Var feigðarflug MH370 "stjórnað sjálfsmorðsflug"?

Það er jafnan áhugavert að leysa flóknar spurningar um möguleika í ferðalögum.  

Af því tagi eru vangaveltur í tengdri frétt á mbl.is um möguleikana á að ferðast, til afskekktra staða í sólkerfinu eins og Títans við Júpíter eða Evrópu við Satúrnus. 

Hliðstætt þessu viðfangsefni en talsvert nærtækara og jarðbundnara, er tilraun til lausnar ráðgátunnar vegna hvarfs malasísku þotunnar MH370. sem stefnir í að verða dularfyllsta og óleysanlegasta ráðgáta flugsögunnar. Og kenningin veltir því upp að hugsanlega hafi sú verið ætlun einhvers, sem stefndi einmitt að slíku.  

Nú hefur nefnilega komið fram kenning um að líklegast sé að einhver kunnáttumaður, flugstjórinn eða annar um borð, hafi vísvitandi föndrað þannig við sjálfstýringu þotunnar, að hægt var að "fara í felur" með hana, þ. e. fljúga henni þannig af leið að hún sæist ekki á ratsjám og stefna henni langt suðvestur á Indlandshaf, þar sem henni var lent á sjónum á þann hátt að hún sykki til botns á meira en sex kílómetra dýpi og lægi þar í heilu lagi falin öllum mönnum um aldur og ævi í votri gröf.  

Flugstjórinn, sem setur þessa kenningu fram, gerir það í krafti reynslu sinnar og sérþekkingar á Boeing 777 og búnaði véla Malaysian Airlines.

Hann lýsir því hvernig kunnáttumaður gat kúplað út þreföldu tölvukerfi sjálfstýringarinnar og stýrt þotunni í vinstri beygju og flogið henni þannig áfram að hún kæmi ekki inn á ratsjár ríkjanna fyrir vestan Malasíu. 

Þetta hafi verið einhvers konar stjórnað sjálfsmorðflug og skipulagt þannig, að úr yrði dularfyllsta og óleysanlegasta ráðgáta flugsögunnar. 

Nú er það svo, að flugsagan geymir hundruð atvika, þar sem orsök þeirra var þannig, að það var handan mannlegs ímyndunarafls að áætla fyrirfram hvað raunverulega gerðist, og þegar gátan var leyst var orsökin kannski sú, sem hafði sýnst fjarstæðust eða jafnvel óhugsandi í upphafi rannsóknar. 

En kenningin um stjórnað sjálfsmorðsflug MH370 er svosem ekkert verri en hver önnur, - jafnvel hugsanlega sú sennilegasta. 

En hafi þeim sem hugsanlega vildi stýra þotunni þessa helför þannig, að hvorki fyndist af henni tangur né tetur né atburðarásin upplýst, tekist ætlunarverk sitt, var varla hægt að gera það á "fullkomnari" hátt.

Á facebook síðu minni er að finna tengil í erlendu greinina um þetta mál, sem Guðlaugur Hermannsson sendi mér.  


mbl.is Menn gætu flogið á Títan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eins og sjálfstýrt sjálfsmorðsflug Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Lenda að lokum á hafsbotni þar sem enginn finnur þá.

Og heimsbyggðin grætur sig í svefn.

Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 01:49

2 identicon

Hvað var aftur flugdrægið frá þeim stað sem hún hvarf af radar?
Það er vissulega margt sem bendir til þess að vélinni hafi markvisst verið flogið "on the blind map", - þ.e.a.s. utan ratsjár. En er ekki líklegri tilgangur þá að ná henni???
Gat þetta verið flugrán sem fór illa?
Það var alla vega skrítið hva símar fórnarlambanna hringdu lengi eftir flugið, - ef einhver man....

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 14:13

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

http://en.wikipedia.org/wiki/Diego_Garcia

Guðmundur Ásgeirsson, 3.12.2014 kl. 17:51

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eldur hefur komið upp, hugsanlega í lithium- rafgeymunum í lestinni og flest raftæki farið úr sambandi. Fyrstu viðbrögð flugstjórans hafa verið að slá inn stefnu á næsta flugvöll (eða til baka), en síðan hefur hann yfirbugast eins og aðrir, en flugvélin flogið áfram á sjálfstýringunni. Þess má geta, að þegar kviknaði í DC 10 vél frá Swissair sem fórst við Kanada fyrir nokkrum árum fóru radarvarar og önnur tæki strax úr sambandi. Hafi hann sett stefnu á næsta flugvöll væri réttastað leita að véinni í vestri, t.d. nálægt Seychelles- eyjum.

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.12.2014 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband