Ekki spurning um hvort, heldur hvenær.

Hin nýja tækni við gerð dróna hefur opnað marga heillandi möguleika til að nýta þessi stórkostlegu flygildi við viðfangsefni, sem annars væri illmögulegt eða ómögulegt að leysa. 

Sama átti við um leysigeislana á sínum tíma. 

En hvort tveggja, leysigeisla og dróna, gildir að það er ekki spurningum um hvort, heldur hvenær þessi tækni veldur slysum og áföllum. 

Raunar er sívaxandi notkun dróna til loftárása oft lítilmótlegt athæfi, þar sem menn sitja á skyrtunni við stjórnborð í fjarlægð og stýra drónunum til þess að sprengja fólk í tætlur.

Í slíkum tilfellum gæti átt við nýyrðið mannleysa, sem kom upp í umræðum á fréttastofu RUV um hina nýju gerð flygilda.

 

Nú þegar liggur fyrir að víða um heim hafa menn reynt að nota leysigeisla til þess að blinda flugmenn í aðflugi að flugvöllum og sýnir það alveg sérstakt innræti þeirra sem beitt hafa geislunum.

Sé miðað við þessa reynslu er ekki spurning um hvort heldur hvenær menn með svipaðan einbeittan brotavilja á háu stigi valda manntjóni.

Engar reglur eru enn hér á landi um notkun dróna og meðan svo er, vaxa líkurnar á óhöppum og slysum af þeirra völdum.  


mbl.is Fimm drónar sveimuðu yfir París
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Samgöngustofa er að vinna að "Reglugerð um starfrækslu ómannaðra loftfara" og voru drög send nokkrum hagsmunaaðilum í byrjun mánaðarins. Þetta er nokkuð viðamikið plagg, samtals 32 greinar.






Ágúst H Bjarnason, 24.2.2015 kl. 12:43

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mannleysa er nokkuð gott orð á mannlaus flygildi.

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2015 kl. 14:26

4 identicon

Spurning að setja lög og reglur á gæsirnar og mávana í kringum flugvöllinn.

David (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 15:11

5 identicon

Svo verða það drónar með leiser......

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband