Mera en 80 þúsund manns muna líka eftir þessu.

Það er oft skemmtilegt hvernig yngri kynslóðin metur reynslu og þekkingu hinna eldri. 

Því finnst til dæmis oft merkilegt hvernig ýmsu var háttað fyrir þann tíma sem þau muna sjálf eftir og að það fólk, sem man lengra aftur, sé orðið að einhvers konar fornmönnum. 

1968 voru um 150 þúsund manns lifandi á Íslandi. Af þeim voru í mesta lagi 40 þúsund undir fermingu og afgangurinn, um 100 þúsund manns, því kominn á þann aldur að þeir upplifðu helstu atburði ársins.

Vegna þess að meðalaldur Íslendinga er um 80 ár er vart við því að búast að meira en 20 þúsund af þessum 100 þúsund hafi látist eða misst minnið eftir 1968.

Það er því ekki stór frétt að einhver sem var uppi á Íslandi fyrir 46 árum muni eftir helstu atburðum þess árs eins og tveimur breytingum í grundvallarvenjum á Íslandi, að skipta úr vinstri umferð í hægri umferð og hætta "hringlinu með klukkuna."    


mbl.is Man þegar sumartíminn var festur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferlega nú fýld er grön,
fjörutíu þúsund karla,
telja það á ská og skjön,
skammt þeir muni varla.

Þorsteinn Briem, 10.12.2014 kl. 22:14

2 identicon

Ég fékk svona smá hroll um daginn þegar ég var að ferðast með skólahóp, og náttúrulega þekkti enginn veröld án gsm og ekki allir mundu eftir veröldinni fyrir wi-fi.
Það voru kennarar með í för, og þeir töldu mig vera að grínast þegar ég sagði hópnum frá fyrstu lendingunni á tunglinu (í samhengi við komu geimfaranna hingað, - var það ekki sumarið 69?)
Kom þá í ljós að ég var elstur um borð. En lítt gleymskur.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 07:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fimm árum síðar var ég sá fyrsti í skólanum sem keypti vasareikni og í Menntaskólanum á Akureyri var tölva með gataspjöldum.

Þorsteinn Briem, 11.12.2014 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband