Man nú nokkur Evu Joly?

Nú eru liðin rúmlega sex ár síðan þau meintu efnahagsbrot voru framin, sem dæmt var loks fyrir í Hæstarétti í dag. Skömmu eftir Hrunið fékk Egill Helgason hina frönsku Evu Joly til þess að koma til Íslands til þess að gefa ráð um það hvernig ætti að fara að við að rannsaka einstök atriði Hrunsins til þess að koma lögum yfir þá, sem kynnu að hafa brotið lög.

Eva lagði til að nota mikla fjármuni og mannafla til þess að rannsaka alla anga málsins og spáði því að það að þetta myndi taka mörg ár.

Það var ekki lítið sett í gang til þess að gera sem minnst úr Evu Joly og tala niður til hennar í hvívetna. Þetta væri bara ein af þessum vinstri sinnuðu kerlingum sem hötuðust við markaðskerfið og stæðu fyrir nornaveiðum.  

Í hönd fór tími sem hefur enst langleiðina til þessa dags, 12. febrúar, þegar fyrstu bankastjórarnir hljóta dóma, að margir hafa orðið til þess mestallan þennan tíma að horfa í þá peninga og vinnu sem málareksturinn hefur tekið.

Björn Bjarnason rifjar það upp á bloggsíðu sinni að þeirr spurningu hafi verið varpað upp eftir Hrunið hvort hægt væri að byggja réttláta og sanngjarna refsidóma á reiði almennings.

Mér finnst vel koma til greina að varpa slíkri spurningu upp, samanber dómana yfir sakborningunum í Geirfinns- og Guðmundarmálum sem voru uppkveðnir undir gríðarlegum þrýstingi frá almenningi og fjölmiðlum.

Þáverandi dómsmálaráðherra orðaði þetta með því að segja opinberlega að með fangelsun og dómstólameðferð væri þungu fargi létt af þjóðinni.

Björn Bjarnason kemst að þeirri niðurstöðu í pistli sínum að kostirnir við málareksturin og dómana vegi þyngra en efasemdir um að fara hefði átt í þessa vegferð Sérstaks saksóknarar.

Séu dómarnir réttir muni það styrkja réttarkerfið og efla traust á fjármálakerfinu og stjórnskipan okkar sem aftur muni verða til þess að skila meiri fjárhagslegum ávinningi en nam þeim kostnaði, sem málareksturinn hefur kostnað. 

Ég held að þessi rök Björns séu gild. 

 

 


mbl.is Kaupþingsmenn sakfelldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna var einkavæðing sem fór fram árið 2002 með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu.
"

Þorsteinn Briem, 12.2.2015 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband