Skuldatilfærsla, munurinn á okkur og Þjóðverjum.

Á síðasta ári voru gerðar miklar ráðstafanir til skuldaniðurfellinga, sem hlotið hafa misjafna dóma eins og gengur varðandi það hvort þær muni skila tilætluðum og sanngjörnum árangri. 

Eitt afbrigði aðgerða í skattamálum fól í sér nauðalitla lækkun á verði bíla. En samt nægði hún til að skapa hér stóraukna sölu á nýjum bílum á undanförnum vikum, enda buðu umboðið 10% útborgun og afganginn sem lán til sjö ára. 

Sjálfsagt hafa margir notað skuldaniðurfellinguna til þess að réttlæta kaup á nýjum bíl með hámarksláni, þannig að skuldaniðurfellingin breyttist í skuldatilfærslu í raun. 

Af afspurn af hliðstæðum málefnum fólks í Þýskalandi má ráða, að svona lagað gæti trauðlega gerst þar. Þar er reglan sú að áður en fólk fær lánað, verður það að hafa safnað sparifé í það miklum mæli, að það geti sýnt fram á það svart á hvítu á bankareikningum, að það hafi greiðslugetu ef það fær lán. 

Í aðdraganda Hrunsins fjórfölduðust hér á landi hinar svokölluðu skuldir heimilanna á sama tíma og aldrei í sögu þjóðarinnar höfðu verið jafn miklir möguleikar á að fólk gæti greitt niður skuldir sínar. 

"Við áttum í raun aldrei þessa peninga" segir fjármálaráðherrann nú og ratast satt á munn. 


mbl.is Þarf átök til að komast á núllið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008], tvöfalt meiri en spænskra heimila, en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 07:59

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 08:01

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjargvætturin":

Ólafur Ragnar Grímsson
í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 08:10

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 08:17

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 08:17

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 08:19

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 08:21

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 08:23

14 Smámynd: Benedikt Helgason

Þetta er tilbrigði við sakvæðingar- og flatskjárspunan sem stjórnmálstéttinn setti af stað til þess að réttlæta aðgerðir eða aðgerðarleysi gagnvart skuldugum heimilum eftir hrun.  Þú hefðir gott af því að lesa t.d. úttekt Stefáns Ólafssonar um þetta mál. Í stuttu máli sagt, Ísland fór ekki á hausinn út af flatskjám eða bílalánum.

Og þessar fullyrðingar um Þýskaland og þýska þegna eru byggðar á litlu sem engu.  Í Þýskalandi fór sama umræða af stað eftir hrun þar sem að fólk lét það sem heitir "Vollfinanzierung" á húsnæði (100% lán) fara í taugarnar á sér en sumur hópar gátu fengið slíka fjármögnun. Ef ég man rétt þá féllu t.d. kennarar með fastráðningu hjá hinu oðinbera undir þennan flokk.

Þetta er hvimleið árátta hjá fólki að vera sífellt að reyna að láta líta út fyrir að íslenskur almenningur sé á einhvern hátt lánagráðugri en alenningur annars staðar í álfunni. Við sem búum sunnar í Evrópu vitum betur. Ef ég man rétt þá eru t.d. hollensk heimili með þeim skuldugustu í heiminum og þegar ég bjó í Danmörku þá voru þeir heimamenn sem ég þekkti á þrítugs eða fertugs aldri sem búnir voru með skóla með 1-2 bíla á lánum fyrir utan húsnæði svo að segja veðsett upp í topp.

Munurinn á Íslandi og öðrum vestur Evrópu löndum í þessum efnum er fyrst og fremst sá að lántakar utan Íslands búa við meira öryggi við lánttöku en Íslendingar fyrir utan auðvitað samkeppni um kjör á lánamarkaði sem ekki er að finna á Íslandi. Hér í Sviss er t.d. algengt að verið sé að bjóða nýja bíla til sölu með lánum með 0-1% vöxtum.

Benedikt Helgason, 12.3.2015 kl. 08:44

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 09:13

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Oft þegar talað er umskuldir, þá  er farið að tala um húsnæðisskuldir.  Og er það vegna ofbeldisprópaganda framsóknarmanna og öfga-hægri moðhausa síðustu ár og böðulshátt þeirra gagnvart almenningi.

Málið er að húsnæðisskuldir eru aðeins partur af dæminu.

Kemur fram í frétt að yfirdráttarlán séu um 100 milljarðar.

Ef verið er að tala bara um einstaklinga þarna, - þá finnst mér þetta gríðarleg upphæð.

Þessi lán eru best fyrir bankana.  Samt virðist fólk ekki hika við að taka yfirdráttarlán.  

Það hefði átt fyrir löngu að kenna fjármál í grunn- og framhaldsskólum skipulega.  Strax um 1995 þegar framsjallar náðu ógnartökum á þjóðlífinu sem endaði með hruni.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2015 kl. 09:15

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 09:42

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er alveg lygilegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2015 kl. 10:04

20 identicon

Það má líka hafa í huga að bílasalar segja (og hafa líklega talsvert til síns máls) að bílaflotinn sé að eldast og hafi ekki endurnýjast sem skyldi.  Skv. því er komin uppsöfnuð þörf á endurnýjun sem skýrir kannski af hverju menn rjúka til að endurnýja bílinn núna þegar rofar aðeins til.

Það eru ekki margir sem fengu niðurgreiðslu sem slagar hátt í bílverð, og lækkunin á greiðslubyrðinni er margfalt minni en meðalafborgun af bílaláni.

Ætli hækkunin á ráðstöfunartekjunum undanfarið hafi ekki meira að segja.

Og ætli borgi sig ekki að drífa í að fá lán á föstum vöxtum áður en blásið verður líf í verðbólguna eftir nokkra mánuði (ef að líkum lætur).

ls (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 10:24

21 identicon

Laun á Íslandi eru of lág, allt of lág. Ráðstöfunartekjur mega ekki vera lægri en 500 þúsund, til að lifa sómasamlegu lífi. Og þjóðarbúið, -framleiðslan stæði undir því, skipta þarf kökunni á sanngjarnan hátt, en ekki samkvæmt kokkabókum ofstækismanna nýfrjálshyggjunnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 10:51

22 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeðalheimili er með um 1 milljón í yfirdráttarlán.

Það er á sirka 12% vöxtum núa.  12% vextir.  Framsóknarmenn tala ekki um þetta.  Nei ei, þeir kjósa að bulla og ljúga.

11 milljarðar á ári í yfirdráttarvexti rétt si sona.

Þetta er alveg lygilegt, að mínu mati.

Svo er verið að tala um að 4-5% vextir séu háir.  Fólk hikar ekki við að borga 12% vexti.  Og sko, núna, þegar vaxtastig er ferkar lágt í ísl. samhengi. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2015 kl. 11:07

23 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Síðari hluta árs 2002 varð hér "þensla" upp á eina 30 milljarða á núvirði. Sérfræðingur í Seðlabankanum fór ofan í saumana á þessari þenslu, og þá kom í ljós að 85% hennar var vegna aukinna yfirdráttarlána á kreditkortum, sem byggðust á væntingum vegna þess að 19. júlí var undirritaður samningur um byggingu álvers á Reyðarfirði. 

Framkvæmdir við það hófust hins vegar ekki fyrr en tveimur árum seinna og framkvæmdir við Kárahnjúka ekki fyrr en ári eftir undirritunina.

Góður vinur minn, sem hafði sérhæft sig í innflutningi á bandarískum bílum og haft ekkert að gera fram í júlí 2002, hafði alltl í einu ekki undan að flytja inn stóra ameríska pallbíla.

"Svo má böl bæta að benda á annað verra" hefur verið sagt. Grikkir og fleiri þjóðir fóru kannski verr að ráði sínu en við, en megineinkennin á efnahagsstjórnun okkar allra í aðdraganda Hrunsins getur ekki hafa verið af hinu góða.    

Ómar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 11:29

24 identicon

Rétt, Ómar Bjarki. Alveg lygilegt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 11:29

25 identicon

Greining Íslendings í Hellas á stöðunni

"Note to all friends of the new strong men down South: Tsipras and Co.

To all your romantic revolutionaries; Tsipras and his Syriza fellows are as professional politicians as their counterparts in Greece or the EU. Tsipras very cleverly was riding on a populist wave, taking advantage of the disillusion of the people, winding them up with empty rhetoric.

Tsipras built his opposition and finally election campaign on unfounded anti austerity rhetoric; mixing it all up; the greedy Greek millionaires and Merkel with the bad Europeans, they are responsible for the hardship Greek people have to endure. No word of a political and economic system that lacks reforms since over 30 years, no word of the cronyism and corruption most politicians included Tsipras himself and his Syriza friends, actually the entire Greek society are all part off. No word of the lush lifestyle the Greeks enjoyed the years before the crisis, almost a million public servant with salaries up to 6 – 8 k/mo and their shopping weekend trips to New York or Paris, no word of the density of Porsche Cayennes tighter that on the Cote d"Azur, no word on the abuses of the voiceless illegal immigrant who work the fields under conditions worse than animals with little pay while the Greek farmers sipping Ouzo and counting EU subsidies.

The people need scapegoats and Tsipras delivered. The bad Greek Oligarchs, and the mean Europeans. Vilifying the Troika that indeed had occupied a better part of the Syntagma offices to worked hard to bring this Banana Republic to a European standard. Hard work to make Greece more open and competitive and more just, work of reform, work of changing an absolute rotten culture of stealing and lying, work of breaking monopolies and its system-paralyzing Union counterparts. All in the interest of a stronger Greece making the European Union a better place have been vilified by Tsipras. Tsipras who is promising reforms that are already in full swing due to the Troika: such as better taxation! The Troika already implemented an electronic tax filing system and asked to separate the tax collecting body from the political system (remember the politicians are the largest tax evader in Greece). Tsipras doesn’t even mention the overhaul of a court system that is so slow that for the poor man it is basically nonexistent, the Troika was working on it. Tsipras on the other hand is threatening to make true to his election promises he was buying votes from the public servant collective and the Unions: hinder the opening of the professions, stop the auction of depth creating public companies, rehiring into the overbloated public servant system.

But now, after winning the election, Tspiras and with him Varoufakis, are showing their real potential; some narcissist madmen, shortsighted and dumb, trying to make history by provoking the EU and riding on such strong rhetoric diplomacy will never find a solution to. They are running this poor country full steam towards the abyss. They are winding themselves up in that politico drunk frenzy, that will only lead to Greece’s exclusion from the Euro.

Mind you in Europe nothing will change, in Europe history is made day by day on a totally different level, with slow, but careful well thought-through moves to benefit Europe as a whole and the people and their countries as a sum.

Grexit however is not the end of the story for Tsipras or Varoufakis. They will continue for a little longer to ride high, again they will blame the others (Europe) to have done this to poor Greece, washing their hands in innocence.

But what will happen to Greece next? a society now used to live on an European standard of comfort and safety Greeks suddenly will find themselves balkanized, closed in in poverty.

Tsipras, a former hardliner Communist with Che posters on his wall and a son named Hernesto will lose the momentum and his nonexistent base that was built on empty populism and rhetoric, and the people will be very unhappy looking for new solutions and scapegoats. And this will open the gates for the right hardliners in the waiting: finally blood will flow.

Not to mention how the Turks will react with their eyes on potential energy sources in the Mediterranean.

This is how history is made. And you people applaud this little maniac that unfortunate constellation of economic misery, weak political opponents, and a desperate not very educated population has catapulted to power and whose stupidity we all will have to pay so dear for.

Thank you!"

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 11:48

26 identicon

Miðað við það sem Ómar segir í #23 er þá líklegast að aukin bílasala stafi af væntingum um lága verðbólgu og hækkandi laun (bullandi bjartsýni).  M.ö.o. sú kaupmáttaraukning sem hefur orðið muni halda áfram.  Það er því miður stór hætta á að það gangi ekki eftir og persónulega finnst mér það líklegra.

ls (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband