönnum.   

 

 


mbl.is Hlýnunin gæti valdið kuldakasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Gæti ekki verið að gosið í Holuhrauni væri farið að valda kólnandi veðurfari á Norðurhveli jarðar ?

Stefán Þ Ingólfsson, 20.11.2014 kl. 21:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hrifnir af mengun, sem er aðalatriðið í málinu.

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 21:22

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna.

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju.

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið."

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 21:41

5 identicon

Jæja Ómar minn halda skaltu áfram að niðurlæga og uppnefna og svifvirða alla þá sem hafa aðrar skoðanir en þú elsku kallin 

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 21:57

6 identicon

https://wattsupwiththat.files.wordpress.com/2014/11/clip_image004.png

Kuldaboli (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 22:33

7 identicon

Hefur þér dottið í hug að beita staðreyndum frekar en að uppnefna fólk og gera því upp skoðanir til að fegra þín trúarbrögð? Hafa prestar hlýnunar af mannavöldum heilaþvegið þig svo að ekkert er eftir af sjálfstæðri gagnrýnni hugsun? Þykir þér ekkert undarlegar þessar eftiráskýringar prestanna á því hvers vegna spádómar þeirra rætast ekki ár eftir ár og breytast eftir veðri og vindum? Getur verið að þú teljir að sú óvefengjanlega staðreynd að kenningin um hlýnun af mannavöldum hafi ekki verið sönnuð skipti engu máli? Að trú einhvers hóps á kenningunni hljóti að gera hana sanna og því sé óskiljanlegt að einhverjir dragi hana í efa? Ert þú svo upptekinn af ímynduðum mikilfengleika þínum að þú getur ekki viðurkennt að þú stjórnar ef til vill ekki veðrinu frekar en Indíáni sem dansar regndans?

Hábeinn (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 22:39

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur greinilega eina samræmda skoðun í öllum málum.

Þorsteinn Briem, 20.11.2014 kl. 22:51

9 identicon

Flest bendir til þess að kenningin (theory) um hlýnun jarðar af mannavöldum sé rétt, að hún sé ekki "speculative".

Nær allir vísindamenn styðja þessa kenningu. Hún á hinsvegar eftir að taka einhverjum breytingum, en það "material" sem vísindamenn hafa í höndunum í dag styðja hana. Höfum það í huga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 23:07

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Vísindamenn bíta ekki í hendina sem brauðfæðir þá.

Ívar Pálsson, 21.11.2014 kl. 00:15

11 identicon

goð ábending Ívar

scientist fired for questioning global warming

https://www.google.com.au/?gws_rd=ssl#q=scientist+fired+for+questioning+global+warming

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 01:36

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu veit Sjálfstæðisflokkurinn betur en vísindamenn og trúir betur eigin kenningum en eigin augum.

Og þegar ekkert annað dugir er veist að æru vísindamanna
, til að mynda Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og Helga Björnssonar jöklafræðings.

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 05:29

13 identicon

Sæll.

Ef mannkynið veldur breytingum á loftslagi jarðar væri gaman að fá að heyra skýringar á því hvað olli hinni svokölluðu litlu ísöld 1645-1715 þegar mannkynið brenndi ekki jarðefnaeldsneyti í sama mæli og ert er í dag? Af hverju kólnaði skyndilega og af hverju hlýnaði aftur? Hvaða mannlega athöfn/athafnir ollu þessum breytingum?

Svo er það að segja um þessi tölvulíkön sem spá fyrir um veðurfar á komandi árum og áratugum að þau geta ekki sagt rétt til um veðurfar undanfarinna ára með þeim gögnum sem þau eru mötuð á. Það segir allt sem segja þarf um þau.

Helgi (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 05:50

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enn og aftur veit Sjálfstæðisflokkurinn betur en vísindamennirnir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Helgi Björnsson jöklafræðingur.

Hvers vegna spyrðu ekki Harald Sigurðsson eldfjallafræðing að þessu, fyrst þú veist betur og veitist hér að honum, "Helgi"?!

Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 06:04

15 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Helgi hér fyrir ofan kemur með tvo mjög gamla útursnúninga. Sá fyrri er eitthvað á þessa leið: "Veðurfar hefur áður sveiflast án áhrifa mannkyns, þar af leiðandi getur veðurfar ekki sveiflast vegna áhrifa mannkyns". Rökleysan er augljós.

Síðari útursnúningurinn er á þá leið að veðurfarslíkön geti ekki sagt rétt til um veðurfar liðinna ára. Það er einfaldlega rangt, veðurfarslíkön eru einmitt ekki viðurkennd til notkunar fyrr en þau geta "spáð" fyrir um veðurfar liðinnar aldar.

Helsta vandamál veðurfarslíkana er að "upplausn" þeirra er enn mjög gróf. Þau eiga því erfitt með að spá fyrir um ára- og áratugasveiflur, en standa sig hins vegar mjög vel þegar kemur að lengri tíma þróun, t.d. 50 til 100 ára. 

Varðandi snjókomuna miklu í Buffaló þá hafa svona "stöðuvatnasnjókomur" (lake effect snowfall) aukist á þessum slóðum eftir því sem vötnin miklu hafa hitnað. Þarna sést vel munurinn á einstaka veðuratburðum (kalt loft úr norðri) og langtíma áhrifum (hlýnun vatnanna miklu). Hið síðarnefnda sýnir að meðalhiti fer hækkandi, einstaka kuldastrengir sanna hvorki eitt né neitt.

Annars mælist nýliðinn október sá hlýjasti á heimsvísu frá því mælingar hófust, og allt árið 2014 stefnir í að verða hlýjasta ár frá því mælingar hófust. Fréttir berast enda frá ýmsum stöðum þar sem meðalhiti þessa árs er í hæstu hæðum, t.d. Bretlandseyjar, Japan, Vesturströnd N-Ameríku, og ekki síst héðan af Íslandi, sbr. blogg Emils Hannesar Valgeirssonar. Miðað við hin miklu hlýindi sem hafa einkennt nóvember mánuð er orðið líklegt að 2014 slái 6 gráðu múrinn. Sjá nánar: http://emilhannes.blog.is/blog/emilhannes/entry/1496246/

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.11.2014 kl. 06:40

16 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Kuldaboli, í færslu 6 hér að ofan, er með línurit sem á að sýna "enga hnattræna hlýnun í 18 ár og 1 mánuð". Gagnasafnið sem línuritið byggir á nær reyndar aftur til ársins 1979, og ef öll 35 árin eru skoðuð þá fæst út að meðal hækkun er 0,122 gráða á áratug.

Gagnasafnið nær reyndar ekki norður fyrir 82,5 gráður (sleppir öllu Íshafinu), og ekki suður fyrir 70 gráður (sleppir nánast öllu Suðurskautslandinu). 

En það sem kannski skiptir mestu er að gagnasafnið mælir aðeins hitafar andrúmsloftsins, en sleppir höfunum. Ef menn vilja nota orðið "hnattræn hlýnun" um gufuhvolfið eitt, þá eiga þeir að segja það - því um 94% af orku sólar fer í að hita heimshöfin - ekki andrúmsloftið.

Langstærsti hitamælir jarðar eru heimshöfin, þau virka eins og gömlu kvikasilfursmælarnir: Þenjast út við aukið hitastig. Varmaþensla heimshafanna (og bráðnum jökla) hefur ekki hægt á sér síðustu 18 ár, frekar að því sé öfugt farið, t.d. hefur bráðnun Grænlandsjökuls og Suðurskautsjökuls aukist mjög síðustu 10 árin. 

Sjávarstöðuhækkun heldur ótrauð áfram og hægir síst á sér. Þar er besta staðfestingin á því að "hnattræn hlýnun" heldur áfram af fullum krafti. En hitt er auðvitað rétt að síðasta hálfan annan áratug hefur andrúmsloftið (sem inniheldur innan við 5% af "veðurvarma" jarðar) staðið í stað - ef pólsvæðunum tveimur er sleppt.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.11.2014 kl. 07:44

17 identicon

Það er dæmigert að þegar eldfjallafræðingur og jöklafræðingur hafa verið titlaðir vísindamenn þá verða þeir fyrir einhverja töfra óbrigðulir alvitrir sérfræðingar í veðurfræðum.

Það er dæmigert að það að ís bráðnar þegar ekki er frost sé talið staðfesting á því að hnattræn hlýnun haldi áfram af fullum krafti.

Það er dæmigert að virki veðurfarslíkön ekki þá sé útskýringin sú að það þurfi lengri tíma. Þau séu rétt en það sjáist ekki fyrr en eftir 10 eða 20 ár, og síðan 50 eða 100 ár þegar það gengur ekki.

Það er dæmigert að halda því fram að veðurfarssveiflur fyrri tíma séu ómarktækar í umræðunni því nú hafi maðurinn tekið við veðurstjórninni.

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 09:49

18 Smámynd: Ívar Pálsson

Steini, einstaklingar eru ekki Sjálfstæðisflokkurinn. Svo veitist ég sannarlega ekki að æru Haraldar Sigurðssonar eða Helga Björnssonar, sem ég tel merka vísindamenn. Skoðanaskipti á ærlegum nótum hljóta að teljast í lagi.

Ívar Pálsson, 21.11.2014 kl. 10:12

19 identicon

hlínun eða kólnun af manavöldum eða ekki það sem maðurinn gerir íkir eflaust sveiplur en hann veldur þeim varla.  senilega eigum við mera umdir hafinu í þeim efnum. breitríngar á veðurfari veit ekki til að það séu meiri sveiplur nú heldur en áður eru þau lönd sem brena miklu jarðefnaelsneiti með öðruvísi veðurfar en áður hef ekki tekið eftir því.  þurkar í afríku eru varla af völdum meingunar.  senilega framleiðir sjórinn um helmíng alls súrefnis á jörðu svo hafið er stæðsta vandamál heimsins í dag.  hann má ekki súrna meira en í dag. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 10:25

20 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hábeinn, það er nú dæmigert fyrir útúrsnúningaaðferðir sumra að skrifa svona pósta eins og þú varst að senda frá þér. Svona barnaskapur á borð við ".. það að ís bráðnar þegar ekki er frost ..." er meira í ætt við dæmigerð stóryrði kuldavina þegar frosti slær niður einhvers staðar.

Og rökleysan er enn sú sama: Það að veðurfarsbreytingar hafi orðið fyrr á öldum hvorki sannar né afsannar að mannkyn sé að breyta veðurfari núna. Það eina sem fyrri veðurfarsbreytingar "sanna" er að veðurfar er breytilegt, og það talsvert mikið. Eða með öðrum orðum: Veðurfarssagan sýnir okkur svo ekki verði um villst að veðurfari er hægt að breyta. Líkurnar á því að við séum núna að breyta veðurfari með athöfnum okkar eru því þeim mun meiri sem fleiri "sögulegar" veðurfarsbreytingar fyrirfinnast.

Ef engin væri miðaldahlýskeiðin eða litlu ísaldirnar væri nefnilega frekar litlar líkur á því að mannkyni væri að takast að breyta veðurfari núna.

Að lokum má auðvitað nefna að það er dæmigert fyrir kuldavini að hunsa óþægilegar staðreyndir á borð við þá að sjávarstaða fer stöðugt hækkandi. Þá staðreynd er ekki hægt að skýra með nokkru öðru móti en með hnattrænni hlýnun. 

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.11.2014 kl. 11:07

21 identicon

Athyglisvertð mynd af Mýrdalsjökli hér:
http://www.mbl.is/frettir/taekni/2014/11/20/miklar_breytingar_a_myrdalsjokli/
Draga þarf sleðann á miðri mynd til vinstri (2014) eða hægri (1986) til að skoða breytingarnar á jöklinum.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 11:10

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er auðvitað rétt hjá Ómari og það er virðingarvert að hann bendi á vitleysismálflutning kúldatrúarmanna.

Maður hefur meir að segja séð hjá kuldatrúarmönnum að ef snjóar einhversstaðar svo sem í Rvk. þá segja þeir:  Sko! Sagði ég ekki!  Það fer kólnandi!  O.s.frv.

Þetta er bara vitleysismálflutningur og ótrúlegt hve margir taka undir svona málflutning.

Að öðru leiti virðast þeir alls ekki skilja að það er meðalhiti á allri jörðinni sem sem skiptir máli.  Það er eins og þeir skilji það ekki.  Mikill kuldi á afmörkuðum stöðum að vetrarlagi er ekkert merkilegt.  Það er kalt víða á vetrum.

Það er reyndar eins og íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að sumsstaðar erlendis getur orðið afar kalt, td. í BNA.

Íslensku landnemarnir á 19. virtust ekki hafa vitað það og það er að sumu leiti skiljanlegt enda erfitt að fá upplýsingar þá.

En það er óafsakanegt að vita það ekki núna á allri þessari upplýsingaöld.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.11.2014 kl. 11:30

23 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Eru menn orðnir rökþrota þegar þeir slá fram svona fullyrðingu:

Sem dæmi má nefna svæði, þar sem meðalfrost yfir háveturinn er 6-10 stig. Þar getur snjóað gríðarlega mikið í miklu hlýrra veðri, eða í 0-3ja stiga frosti. 

Síðast þegar ég vissi er vægt frost einmitt hitastigið sem snjóar iðulega í og líkur á snjókomu minnka eftir því sem frost eykst.

Þú átt að vita betur Ómar!

Brynjólfur: Hvað hitastig heimshafanna varðar geturðu sýnt okkur þróun hitastigs í heimshöfunum eins og ARGO flotin hafa mælt það síðan 2003?  Hvað hefur hitastig heimshafanna hækkað mikið síðan þá? Og hvað var hitastigið áður en ARGO flotin voru tekin í notkun? Hvernig mældu menn hitastig hafanna fyrir árið 2003?

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.11.2014 kl. 11:32

24 identicon

Kuldatrúarmenn á klakanum og intelligent design rednecks í Texas og Louisiana eru á vissan hátt equivalent.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 11:51

25 identicon

Brynjólfur segist einn mega umorða það sem sagt er, geri aðrir það þá eru það útúrsnúningar og barnaskapur. En hann hefur komist að því að vegna þess að náttúrulegar sveiflur geta verið og hafi verið talsvert miklar þá hljóti sveiflur síðustu ára að vera af manna völdum. Að ís hættir að bráðna við stöðugan lofthita, til þurfi að koma hlýnun af fullum krafti svo hann bráðni. Og að þar sem sjávarstaða fer stöðugt hækkandi, og hefur gert í rúm 20.000 ár, þá hljóti hækkun síðustu ára að vera af manna völdum. Greinilega maður sem mark er á takandi!

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 12:21

26 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Erlingur, ég sagði nú ekkert sérstakt um hvert hitastig heimshafanna kann að vera, enda eru mælingar á því gríðarlega erfiðar. Argo mælingarnar eru frábær viðbót við þau gögn sem við höfum fyrir, á heimasíðu Argo verkefnisins má t.d. sjá að varmamagn í efstu 700 metrunum hefur aukist gríðarlega síðustu 18 ár, þó aukningin hafi hægt á sér eftir c.a 2005. Heimshöfin eru víst að meðaltali um 4 km að dýpt, Argo mælir ekki nema niður á 2 km, en næsta kynslóð á víst að geta farið niður á 6 km dýpi.

Nasa birti skýrslu í fyrra um niðurstöður Argo mælinganna fram að því, besta yfirlitið er á síðu 14. Þar kemur fram mjög jöfn og stöðug aukning á varmainnihaldi efstu 2000 metranna. Í skýrslunni kemur reyndar einnig fram að varmaaukningin sem Argo hefur mælt er að mestu á suðlægum breiddargráðum, en norðar hefur varmamagnið staðið nokkuð í stað.

En til að svara spurningunni um Argo þá hafa efstu 2000 metrar sjávar aukið varmamagn sitt sem svarar til 6.3E22 Joul á áratug, á árunum 2005-2013, sem ég hef ekki hugmynd um hvað þýðir í venjulegum gráðum!

En í fyrri færslu benti á þá einföldu staðreynd að yfirborð sjávar fer hækkandi, og hækkunin hefur ekki hægt á sér síðustu 18 ár þrátt fyrir að hitafar veðrahvolfs hafi staðið nokkuð í stað þann tíma. Ágætis línurit yfir hækkun sjávarborðs má sjá á bls. 12 í þessari vísindagrein (línurit a) en þar sést ágætlega að sjávarstaða fer hækkandi, að hún hækkar hraðar ár frá ári, og að hún hefur hækkað enn frekar undanfarin ár.

Það er hægt að skýra hækkun sjávar með a) bráðnun íss, b) hitaþenslu (eins og í gamaldags hitamæli), en einnig spila inn í sveiflur milli ára og árstíða, ef rignir (eða snjóar) óvenjumikið eitt árið þá fellur yfirborð sjávar tímabundið

Hækkun sjávar er það hröð að bráðnun íss skýrir ekki nema lítinn hluta hennar. Megnið af sjávarstöðuhækkun er því vegna hitaþenslu, og þar virkar hafið sem sinn eiginn hitamælir. Er þetta með einhverjum hætti illskiljanlegt?

Ég er með hitamæli fyrir utan gluggann hjá mér, í honum er rauðleitur vökvi. Þegar vökvinn hitnar þenst hann út og sýnir þannig aukningu í eigin varmamagni (sem síðan gefur vísbendingu um hitastig í kringum mælinn).

Þegar heimshöfin þenjast út eru þau að sýna aukningu í eigin varmamagni - eigin hitastigi - þannig er nú bara eðlisfræðin, og engin önnur skýring sjáanleg sama hvert menn líta.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.11.2014 kl. 13:09

27 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hábeinn, bullið í þér fer nú ekki batnandi. Eða hvar kemst ég að því að "vegna þess að náttúrulegar sveiflur geta verið og hafi verið talsvrt miklar þá hjóti sveiflur síðustu ára að vera af manna völdum". Ertu ekki alminlega læs blessaður vinur?

Ég segi nefnilega þveröfugt: "Það að veðurfarsbreytingar hafi orðið fyrr á öldum hvorki sannar né afsannar að mannkyn sé að breyta veðurfari núna".

Einn algengasti útúrsnúningasnúningur einfeldninga meðal kuldavina er nefnilega einmitt sá að mannkyn geti ekki verið að breyta veðurfari núna, af því að veðurfar hafi áður breyst af sjálfsdáðum. 

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.11.2014 kl. 13:13

28 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Og Hábeinn, það er nú ekki sérlega sniðugt hjá þér að ætla mér þitt eigioð bull, eins og að ég "hafi komist að því ... að þar sem sjávarstaða fer stöðugt hækkandi, og hefur gert í rúm 20.000 ár, þá hljóti hækkun síðustu ára að vera af manna völdum."

Þarna bæði lýgur þú upp á mig skoðunum og ferð með rangindi. Því sjávarstaða hefur einmitt ekki farið stöðugt hækkandi í rúm 20.000 ár.

Sjávarstaða hækkaði verulega á tímabilinu sem hófst fyrir um 20.000 árum af því að gríðarlegt magn íss bráðnaði við lok ísaldar. Þeirri sjávarstöðuhækkun lauk fyrir um 8000 árum og síðan þá hefur sjávarstaða heldur farið lækkandi en hitt, og virðst nánast ekkert hafa breyst í 2000 ár, fyrr en hækkun tók aftur við sér á 20. öldinni og fer mjög hratt vaxandi.

En þú heldur væntanlega að sjávarstaða bara hækki og lækki af því hana langi til þess? Þú ert enn með sama rökleysubullið: Af því að eitthvað gerðist áður þá getur það ekki gerst núna af mannavöldum.

Nafnleyndaruppáklíningaraðferðir kuldavina ganga út á að eigna öðrum eiginn misskilning!

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.11.2014 kl. 13:20

29 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Erlingur (athugasemd 23): Þú og Ómar eruð að segja það sama og gott að þú tekur undir það að það snjói meira við vægara frost, þá getur þú allavega ekki kallað það sönnun á kólnandi veðurfar ef það snjóar.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.11.2014 kl. 13:32

30 identicon

Já Brynjólfur, ég sé það núna: 18 á í hitamælingum eru ekki marktæk vegna þess að 35 ár styðja þína skoðun en 20.000 ár í hækkun hafa eru ekki marktæk því 100 ár styðja þína skoðun. Semsagt meðaltöl eru ekki marktæk nema hægt sé að stytta þau eða lengja svo þau nái aðeins yfir tímabil sem styðja þína skoðun.

Af því að eitthvað gerðist áður og engar sannanir liggja fyrir um að það sé núna að gerast af mannavöldum þá leyfi ég mér að standa utan við hóp sanntrúaðra og sýna efa....og gera smá grín að þeim sem í hugsunarlausri lotningu gleypa boðskapinn hráan og leggjast svo í trúboð. 

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 16:16

31 identicon

Mikil guðsblessun er þessir hlýju vindar sem fara um heiminn um þessar mundir. Síðustu áratugir hafa verið einstaklega hlýir, þökk sé almættinu. Megi framtíðin bera enn meiri hlýju í skauti sér um ókomna áratugi og Guð forði oss frá kulda sem illu heilli þjáði forfeður okkar um margra alda skeið. Megin birta sólar, sem veitir oss birtu og yl, skína á ykkur meðan hennar nýtur.  Munið að allt tekur enda, og enginn veit hvenær þessari guðsblessun lýkur og ískaldar greipar náttúrunnar taka aftur völdin. Allt er í heiminum hverfult. Minnist þess í bænum ykkar kæru vinir.

. (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 20:36

32 identicon

miðað við þessa frétt, er þetta ár að verða það heitasta

http://time.com/3598872/global-temperatures-are-the-hottest-on-record-for-a-fifth-month-this-year/

al (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 21:24

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

http://hockeyschtick.blogspot.com/2014/11/updated-list-of-64-excuses-for-18-26.html

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2014 kl. 22:16

34 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Höskuldur Búi mættur: Velkominn!

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.11.2014 kl. 22:29

35 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Brynjólfur: Af því að þú komst inn á hitastig heimshafanna sl. 18 ár, vildi ég athuga hvaða heimildir þú notaðist við.

Eftirfarandi er hins vegar haft eftir Josh Willis hjá NASA's Jet Propulsion Laboratory (Josh þessi er haffræðingur og hefur sérhæft sig í yfirstandandi hækkun sjávarborðs.):

"Willis says some of this water is apparently coming from a recent increase in the melting rate of glaciers in Greenland and Antarctica.

"But in fact there's a little bit of a mystery. We can't account for all of the sea level increase we've seen over the last three or four years," he says.

One possibility is that the sea has, in fact, warmed and expanded — and scientists are somehow misinterpreting the data from the diving buoys.

But if the aquatic robots are actually telling the right story, that raises a new question: Where is the extra heat all going?"

Heimild: http://www.npr.org/templates/story/story.php?storyId=88520025

(Tek strax fram að þessi texti er frá 2008.)

Í stuttu máli sagði hann þá að hitaþensla gæti ekki útskýrt alla núverandi hækkun sjávarborðs.

2006 birti hann niðurstöður þar sem hiti heimshafanna kólnaði á árunum 2003-2005. 2007 var þessi kólnun útskýrð sem villa í mælitækjum.

Nýleg grein í The Australian segir að rannsókn NASA sýndi nánast enga hækkun sjávarstöðu vegna hitabreytinga í sjávardjúpum.

"NASA’s analysis had shown deep ocean warming had contributed “virtually nothing” to sea level rise for the past 20 years.

Study co-author Josh Willis said the findings did not throw suspicion on climate change itself because “the sea level is still rising”.

Ennfremur út Australian:

"The NASA research said the temperature increase in the upper oceans was not enough to explain the “pause”.

“In the 21st century, greenhouse gases have continued to ­accumulate in the atmosphere, just as they did in the 20th century, but global average surface air temperatures have stopped rising in tandem with the gases,” NASA said.

“The temperature of the top half of the world’s oceans — above the 1995m mark — is still climbing, but not fast enough to account for the stalled air temperatures.”

Heimild: http://www.theaustralian.com.au/national-affairs/climate/nasa-rules-out-deep-ocean-for-hidden-heat/story-e6frg6xf-1227083031830?nk=4955ee0bb90457e9400f8a09422a7fbd

Að lokum: Það sem sjaldan kemur hins vegar fram í umræðu um hitabreytingar í hafinu, er hversu miklar þessar hitabreytingar eru, og menn tala um svo og svo hátt Joulegildi. Bls. 16 í glærukynningunni góðu frá NASA, sem Brynjólfur benti svo vinsamlega á, sýnir hins vegar að hitabreytingar í hita sjávar á 200-400m dýpi á árunum 2006-2012 eru frá 0.0°C-0.012°C á ári. Sem líklegast er svo mismunandi eftir hnattstöðu. Hitastig á öðru dýpi er óbreytt.

Aðalmálið er að aftur og aftur er sýnt fram á að koltvísýringur af mannavöldum hefur ekkert að gera með lofthitastig jarðar, þvert á allar spár og útreikninga loftslagslíkana. Og þá sérstaklega þegar litið er til þess að á sama tíma og lofthiti hefur ekki hækkað sl. 15-16 ár, hefur maðurinn hleypt út í andrúmsloftið u.þ.b. 25% af öllum koltvísýring frá upphafi losunar. (Og Ómar Ragnarsson hefur sett sitt mark það þá losun enda virðist hann lítið fara á milli staða nema í vélknúnu farartæki).

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.11.2014 kl. 23:31

36 identicon

Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessari staðreynd Ómar. 2014 markar byrjun á nýrri Litlu-ísöld sem mun ná hámarki um miðja öldina og ná til næstu aldamóta.

Be afraid - be very afraid . . . :(

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.11.2014 kl. 16:35

37 identicon

miðað við þessa frétt er sjórinn ovenjulega heitur.

http://www.cbc.ca/news/canada/british-columbia/record-north-pacific-temperatures-threatening-b-c-marine-species-1.2845662

al (IP-tala skráð) 23.11.2014 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband