Ekki tilviljun sagan um það hvert þeir lendi?

Spurningin um það hve langt lögmenn megi eða eigi að ganga er líklega ævagömul ef miðað má við það að í hugsanlega málaferlum milli Lykla-Péturs og Kölska yrði Pétur með gjörtapað mál, því að sá í neðra hefði alla bestu lögfræðingana, ef ekki stéttina eins og hún leggur sig. 

Á okkar tímum mætti hugsanlega bæta við fjölmiðlafulltrúum stórra fyrirtækja, samtaka og hópa og varpa upp spurningum um það hve langt megi ganga í erindrekstri fyrir þau þegar málstaðurinn kann að vera hæpiinn.  

Þetta er synd, því að dómstólar og réttarfar byggjast á því að allur málflutningur sé sem vandaðastur á báða bóga.

Á það hefur oft þurft skorta til dæmis í Bandaríkjunum, þar sem litli maðurinn hefur oft á tíðum ekki fengið jafn öfluga málflutningsmenn til að reka sín mál og hinir stóru, valdamiklu og öflugu í þjóðfélaginu.

Síðan má ekki gleyma því að dómarnir eru líka lögfræðingar og þar eru kröfurnar um réttlæti og sanngirini ennþá sterkari.  


mbl.is Lögmenn horfist í augu við sjálfa sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lítið grætur lögfræðing,
léttir dómar falla,
þegar allt er komið í kring,
Kölski fær þá alla.

Þorsteinn Briem, 15.2.2015 kl. 16:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, var sjálfur flutningsmaður frumvarps um Seðlabanka Íslands, sem varð að lögum árið 2001, og Geir H. Haarde var þá fjármálaráðherra.

"1. gr. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins. ..."

Lög um Seðlabanka Íslands nr. 36/2001

"Sjálfstæð ríkisstofnun - Stofnun á vegum ríkisins sem býr við sjálfstæði hvað varðar rekstur, ákvarðanatöku o.fl. en heyrir stjórnarfarslega undir tiltekinn ráðherra. ..."

Lögfræðiorðabók með skýringum - Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

september árið 2005 tilkynnti Davíð [Oddsson] að hann hygðist hætta í stjórnmálum og taka við stöðu seðlabankastjóra sem Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði hann í.

Davíð sagði af sér embætti ráðherra 27. september og tók við stöðu seðlabankastjóra 25. október sama ár."

Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband