Ekki skoðanakönnun og langt til kosninga.

Tæplega hálft annað ár er til forsetakosninga. Það er mjög langur tími í stjórnmálum. 

1967, 1979 og 1995 hefði engan órað fyrir þeim úrslitum sem urðu í kjöri síðustu þriggja forseta 1968, 1980 og 1996.  Raunar hefði engan órað fyrir því fimm mánuðum fyrir þær kosningar hver sá yrði í framboði sem yrði forseti. 

Þar að auki er ekki hægt að sjá að greiningin, sem nú er flaggað með skiptingu kjósenda í annars vegar þá sem eru með sjónarmið sjötugra og hins vegar þá sem eru yngri, hafi falið í sér sérstaka skoðanakönnun um fylgi hugsanlegra forsetaframbjóðenda, enda liggur ekkert fyrir um það hverjir það verða.

Þar að auki er það mikil einföldun og hæpið að draga kjósendur í dilka eingöngu eftir aldri. 


mbl.is Ólafur myndi tapa fyrir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þóra átti að rúlla þessu upp í síðustu kosningum. En svo ræskti Hr. Ólafur sig og hún hrundi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2015 kl. 12:40

2 identicon

Sammála þér, Ómar.

Svona könnum hvað þá greining er algjörlega ómarktæk og í besta falli hálfvitaleg, full af aldursrasisma og öðrum fordómum.

Þetta er ein af þessum hönnuðu atburðarrásum til að hafa áhrif á gang mála, en slíkt er farið að missa algjörlega marks og skorar bara sjálfsmarks, enda er þjóðin farin að sjá í gegnum svona.

Gunnar Kamban (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 13:32

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Þorsteinn Briem, 15.1.2015 kl. 16:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það þarf nú ekki að "hanna" eitthvað í kringum Jón Gnarr.

Hins vegar hefur hann ekki ákveðið ennþá hvort hann býður sig fram.

Þorsteinn Briem, 15.1.2015 kl. 16:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Gnarr er ekki ungur, fæddur 2. janúar 1967, 48 ára gamall og því miðaldra.

Þorsteinn Briem, 15.1.2015 kl. 16:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aldur þegar þau urðu forseti Íslands:

Ólafur Ragnar Grímsson 53 ára,

Vigdís Finnbogadóttir 50 ára,

Kristján Eldjárn 52 ára,

Ásgeir Ásgeirsson 58 ára,

Sveinn Björnsson 63 ára.

Meðalaldur 55 ára.

Jón Gnarr
verður 49 ára á næsta ári, einu ári yngri en Vigdís Finnbogadóttir þegar hún varð forseti Íslands.

Þorsteinn Briem, 15.1.2015 kl. 17:24

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi áttu 143.788 (44,1%) lögheimili á aldrinum 18-49 ára 1. janúar 2014 en 101.843 (31,3%) fimmtíu ára og eldri.

Yngri en 18 ára (undir kosningaaldri) voru því 80.040 (24,6%), samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Hins vegar:

"Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarrétt við kjör forseta Íslands, við alþingiskosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur og eru því ekki á kjörskrárstofni.

Eina undantekningin eru danskir ríkisborgarar, sem voru búsettir á Íslandi 6. mars 1946 eða einhvern tíma á síðustu 10 árum fyrir þann tíma. Þeir eiga kosningarrétt samkvæmt lögum nr. 85/1946."

Þorsteinn Briem, 15.1.2015 kl. 20:34

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Maður heldur að einhver ný athugasemd sé hér og kíkir inn, en þá er það bara einhver vél sem spítúr út úr sér einhverri ælu. Maður verður bara að hætta að vakta þetta. Alltof margar fýluferðir hingað.   frown 

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2015 kl. 20:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Búinn að heyra þetta frá þér svona eitt þúsund sinnum síðastliðin átta ár, Gunnar Th. Gunnarsson.

Þú og aðrir vesalingar í mörlenska teboðsskrílnum hafið aldrei þolað staðreyndir.

Þorsteinn Briem, 15.1.2015 kl. 21:09

10 identicon

Gnarrinn er kominn með mörg atkvæði áður en hann býður sig fram, þ.m.t. mitt. Hann yrði glæsilegur forseti og afar athyglisverður. Yfirburðamaður.

Gissur Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.1.2015 kl. 21:56

11 identicon

Það er tilgangslaust að að gagnrýna Steina, hann kemur alltaf með eithhvað um teboð, sjalla, eða eitthvað annað misgáfulegt. 

Annars held ég að Gnarrinn eigi ekki heima þarna. Það þarf mann eða konu með bein í nefinu. Það þarf greinilega að hafa aöhald með misgáfulegum stjórnmálamönnum og beita 26. greinini.

HH

HH (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 10:52

12 identicon

eitthvað átti að standa þarna að sjálfsögðu

HH

HH (IP-tala skráð) 16.1.2015 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband