Nýtt mynstur, jafn mikilvægt fyrir vísindamenn og Kröflueldar?

Kröflueldar voru á sínum tíma drýgsta eldgosahrina sögunnar til að auka þekkingu jarðvísindamanna á eðli eldvirkni og eldgosa. 

Á þeirri þekkingu og rannsóknum með notkun nútíma mælitækni á eldgosum fyrir og eftir eldana hafa jarðeðlisfræðingar byggt þær framfarir sem meðal annars leiddu til þess, að hálftíma fyrir upphaf Heklugossins árið 2000 var hægt að tilkynna um það fyrirfram í útvarpi. 

Vitað hefur verið að annar af tveimur stærstu möttulstrókum jarðar liggi undir öxlinum Bárðarbunga-Grímsvötn og að Grímsvötn eru virkasta eldfjall Íslands og eina íslenska eldstöðin sem kemst á alþjóðlegan lista jarðvísindamanna yfir tíu merkustu eldstöðvar jarðarinnar. 

Fyrst Bárðarbunga er svona stór og mikil og miðja vegu í kerfi eldstöðvanna, sem liggja um Ísland endilangt horn í horn milli Reykjaness og Melrakkasléttu hefur það virst undarlegt hve fá eldgos verða í henni sjálfri.

 

Vísindamenn hafa útskýrt það með því að eldgos allt suður í Friðland að Fjallabaki hafi í raun verið í kerfi Bárðarbungu. Talið var líklegt fyrirfram að Holuhraun tilheyrði áhrifasvæði Öskju, en nú virðist líklegra að Bárðarbunga sé potturinn og pannan í gosinu þar, sem ég birti nýja mynd af á facebook síðu minni í tengslum við þennan bloggpistil. 

Nú er nefnilega að koma í ljós að umbrotin í og við Bárðarbungu eru eitthvað alveg nýtt, sem bendi til þess að kvikukerfið undir þessari megineldstöð landsins sé flóknara en menn hafa haldið og að það sendi jarðfræðinga landsins að teikniborðinu eins og það er stundum orðað á erlendu máli.

 

Stóra spurningin er líka sú hvort í uppsiglingu sé nýtt hegðunarmynstur þessa risa sem færi okkur stórgos sem enga hliðstæðu eigi sér á þessum slóðum á sögulegum tíma.  


mbl.is Kvikukerfi Bárðarbungu er flóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband