Svipaðir grjótgarðar safna sandi um allt land.

Úrræði Landgræðslunnar gegn því að sjórinn hefur brotið niður fjöruna fyrir neðan Vík var það að gera nokkra garða, sem ganga þar út í sjó og drepa strauminn meðfram fjörunni þannig að sandurinn sökkvi til botns og færi þannig landið út.

Svipað má sjá við árfarvegi um allt land. Ég þekki eitt dæmi nákvæmlega eftir að hafa fylgst með árbakka margsinnis árlega með árbakka Blöndu fyrir neðan Hvamm í Langadal.

Með því að rjúfa sveig á ánni sunnar, breyttist straumurinn og fór að belja á fyrrnefndum árbakka.

Vegagerðin lofaði að búa til "tennur" eða litla varnargarða á bakkann úr hluta af þeirr miklu möl sem tekin var úr skriðu Hvammsár til að byggja upp nýjan veg í dalnum.

Það loforð var svikið og því eru aðeins nokkur ár síðan loks var farið í það verk, en þá hafði Blanda brotið nokkra hektara af túninu á bakkanum.

Síðan þessir stuttu garðar voru gerðir, hefur myndast sandur við bakkana og landbrotið hefur stöðvast.

Að sjálfsögðu hefur svipað gerst við Landeyjahöfn og um þetta efni var til dæmis fjallað hér á síðunni þegar farið var í gerð hennar. Grynningarnar þar eiga ekki að koma neinum á óvart og ekki heldur 1,1 milljarður, sem dælingin ein mun kosta, en þá er sleppt öllu því tjóni sem höfn, sem er ónothæf stóran hlut úr ári, kostar.

Ef sagt er að þessi kostnaður nemi 1,5 milljörðum á ári nemur hann um 30 milljörðum á 20 árum.

Það leiðir hugann að því hvort göng út í Eyjar, að gefnu því að þau hefðu verið tæknilega framkvæmanleg, hefðu getað borgað sig upp á svipaðan hátt og Hvalfjarðargöng.

Er eitthvað á móti því að varpa þeirri spurningu upp,-  burtséð frá því hvort sá möguleiki var sleginn af á sínum tíma, sé sleginn af nú eða sleginn af um alla framtíð?

Verkefnið er verðugt, hvernig sem það verður leyst, því að svo mikið leggja Eyjamenn til samfélagsins, bæði í sjávarútvegi og ferðaþjónustu, að samgöngur við Eyjar verða að vera eins góðar og mögulegt er.    


mbl.is Miklar grynningar í Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Zermatt er með fegurstu bæjum svissnesku Alpanna, með útsýn á Matterhorn. Í Zermatt, með tæplega 6000 íbúa, er öll bílaumferð bönnuð, nema rafbílar. Íbúar og ferðamenn verða að skilja farartæki sín eftir í bænum Täsch, ca. 10 km frá Zermatt og taka þaðan lest upp til Zermatt.

Hvernig væri að gera Vestmannaeyjar að bæ án bíla, nema rafbíla. Bærinn er það lítill að það tekur varla margar mínútur að ganga hann enda á milli, hvað þá með rafbíl. Mér hefur alltaf fundist það frekar fyndið þegar Vestmannaeyingar koma keyrandi á stórum bílum, ferja þá með miklum kostnaði út í Eyjuna, til að keyra svo nokkra metra húsa á milli.

Vestmannaeyjar án bíla þyrfti minni ferju.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 21:44

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hríseyingar leggja langflestir bílum sínum á Árskógssandi.

23.10.2012:

Kornabörn undir stýri í Hrísey

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 22:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.7.2007:

"Verk­fræðistofa Sig­urðar Thorodd­sen hf. hef­ur lokið mati á kostnaði við gerð jarðganga sem veg­teng­ingu milli Vest­manna­eyja og Land­eyja.

Niðurstaða mats­ins er sú að tækni­lega sé mögu­legt að gera slík göng og kostnaður­inn yrði lík­lega 50-80 millj­arðar króna."

"... hvort nokk­urn tím­ann geti verið rétt­læt­an­legt að grafa og reka þetta löng jarðgöng djúpt und­ir sjó á jafn jarðfræðilega virku svæði og Vest­manna­eyja­svæðið vissu­lega er og dæm­in sanna."

Og frá júlí 2007 hefur verið 55% verðbólga hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 22:31

4 identicon

Heimaey er mun stærri en Hrísey smáþorpið Zermatt þar hef ég gist og ekki hægt að líkja því saman. Eyjamenn gætu samt aukið not á rafbílum eins og borgarbúar. Ég er á því að halda hugmyndum um göng opnum.

Gisli Sigmarsson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 23:16

5 identicon

Í Vestmannaeyjum búa rúmlega fjögur þúsund manns, í Zermatt nær sex þúsund.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 23:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heimaey er einungis 75% stærri en Hrísey en hér að ofan var nú ekki verið að bera saman stærð eyjanna.

Auðvitað nenna Eyjamenn ekki að ganga nokkrar götulengdir frekar en Húsvíkingar, sem aka nokkur hundruð metra á milli heimilis og vinnustaðar.

Og verða af því akfeitir, eins og dæmin sanna.

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 23:32

7 identicon

Láttu ekki svona Steini minn Briem. Ég er ekki með bíl, reiðhjól hinsvegar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 23:45

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar eigum að lofa Eyjamönnum að stofna sitt eigið smáríki og fá sína eigin litlu og krúttlegu fiskveiðilögsögu.

Þeir geta haldið áfram að flytja út óunninn fisk til Bretlands í stórum stíl, gert bæjarstjórann að enn meiri kóngi og látið Árna Johnsen grafa göng á milli Íslands og Eyja, fyrst þeir hafa svona mikinn áhuga á því.

En það yrði nú leiðinlegt ef göngin hryndu yfir kallinn í einhverjum jarðskjálftanum.

Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 23:50

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sá á völina sem á kvölina. Steini, ef ég vil keyra þá geri ég það, þú skalt halda þér við það sem þér finnst henta.

Peningar skipta máli, svo einfallt er það og Eyjamenn þurfa samgöngur. Hvernig þær eru leystar gerast ekki með samanburði við Hrísey, Árna og hvað þá fitusprengjukeppni við venjulegt fólk.

Þú getur auðveldlega fundið hærri verðbólgutölur á öðrum áratugum og jafnvel þó hálfir séu.

kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.1.2015 kl. 00:18

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Stundum lætur maður síðustu kommentin hafa of mikið vægi... Þannig er nú það. En þetta er alveg rétt hjá þér Ómar, það gilda sömu lögmál við sandsöfnun/snjósöfnun á landi eða í legi.

Mig minnir að ljósop í kringum 60% sé áhrifaríkast í snjósöfnunargirðingum. Kannski væri hægt að fara þarna út með raflínustaura og reka niður skóg sitthvhorumegin við?

kv.

Sindri Karl Sigurðsson, 31.1.2015 kl. 00:23

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit ég til þess að ég hafi verið að banna þér að aka út og suður eins og þér lystir og þess vegna hring eftir hring út í hið óendanlega, Sindri Karl Sigurðsson.

Ég var að reikna hér út hvað göng á milli lands og Eyja myndu kosta á núvirði og einkennilegt að menn geri athugasemd við það en að sjálfsögðu er 55% verðbólga á þessu tímabili gríðarlega mikil.

Og Sjálfstæðisflokkurinn er hrifinn af mikilli verðbólgu.

Hins vegar er harla ólíklegt að meirihluti Alþingis verði einhvern tíma svo vitlaus að láta grafa göng á milli lands og Eyja.

Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 00:48

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geri ráð fyrir að þú akir kassabíl, miðað við myndina af þér, Sindri Karl Sigurðsson.

Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 01:09

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eins og þú nefnir Ómar eiga garðarnir við Vík að safna að sér sandi og byggja upp ströndina, en garðarnir við Landeyjarhöfn voru, af sömu hönnuðum, sagðir hafa þveröfuga virkni!

Landeyjahöfn er og verður botnlaus hýt. Núna er bara venjulegt ástand við ströndina. Hvernig verður ströndin og ástand hafnarinnar að loknu Kötlugosi, sem getur orðið hvenær sem er? Reikna má með að höfnin verði að því loknu langt inn í landi.

Kanna ætti af alvöru gerð ganga út í Eyjar, a.m.k. áður en andvirði þeirra verður eytt í vonlausan sandmoksturinn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.1.2015 kl. 10:13

14 identicon

Hættum þessum eilífa mokstri. 

Taka í notkun loftpúðaskip, þá losnum við við uppdælinguna og skipið keyrir upp á sandinn þar sem menn og bílar ganga og aka frá borði á föstu landi. Allavega ætti að athuga kostnað við að reka svoleiðis skip versus moksturinn og allar lokanirnar í Landeyjarhöfn eins og þær eru núna.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 10:31

15 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Stór hópur eyjamanna var á móti Landeyjahöfn http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/04/09/safna_undirskriftum_gegn_bakkafjoru/?nid=1333049;limit=0;gid=2629 enda var ekki farið eftir áliti ótalmargra sjómanna sem þekkja hér suðurströndina og sjólag hér eins og handabakið á sér. Nei ávallt skulu fræðingar sem geta varla komið hér yfir á fundi tengt höfninni með Herjólfi ,vita best. Ef að hlustað hefði verið á þetta fólk væri líklega nýr og hraðskreiðari Herjólfur að sigla hér inn. Skip sem færi til Þorlákshafnar á 2 tímum.Eins og höfnin er frábær þegar að hún virkar þá hefur hún líka orðið til þess að hefta hér fólk sem þarf að komast til fastalandsins í hinar alls konar útréttingar enda stjórnvöld búin að koma því þannig fyrir að opinber þjónusta er nánast horfin.Ég hef mína visku um höfnina eftir fullorðnum skipstjóra nýlátnum með 50 ára reynslu á sjó. Hann sagði að þetta yrði aldrei til friðs og ekki lagaðist það þegar að gerðar voru allskonar breytingar á Herjólfi til þess að hann kæmist inn í Landeyjahöfn. Skipið er þar af leiðandi orðin eins og korktappi ,búið að létta hann og breyta stöðugleika hans Þetta er ófremdarástand hvað sem svo sem fólki fnnst um lata,feita eyjamenn sem nenna ekki að labba.Það þarf alltaf að moka snó þegar að hann birtist á götum höfuðborgarinnar og á þjóðvegum landsins nákvæmlega eins og það þarf alltaf að vera að dæla sandi úr höfnum víðsvegar um land. Það er ekki flókið.cool

Ragna Birgisdóttir, 31.1.2015 kl. 10:40

16 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

snjó átti það að vera sealed

Ragna Birgisdóttir, 31.1.2015 kl. 10:56

17 identicon

Höfnin er svona 3-4 km of austarlega. Þarna er að myndast tangi. Magnað hvað verkfræðingar/hönnuðir geta stundum verið blindir. Hallgeirseyarsandur hefði verið fullkominn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 11:21

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef aldrei sagt að þú sért feit, Ragna Birgisdóttir.

Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 17:44

19 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Nei Steini minn enda tók ég þetta ekki til mín því ég labba mikið,tel mig ekki vera lata og á meira segja umhverfisvænan bíl  ;) ;)

Ragna Birgisdóttir, 31.1.2015 kl. 18:05

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef alltaf sagt að þú sért umhverfisvæn, Ragna Birgisdóttir.

Þorsteinn Briem, 31.1.2015 kl. 18:12

21 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ég er allavega ekki með lögheimili í útlöndum  af því rassinn á mér svo stór laughing En auðvitað hreyfir fólk sig allt of lítið og er háð bílskrjóðum hér eins og annars staðar. Líklega meiri jeppa og pallbílaeign hér í " snjóþunga " Vestmannaeyjakaupstað money-mouth En já umhverfisvæn er ég og er stolt af því og er og hef alltaf verið á móti Sandeyjarhafnarbröltinu. Vil bara nýtt skip embarassed

Ragna Birgisdóttir, 31.1.2015 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband