Krímskaganum verður aldrei "skilað".

Sú hugmynd, að Rússa muni bara rétt si svona "skila" Krímskaganum til Úkraínumanna, er fráleit. Krímskaginn var hluti af Rússlandi frá 1783 til 1954 eða í 171 ár, og þegar Rússar "gáfu" svæðið yfir til Úkraínu var Úkraína hluti af Sovétríkjunum sem var með Rússland sem svo yfirþyrmandi ráðandi afl í sambandinu, að staðsetning Krímskagans innan þeirra breytti nánast engu um stöðu skagans.

Þar að auki er yfirgnæfandi meirihluti íbúa skagans hlynntur því að tilheyra Rússlandi á ný, enda hefðu Rússar aldrei getað náð völdum jafn auðveldlega og raun var á, ef bitastæð andstæða gegn því hefði verið þar af hendi íbúanna.

Eftir fall Berlínarmúrsins lofaði Bush eldri forseti Bandaríkjanna Gorbatsjov því að NATÓ myndi ekki seilast til útþenslu í Austur-Evrópu. 

Síðan hafa bandalagið og ESB þanist út til austurs í átt til Rússlands og það skapar óþægilegar minningar hjá Rússum frá þeim tíma þegar Hitler gerði nágrannaríkin við vesturlandamæri Sovétríkjanna að bandalagsríkjum sínum 1939-41 og rauf síðan griðasamninginn við Stalín og réðist inn í Sovétríkin með þeim  afleiðingum að um 20 milljón Sovétmanna féllu.

Þegar deila er í gangi er mikilvægt að báðir aðilar sýni viðhorfum hins skilning.

Burtséð frá gölluðu stjórnarfari í Rússlandi Pútíns þurfa Vesturlönd að meta stöðuna á þann hátt.

Litlu munaði 1945 að Bandaríkjamenn gerðu þau arfamistök að varpa kjarnorkusprengju á Kyoto og steypa keisaranum af stóli og fangelsa hann. Sem betur fór tóku vitrir menn þá í taumana.

Hér á síðunni voru strax síðastliðið vor sett spurningarmerki við sum atriði stefnu Vesturveldanna gagnvart Rússum og það hvort þar sé í öllu haldið skynsamlega á spilum. 

Síðan þá hefur Henry Kissinger, fyrrum mótandi utanríkisstefnu Bandaríkjamanna, komið fram með svipaða gagnrýni. 

Það þarf ekki annað en að líta á landakort og skoða söguna til að sjá, að landamæri og nábýli Rússlands og Úkraínu eru afar hliðstæð landamærum og nábýli Bandaríkjannan og Kanada.

Sagt er að meirihluti Úkraínumanna vilji ganga í ESB og jafnvel NATO.  

En Úkraína horfir svipað við Rússum og Kanada við Bandaríkjamönnum og hætt er við að Bandaríkjamönnum hnykkti við ef Kanadamenn vildu til dæmis ganga í efnahagsbandalag og jafnvel hernaðarbandalag með Rússum og vilja skila Rússum aftur Alaska, sem Rússar seldu Bandaríkjamönnum fyrir gjafverð og afhentu í raun á silfurfati árið 1867. 

Nafnið Alaska er meira að segja rússneskt. 


mbl.is Herða refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar verða að sjálfsögðu að þola það þegar aðrar þjóðir í Evrópu vilja sjálfar vera í Evrópusambandinu og NATO.

Rússar eru núna lýðræðisþjóð og verða að virða lýðræði í öðrum ríkjum Evrópu.

Og engir fyrrverandi stjórnmálamenn í Evrópu eða annars staðar geta ráðið því hvað lýðræðisþjóðir gera í þessum efnum.

Engin þjóð í Evrópu eða öðrum heimsálfum hefur nokkurn áhuga eða hag af því að ráðast á Rússland og það vita Rússar að sjálfsögðu.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 02:23

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Krímskagi er núna hluti af Rússlandi og harla ólíklegt að því verði breytt.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 03:18

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta eru ágætist pælingar hjá síðuhafa.

En mér finnst ekki sanngjarnt að líkja ESB við Þriðja ríkið. Rússlandi stendur engin hernaðarleg ógn af ESB. En það hentar hagsmunum Pútins að láta eins og svo sé. Aftur á móti stóð til dæmis Georgíu hernaðarleg ógn af Rússlandi. Rússar réðust þar inn 2008, þeir réðist inn á Krímsskaga og allir vita að þeir eru með hermenn í Úkraínu. Þegar þeir eru gripnir halda Rússar því fram að hermennirnir hafi óvart „villst" inn í landið.

Varðandi Kanada og ímynduð dæmi. Ímyndum okkur að Frakkland ákveði allt í einu að „vernda" hagsmuni frönskumælandi fólks alls staðar. Frakkland réðist svo inn í Quebec, hið frönskumælandi fylki Kanada, setti á svið kosningar og eignuðu sér fylkið. Þyrfti að sýna því skilning?

Wilhelm Emilsson, 20.12.2014 kl. 05:25

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er margt sem má hafa í huga.  Hverjum stendur Rússum raunveruleg ógn af?  Hinum fjársveltu herjum Evrópusambandslanda?  NATO, sem var raunverulega á "heljarþröm", sem bandalag en öðlaðist "nýtt líf" við yfirgang Rússa í Úkraínu?

Það er líka rétt að hafa í huga að Krím var ekki eina landsvæðið sem var flutt til innan "Sovétríkjanna".  Rússar tóku til dæmis "sneið" af Eistlandi.  Skyldi Rússum og Pútin þykja eðlilegt að þeirri "sneið" sé skilað?  Þykir síðuhöfundi það "réttlætismál"?

Skyldu Rússar ljá máls á að "sneiðum" sem þeir skáru af Finnlandi eftir seinni heimstyrjöld yrði skilað?

Staðreyndin er sú að Rússar/Sovétríkin hafa viðstöðulaust farið fram með yfirgangi og ofbeldi gagnvart nágrönnum sínum.  Jeltsín tímabilið er líklega svo gott sem eina hléið sem þar hefur komið á.

Hví ættu Rússar að geta sagt nágrannaþjóðum sínum hvernig þær eigi að "standa og sitja"?

Hvað varðar meirihluta Rússa í Krím er hann tilkominn vegna þess að þeir myrtu og fluttu á brott nær alla íbúa skagans í lok seinni heimstyrjaldar. Þeir afkomendur þessa fólks sem hefur náð að snúa aftur vilja hins vegar flestir tilheyra Ukraínu.  Á það engan rétt?

Nægir að drepa nógu marga og koma með eigið fólk í staðinn til þess að eiga "löglegt" tilkall til svæðisins?

G. Tómas Gunnarsson, 20.12.2014 kl. 06:53

5 identicon

Það er athyglisvert - og til umhugsunar - að athugasemdir við fimm nýjustu bloggfærslur Ómars Ragnarssonar skiptast þannig:

Steini Briem: 27 athugasemdir

Aðrir: 20 athugasemdir

Af 47 athugasemdur á Steini Briem 27, eða 57,4%!

Það skal ítrekað að huldumaðurinn Steini Briem heitir í rauninni Ómar Ragnarsson :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 08:59

6 identicon

Onei Hilmar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 09:05

7 identicon

Ég hef stundum verið að hugsa það sama og Hilmar, hvort þessi Steini Briem væri ekki bara Ómar sjálfur, en ef maður fer á síðuna hans, þá stendur þar að höfundur sé undrabarn og heitir Þorsteinn Briem og er ábyrgðarmaður samkvæmt þjóðskrá.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 09:06

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations


Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu 1. júlí í fyrra
og Serbía sótti um aðild að sambandinu 22. desember 2009.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 09:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/66/Ukraine_ethnic_2001_by_regions_and_rayons.PNG

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 09:42

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [þar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."

Um fjórðungur íbúa Eistlands og Lettlands er hins vegar af rússnesku bergi brotinn.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 09:45

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 09:47

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nokkur dæmi árið 2013:

Share of world wealth:


Evrópusambandið 36,7%,

Bandaríkin 29,91%,

Frakkland 5,91%,

Þýskaland 5,35%,

Ítalía 4,92%,

Bretland 4,88%,

Kanada 2,83%,

Spánn 1,92%,

Rússland 1,51%
,

Indland 1,5%,

Brasilía 1,31%.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 09:57

13 identicon

Góð grein,bara eitt í viðbót. Einkennileg ákvörðun hjá Poroshenko að velja nýja ráðherra frá Bandaríkjunum ofl.,sem varð að veita Úkraínskann ríkisborgararétt á stundini svo þeyr yrðu gjaldgengir.Sjá hér http://rt.com/news/210883-ukraine-foreigners-government-poroshenko/

Porter Holz (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 10:46

14 identicon

Og nú er staðan þessi:

Steini Briem: 32 athugasemdir

Aðrir: 23 athugasemdir

Af 55 athugasemdur á Steini Briem 32, eða 58,2%!

Krímskagakrónikan er að sjálfsögðu komin inn á "heitar umræður" eins og að var stefnt...

Það skal ítrekað að huldumaðurinn Steini Briem heitir í rauninni Ómar Ragnarsson :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 11:39

15 identicon

Það eru ekki nema 25 ár síðan múrinn féll

Yfirlýsingar sumara þjóðarleiðtoga um Rússa eru hjómið eitt

og einungis ætlað til að fá 5 mínúntna frægð

eða beina athyglinni frá illa lyktandi vandamálum á heimaplani

Grímur (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 11:54

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 11:55

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 12:21

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kallinn gerður út af örk,
utan fór frá Króknum,
allt er þar nú eyðimörk,
öllum kalt á lóknum.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 14:02

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er ekki að mæla stjórnarfari Pútíns bót og tel líka að tortryggni Rússa og ótti gagnvart óskum nágrannaþjóðanna um að taka upp aukið samband við ESB og NATO sé byggður á of mikilli tilfinningasemi.

En muna má það, að þegar rætt var um að gefa Noregskonungi Grímsey á Alþingi voru það ein helstu rök Einars Þveræings að jafnvel þótt þáverandi Noregskonunugur væri hinn mætasti maður, vissi enginn hvernig eftirmenn hans yrðu. 

Ef einhver þeirra yrði óskammfeilinn, væri hægt að fara með langskipum frá Grímsey og yrði þá hætt við að "mörgum búandkarlinum þætti þröngt fyrir dyrum." 

Þegar Rússar afhentu Úkraínumönnum Krímskagann tóku þeir það ekki með í reikninginn að síðar gæti komið upp alveg ný staða, sem breytti eðli þess gernings. 

Rétt er að athuga það að það hentar Pútín vel sem valdafíknum manni að finna aðsteðjandi erlenda ógn til að þjappa þjóðinni saman á bak við sig. Og það hefur honum tekist svo vel að samkvæmt skoðanakönnunum standa 80% Rússa á bak við hann, fleiri en um árabil. 

Þetta er gamalt bragð hjá valdhöfum. En einmitt þess vegna er óðagot varðandi aðgerðir Vesturveldanna hæpið, því að það gefur Pútín tækifæri til að magna ótta við þær og andúð.

Finnar ætla ekki nú, frekar en síðustu 70 ár, að gerast aðilar að NATO. Yfirveguð stefna þeirra hefur fært þeim öryggi og frið þennan tíma.

Ómar Ragnarsson, 20.12.2014 kl. 14:25

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð gætu að sjálfsögðu sótt um aðild að NATO á næstu árum og þessi ríki hafa átt samvinnu við NATO.

Þar að auki eru þau bæði í Evrópusambandinu, sem er engan veginn hlutlaust og með sérstakan utanríkismálastjóra.

Dæmi frá síðastliðnum mánudegi:

"Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagðist í dag furða sig á viðbrögðum Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, eftir að Evrópusambandið gagnrýndi handtökur á blaðamönnum í Tyrklandi í gær."

Og Rússar vita að sjálfsögðu vel að NATO myndi aðstoða Finnland og Svíþjóð ef þeir myndu ráðast á þessi Evrópusambandsríki, sem þeir hafa að sjálfsögðu engan áhuga á.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 15:23

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 15:33

23 identicon

Og nú er staðan þessi:

Steini Briem: 38 athugasemdir

Aðrir: 25 athugasemdir

Af 63 athugasemdum á Steini Briem 38, eða 60,3%!

Krímskagakrónikan er að sjálfsögðu komin inn á "heitar umræður" eins og að var stefnt...

Það skal ítrekað að huldumaðurinn Steini Briem heitir í rauninni Ómar Ragnarsson :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 16:12

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Rússar brutu gerða samninga varðandi Krím og þau landamæri sem þeir höfðu samþykkt með alþjóðlegum samningum er varða landamæri Rússlands og Úkraínu.

Rússland hefur því tekið yfir Krím og fleiri svæði í Úkraínu með ólöglegum hætti samkvæmt alþjóðalögum.

Nánar.

http://en.wikipedia.org/wiki/Russia%E2%80%93Ukraine_border

http://en.wikipedia.org/wiki/Budapest_Memorandum_on_Security_Assurances

Jón Frímann Jónsson, 20.12.2014 kl. 20:52

25 identicon

Sæll Ómar 

Þú ert nú meiri maðurinn. Rússakeisari lagði Krím undir sig. Meirihluti íbúanna var lengst af ekki rússneskur þar til á síðustu öld að Stalín lét drepa nægilega marga. Aðskilnaðarsinnar fengu 4% atkvæða í kosningum sem fram fóru áður en Pútler hélt eigin kosningar. - Sem sé; leggja undir sig landsvæði og drepa íbúana - það er rétta leiðin.

Hafðu skömm fyrir málflutninginn.

Einar

EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 22:54

26 Smámynd: Borgþór Jónsson

Krímskagi verður rússnaeskur áfram af tveimur ástæðum.

Í fyrsta lagi verða rússar ekki hraktir þaðan nema með hervaldi,og ég held að engan langi í þann leik

Í öðru lagi þá er ekki nóg að hrekja rússa í burtu af því að íbúarnir vilja tilheyra Rússlandi.Það þyrfti því að berja niður vilja íbúanna líka sem ég held líka að engan langi til að standa í.

Það virðist vera sem að það hafi tekist enn einu sinni að selja mörgum goðsögnina um að vesturveldin splundri þjóðum til að efla lýðræði ,þrátt fyrir að við höfum nokkur góð og fersk dæmi um hið gagnstæða.

Þetta snýst ALLTAF um peninga og völd.

Þá er spurningin hversvegna ESB fékk skyndilega svo mikinn áhuga á Úkrainu að það kostaði byltingu gegn Yanakovitch.

Svarið er ekki flókið ,það er gas.

Áratugum saman hefur umræðan í ESB snúist um að losna við að kaupa svona mikið gas af rússum.

Árið 2013 fann Shell miklar gaslindir út af austurströnd Úkrainu einkum við Krímskaga.

Nú var tækifærið komið ,það þurfti bara að ná Úkrainu inn á áhrifasvæði ESB og björninn var unninn.

Í febrúar gera þeir svo samning við Yanakovitch sem sviftir hann nánast öllum völdum og kosningum er flýtt sem án nokkurs vafa mundu færa ESB tilætluð úrslit.Tíminn yrði svo nýttur til að dæla innistæðulausum loforðum um fjárframlög frá ESB til að rétta af efnahag Úkrainu.

Eins og við vitum er efnahagur ESB ríkjanna í því ástandi að þau geta varla staðið undir sjálfum sér hvað þá tekist á við það risavaxna verkefni að rétta af Úkrainu.

Áhugi ESB á Úkrainu tengdist aldrei lýðræði og velferð úkrainumanna heldur gaslindunum í Svartahafi enda kveinkaði þessi áhugi ekki fyrr en gaslindirnar voru fundnar

En björninn var ekki unnin og kemur þar tvennt til.

Í fyrsta lagi þá kemur inn þáttur bandaríkjamanna sem höðu líka verið að vinna að byltingu,en á allt öðrum forsemdum og allt öðrum ástæðum.

Þeir sætta sig alls ekki við þessa samninga ,enda skila þeir alls ekki þeim árangri sem þeir voru að leita eftir.

Nú voru nasistarnir virkjaðir og við verðum vitni að morðunumm á Maidan.   Fock the EU.

Í öðru lagi þá sættir Putin sig ekki við að sjá á bak flotastöðinni í Sevastapool og gaslindunum og bregst við hart í ringulreiðinni og nær Krímskaga.

Putin er ljóst að hann getur innlimað Krímskaga með fullu samþykki íbúanna þanniig að það mætti gera það á örskömmum tíma og án átaka.

Hann lætur til skarar skríða og Evrópa og Bandaríkin fylgjas með án þess að fá rönd við reist.Putin hefur reiknað rétt.

Merkel er æf út í Putin vin sinn,gaslindirnar glataðar að eilífu og hún stendur eftir með bláfátæka Úkrainu í upplausn. Til að bæta gráu ofan á svart nuddar Putin henni sífellt upp úr ,að hún verði að hjálpa Úkrainiu eins og hún hafi lofað þeim.Þarna eru engar tekjur,bara kostnaður.

Bandaríkjamenn eru æfir,þeir eru búnir að missa Sevastapool sem þeir voru búnir að sigta á árum saman og vinna mikla undirbúningsvinnu til að komast höndum yfir með tilheyrandi kostnaði.Þeir sitja líka uppi með gagnslausa nasista sem eru bara vandræði eins og nasistar eru alltaf.

Rússum stafar mikill hætta af USA af því að rússar eru í fararbroddi ríkja sem stefna að því að leggja af bandaríkjadollar í milliríkjaviðskiftum.

Ástæðan fyrir að rússar leiða þennan hóp er að þeir eru eina ríkið á jörðinni sem bandaríkjamenn geta ekki beitt hernum gegn.

   Þetta mundi vera gríðarlegt áfall fyrir bandarískan efnahag og bandaríkjamenn verja þessa stöðu sína af miklu harðfylgi.

Enginn þjóðarleiðtogi hefur til þessa lifað það af að snúast gegn dollaranum nema Assad,en hann er sama og dauður,bara tímaspursmál.

Borgþór Jónsson, 21.12.2014 kl. 18:13

27 identicon

Indíánarnir fá ekki Manhattan aftur, Rússar ekki Alaska, Spánverjar hvorki Florida né Kaliforníu, Frakkar ekki Louisiana og Úkraína á Krím hvað sem Putin segir. Krímskaganum verður skilað fyrr eða síðar, spurningin er ekki hvort heldur hvenær. Rússar munu búa við kreppuástand meðan Krím er ekki skilað.

Íbúar ráða ekki hverjum búsvæði þeirra tilheyrir, eignarhaldið er ekki einstaklinganna. Vestaannaeyingar gætu ekki sameinast Írlandi og Austfirðingar Noregi þó einhverjar skoðanakannanir þar sýndu þann vilja.

Hábeinn (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 19:14

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki vantar nú samsæriskenningarnar, frekar en fyrri daginn, og nú á framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson að vera orðinn handbendi Evrópusambandsins í Úkraínu ásamt Kaupfélagi Skagfirðinga og meirihluti Úkraínumanna nú nasistar.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 20:21

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rússar geta að sjálfsögðu ekki hætt að selja olíu og gas til Evrópu á morgun og eins og aðrar olíuþjóðir verða þeir nú að byggja upp aðrar greinar en olíuiðnaðinn, í stað þess að vera honum háðir.

"50% of Russia's government revenue comes from oil and gas.

68% of Russia's total export revenues in 2013 came from oil and natural gas sales.

33% of these were crude oil exports, mostly to Europe."

Rússar hamstra vör­ur í versl­un­um

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 21:59

30 Smámynd: Borgþór Jónsson

Steini. And your point is?

Borgþór Jónsson, 21.12.2014 kl. 22:04

31 Smámynd: Borgþór Jónsson

Hábeinn 

Það eru tiltölulega lítil tengsl milli.Krím og samdráttarins í Rússlandi.

Samdrátturinn stafar fyrst og fremst af lækkuðu olíuverði og ca 15% af áhlaupi sem var gert á rúbluna.Það mun síðar ganga til baka.

Áhrif efnahagsþvingana er fyrst og fremst greiðsluvandræði banka á erlendum lánum.Það er lítill vafi á að rússneska ríkið hefur bolmagn til að hjálpa bönkunum yfir þann hjalla.

Ef rússar skila Krím breytir það engu um hag rússlands,olíuverð verður áfram lágt.

Rússar eru heppnir með það að vöruskiftajöfnuður þeirra verður áfram þægilega hagstæður þrátt fyrir lækkun á olíu og efnahagsþvinganir.

Gallin er að tekjur ríkissjóðs lækka um 25% eða svo með tilheyrandi lífskjaraskerðingu. En það hefði enginn áhrif að skila Krím

Krím verður áfram Rússneskur.

Ég held að menn séu svolítið að falla í þá gryfju að halda að vegna þess að lífskjör rússa eru lakari en þau bestu á vesturlöndum þá sé Rússlland fátækt ríki.

Það er langt í frá að Rússland sé fátækt ríki.

Borgþór Jónsson, 21.12.2014 kl. 22:33

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

My point is that you are an idiot, Borgþór Jónsson.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 22:44

33 Smámynd: Borgþór Jónsson

Steini,þú ert svolítið vanstilltur.

Gunnar Bragi er væntanlega ekki handbendi ESB ,en ég verð að minna á að við erum í NATO

Eiganndi NATO er löngu búinn að gefa það út að allir sem fylgja þeim ekki að málum séu þar með óvinir þeirra. Við eru ekki í góðri aðstöðu til að vera óvinir þeirra.

Þetta gerði Bush af mikilli röggsemi um árið og það hefur ekkert breyst.

'eg man ekkii til að hafa séð einhvern halda því fram að meirihluti úkrainumanna séu nasistar,en þeir spiluðu stórt hlutverk á lokadögum Maidan og breittu mótmælunum frá því að vera krafa um endurbætur í að verða kollvörpun lögmætrar ríkisstjórnar úkrainu.

Í kjölfarið komust þeir svo til mun meiri valda en eðlilegt getur talist miðað við fylgi þeirra og spila enn stórt hlutverk í Úkrainu

Hvernig Kaupfélag Skagfirðinga tengist þessu sé ég ekki alveg.

Borgþór Jónsson, 21.12.2014 kl. 22:55

34 identicon

"The preservation of the jews is really one of the most signal and illustrious act of Divine Providence and what but a supernatural power could have preserved them in such a manner as none other nation upon earth hath been preserved. Nor is the providense of God less remarkable in the Destruction of their enemies, then in their preservation....We see that the great empires, which in their turn subdued and opressed the people of God, are all come to ruin....And if such hath been the fatal end of the enemies and oppresors of the jews, let it serve as a warning to all those, who at any time or upon any occasion are for a clamor and persecution against them" (Thomas Nevton). Minnir á gamla testamenntið "leave no one alive". Hafið það í huga, að það að taka peningavöldin úr höndum "hinnar útvöldu þjóðar" er ofsóknir af verstu gerð!

Það má ætla að margir fyllist af bræði yfir þessari athugasemd minni. Enda eru allir hræddir við Gyðingahatara stimpilinn. 

"To know who rulers over you simply find out who you are not allowed to criticize" (voltaire). 

Benni (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 23:33

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef sjálfur búið í Rússlandi og mér blöskrar allt ruglið í þér, Borgþór Jónsson.

Þorsteinn Briem, 21.12.2014 kl. 23:58

36 Smámynd: Borgþór Jónsson

Það gerir mig bara meira undrandi að þú vitir svona lítið um Rússland úr því þú hefur búið þar.

Borgþór Jónsson, 22.12.2014 kl. 00:07

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er engan veginn hissa á því að þú haldir að undirritaður viti lítið um Rússland og Úkraínu, miðað við alla þína steypu, Borgþór Jónsson.

Þorsteinn Briem, 22.12.2014 kl. 00:27

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður að fá rafvirkja til að gera við leiðslurnar í kollinum á þér en nú eru þeir ekki í vinnunni, Borgþór Jónsson.

Þorsteinn Briem, 22.12.2014 kl. 00:32

39 identicon

Steini Briem. Varst þú í Rússlandi þegar kommúnistar voru þar við völd? Það væri nú í samræmi við málfluttning þinn. Þú verður að átta þig á að loksins hefur Rússneska þjóðin fengið leiðtoga sem það stendur með að miklum meirihluta, ásamt Rússnesku kirkjunni. Það er nú meira en t.d. Bandaríkjamenn geta státað af. Samkvæmt Gallup, voru 43% Bandaríkjamanna ánægðir með störf Obama á meðan 83% Rússa voru ánægðir með Putin.

það er sorglegt að nú þegar Rússar eru að losna úr klóm kommúnista skuli það verða Bandaríkjunum að bráð. Obama hefur nú völd til að láta myrða bandaríska ríkisborgara sem eru TALDIR líklegir til hryðjuverka og hann hefur þegar látið myrða í það minnsta tvo bandaríska þegna. Og Guð má vita hverjir eru hryðjuverkamenn, samkvæmt mati þeirra sem virkilega halda um strengina

Benni (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 02:15

40 Smámynd: Borgþór Jónsson

Fyrir nokkrum árum ákváðu rússar að gera rúbluna að "reserve currency" árið 2014

Í þeim tilgangi hafa þeir verið að kaupa gull eins og enginn sé morgundagurinn og koma sér upp stórum varasjóði.

Til að þetta megi verða verður rúblan að fljóta án nokkurra hafta að hálfu rússneska seðlabankans.

Ekki það að ég sé neinn gjaldmiðlasérfræðingur,en mér finnst þetta vera frekar óraunhæft miðað við hvernig orkuverðið getur leikið gjaldmiðilinn en þeir virðast ætla að halda þessu til streytu þrátt fyrir að þeir komi inn á markaðinn í vægast sagt erfiðum aðstæðum.

Rússar hefðu tæknilega séð getað sett einhverskonar gjaldeyris höft eins og við íslendingar til að vernda rúbluna,en það hefði eyðilagt þetta ferli.

Kosturinn fyrir rússa ef þetta tekst er að þá eru þeir lausir undan möguleikunm annara ríkja til að beita þá gjaldeyrisþvingunum eins og gert er í dag,auk þess að þetta sparar þeim töluverðan pening.Það er ekki ókeypis að nota gjaldmiðil annars lands í viðskiftum.

Þó okkur íslendingum sé tamt að finnast lítið til um Rússland þá eru þeir samt eitt af stærstu efnahagveldum heims,í hópi með Ítalíu  Brasilíu Bretlandi og Frakklandi. og um 70% af umsvifum Þýskalands.

Þar langt fyrir ofan koma svo Japan Bandaríkin og Kína.

Í dag eru þessir "Reserve" gjaldmiðlar nánasrt einokaðir af evru og dollar,eða um 90%. 60% dollar og 30% evrur ef ég man rétt.

Frá því um aldamót hefur mikilvægi dollars sem reserve gjaldmiðils lækkað úr úr 70% í 60% Árið 2015 verður fyrsta árið að óbreyttu sem bandaríkjamenn þurfa að innleisa verulega meira af dollurum en þeir geta selt,það verður mjög sársaukafullt fyrir þá.

Að halda á reserve gjaldmiðli er mjög mikilvægt í mörgum skilningi.Fyrir það fyrsta þá gefur það tekjur og svo fylgja því mikil völd eins og við sjáum þessa dagana í refsiaðgerðum gegn rússum.Þetta eykur líka stöðugleika gjaldmiðilsins af því að það er svo mikið af honum í umferð um allan heim ,lækkar vexti og dregur úr líkum á verðbólgu.

Allar mintir geta í sjálfu sér orðið reserve gjalmiðlar,en mintin þarf að vera sæmilega stöðug til að aðrar þjóðir vilji eiga hana og það þarf að ríkja traust á að þú getir alltaf selt hana og keyft án hindrana eða hafta.

Það er í þessu samhengi sem evran og dollarinn eru að bregðast hrapalega.Þessum gjaldmiðlum er í síauknum mæli beitt sem vopni í viðskiftum við aðrar þjóðir og traust manna til þeirra er að dvína út af þessu.Til að gera málið enn verra er þessum gjaldmiðlum oftast beitt samtímis,þannig að það er ekkert skjól að hafa.

Margir bandarískir hagfræðingar og stjórnmálamenn hafa ítrekað varað við að dollaravopninu sé beitt af slíku gáleysi eins og gert er.

En teningunum er þegar kastað,dollarinn á eftir að verða fyrir þungum áföllum þó það verði sennilega ekki af hendi rúblunnar.Líklegra er að það verði kínverjar sem hreppi hnossið,enda eru þeir líka í óða önn að undirbúa jarðveginn og gera tilraunir með gjaldmiðlaskifti.

Margar þjóðir í Asíu Afríku og Suður Ameríku eru að vinna að þessum breitingum ,en við heyrum ekki mikið af þessu.Það eru griðarlegir tilflutningar á völdum í uppsiglingu.

Bandaríkjamenn eru ekki kátir og eru í sívaxandi mæli farnir að beita hernaði til að verja dollarann.

Það er alveg ljóst að dollarinn er ekki á leiðinni út sem reserve currency enda eru bandaríkin næst stærsta iðnríki heims á eftir Kínverjum.Hinsvegar munu pólitísk völd þeirra minnka verulega í kjölfar aukinnar fjölbreytni.Þeir geta illa beitt aðrar þjóðir gjaldeyrishernaði ef viðkomandi þjóð á aðra möguleika.

Lokaorustan stendur nú yfir í Rússlandi og er síðasti naglinn í líkistu þess trausts sem bandaríkjunum hefur verið sýnt til að fjármagna heimsviðskiftin.Það getur farið svo að orustan tapist fyrir rússa,en stríðið er þegar unnið.

Það yrði ekki í fyrsta skifti sem menn fara með brunninn afturendann frá Rússlandi.

Borgþór Jónsson, 22.12.2014 kl. 02:26

41 identicon

Er ekki augljóst hverjir halda um stjórnar taumana, þegar það liggur fyrir að bandaríska þingið samþykkti einróma að styðja Ísrael í morðárásum ísraela á Gasa í júlí síðastliðnum. Þeir eru náttúrulega meðsekir. Það þyrfti nú sennilega pyntingar til að fá flesta (vonandi) til að skrifa undir slíkt. Það er nú ekki að ástæðulausu sem það er talið pólitískt sjálfsmorð að gagnrýna Ísrael. Svo það er nú kannski ekki hægt að ætlast til að  stjórnmálamenn séu heiðarlegir undir þeim kringumstæðum.

Benni (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 03:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband