Af hverju segir Pútin þetta?

Vladimir Pútín segir að Vesturlönd hafi stillt nágrannaþjóðum Rússa upp við vegg, svikið loforð um að þenja NATO ekki til austurs, og neytt Austur-Evrópuþjóðirnar til að velja á milli þess að fara í NATO eða ESB eða vera vinir Rússa.

Sókn NATO og ESB í austur, sem stefni í nokkurs konar umsátur um Rússland, sé orsökin fyrir ástandinu í Úkraínu. 

Nágrannaþjóðir Rússa líta þetta kannski ekki sömu augum og þeir. Hjá þeim er löng hefð fyrir fyrirbæri, sem kallað var "Russophobia", - næstum því sjúklegr hræðsla við hinn volduga nágranna í austri.

Hún var til dæmis ástæðan fyrir því að Pólverjar gátu ekki hugsað sér að Rússar skiptu sér af deilu þeirra við Þjóðverja sumarið 1939, því að eina leiðin til þess að bandalag Vesturveldanna og Rússa hefði hernaðarlegan fælingarmátt gagnvart Hitler, var sú að Rússar sendu herlið inn í Pólland til þess að berjast með Pólverjum gegn Þjóðverjum á sama tíma og Frakkar sendu herlið inn í Þýskaland. 

Vegna þessarar rótgrónu andúð Pólverja á Rússum var það óraunhæf bjartsýni þegar Vesturveldin reyndu að koma slíku hernaðarbandalagi á, ekki síst vegna þess, að Frakkar höfðu enga burði til að sækja inn í Þýskaland og áttu ekki til neina áætlun um slíkt. Þetta kom berlega í ljós veturinn 1939-40 

Austur-Evrópu ríki þrá nú að komast í skjól og eiga gjöfula samvinnu við Vesturlönd. 

En Rússar geta ekki gleymt hliðstæðu ástandi á árunum 1938-1941 í aðdraganda innrásar Hitlers í Sovétríkinl sem komstaði 20 milljónir Sovétborgara lífið. 

Þá þrýsti Hitler á nágrannaþjóðir Rússa um að stofna til hagkvæmrar samvinnu við Þjóðverja, og eftir ósigur Frakka sumarið 1940 var það sveipað ljóma.

Hjá Pútín og Rússum er þetta sláandi líkt nú, og meira að segja seilst mun lengra en 1942, alveg til Úkraínu og Krímskaga auk svikanna á loforðið varðandi NATO.

Angela Merkel er að vinna mikilvægt starf með fundum sínum með þjóðarleiðtogum allt frá Washington til Moskvu. Uppruni hennar er í Austur-Þýskalandi kommúnista og hún bæði skilur og talar rússnesku.

Hún hefur skilning á sjónarmiðum allra aðila og er sá stjórnmálamaður okkar tíma, sem heimsbyggðin hlýtur að binda mestar vonir við.  

 

 


mbl.is Allt Vesturlöndum að kenna segir Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 13:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland og Svíþjóð eru ekki í Atlantshafsbandalaginu (NATO), en hafa átt samvinnu við NATO og bæði ríkin fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera bæði í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland og Lettland, sem eins og Finnland eiga landamæri að Rússlandi.

Lettland og Eistland fengu aðild að Evrópusambandinu og NATO árið 2004.

Og Úkraína á landamæri að Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi og Rúmeníu, sem öll eru bæði í Evrópusambandinu og NATO.

Úkraína er sjálfstætt ríki sem þarf ekki að spyrja Kremlarherra að því frekar en Lettland og Eistland hvort það megi ganga í NATO og Evrópusambandið.

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 13:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.9.2014:

"Fyrr um daginn tók Gunnar Bragi [Sveinsson utanríkisráðherra] þátt í ráðherrafundi aðildarríkja Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) um öryggishorfur í álfunni.

Á fundinum sagði Gunnar Bragi að innlimun Krímskaga í Rússlandi ógni öryggi í Evrópu.

Vísaði hann til þess að Helsinki yfirlýsingin sem er grundvöllur starfsemi ÖSE feli í sér ákveðin grundvallargildi í samskiptum aðildarríkjanna, meðal annars að virða beri sjálfstæði ríkja og fullveldi landamæra þeirra og að ekki skuli beita hernaðarafli í deilumálum.

Sagði hann grundvallaratriði að öll aðildarríki ÖSE virði þessar skuldbindingar og alþjóðalög."

Utanríkisráðuneytið - Málefni Úkraínu rædd í New York

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 13:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 13:57

6 identicon

Úkraína er auðlindarík matarkista, og á sér góðan sjéns í lífinu ef spillingin étur ekki allt, og ekki þarf að vera undir hælnum á "pax russus".
Þeir hafa af því reynslu, og skvettur úr sögunni sem gera þá líkt og önnur gömul Sovétríki frekar fúla út í Rússa.
Það er ekki eins og NATO og ESB hafi verið að stilla upp gömlum hlutum Sovétsins, - þessi ríki höfðu mörg hver eða flest engan áhuga á því að vera inni í klabbinu sem það var.
Vissulega var ráðist á Sovétið af Hitlers fólki 1941, og af Japönum 1938, - .... en....að öðru leyti var Sovétið alltaf í útþenslu. Það hlýtur því að svíða að sjá aðal molann ætla að fara, - eða klofna. Það væri mjög hentugt fyrir Rússa að hafa tögl og hagldir í Úkraínu, - enginn vafi....

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 20:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.8.2012:

"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."

"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.

During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."

Ukraine-European Union relations

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 21:30

8 identicon

Einmitt Steini! En það kemur jafna inn í þetta, - Rússar voru duglegir (á Sovét-tímanum) í þjóðflutningum, hvar "óæskilegir", - nú eða bara einhverjir, - voru fluttir úr landi, og Rússneskur stofn settur inn. Þetta var verulega merkjanlegt í t.d. Litháen.
Það eru því stór þjóðarbrot Rússa á ýmsum stöðum, og svo má ekki gleyma þeim hlutum þjóða sem ennþá sjá fortíð og mátt  sovétsins í gegn um fjólublá gleraugu.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 21:39

9 identicon

Allt byrjaði þetta með að ESB lofaði Úkraníu gull og evrum

ef þeir klyfu sig frá ríkjasambandinu

Auðvaldsinnar eru þeir sem vilja koma af stríði ekki almúginn

USA mundi finnast æðslegt að geta farið í STRÍÐ við kómmunista í evrópu

og endurgera allar gömlu hetjumyndirnar

Grímur (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 21:45

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín 10.12.2004:

"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.

Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.

If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.

Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."

"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.

But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.

On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.

But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."

Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 22:59

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vitanlega eru Merkel og Pútín búin að semja um Ukraínu.Obama fær að vita það á morgun frá Merkel.Plottið mun ganga út á það að skipta úkraínu sem mun aldrei fá að ganga í Nató.Líka munu þjóðverja sjá um að halda bæði Finnum og Svíum frá Nató.Vesturhluti Ukraínu mun fá samþykki rússa við að ganga í ESB.Þjóðverjar munu lofa rússum að standa við þetta.Líka verða þeir sjálfsagt að lofa því að Nato og Bandaríkin fái ekki að auka umsvif sín í Evrópu.Allt meginland Evrópu og Pólland verður undir áhrifavaldi Þýskalands, vegna samnings þess við rússa.Sagan endurtekur sig.

Sigurgeir Jónsson, 9.2.2015 kl. 23:05

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þjóðverjar munu grafa um sig í austanverðri og mið Evrópu og þjóðirnar þar munu kingja því með skottið á milli lappanna, því annars kæmu Rússar.Og kaninn mun kingja því líka og lofa þjóðverjum stuðnigi við bröltið af sömu ástæðu.

Sigurgeir Jónsson, 9.2.2015 kl. 23:11

14 identicon

‘Washington needs a war in Ukraine to achieve its strategic objectives. This point cannot be overstated.

The US wants to push NATO to Russia’s western border. It wants a land-bridge to Asia to spread US military bases across the continent. It wants to control the pipeline corridors from Russia to Europe to monitor Moscow’s revenues and to ensure that gas continues to be denominated in dollars. And it wants a weaker, unstable Russia that is more prone to regime change, fragmentation and, ultimately, foreign control. These objectives cannot be achieved peacefully, indeed, if the fighting stopped tomorrow, the sanctions would be lifted shortly after, and the Russian economy would begin to recover. How would that benefit Washington?’

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.2.2015 kl. 23:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

NATO er varnarbandalag, er að sjálfsögðu ekki eitt ríki og Ísland er í NATO.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

NATO og Rússland hafa engan áhuga á að ráðast á hvort annað og báðir aðilar vita það mæta vel.

Þorsteinn Briem, 10.2.2015 kl. 00:09

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ukraine has a close relationship with NATO and has declared interest in eventual membership."

En það er ekki þar með sagt að Úkraína fái einhvern tímann aðild að NATO, hvað þá á meðan borgarastyrjöld er austast í landinu.

Þorsteinn Briem, 10.2.2015 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband