Endilega að læra ekkert af Norðmönnum.

Norðmenn leystu það verkefni að reisa besta sjúkrahús í Evrópu í Osló þannig að þeir reistu hann frá grunni á lóð, sem var nógu stór og samt nógu miðsvæðis á norska höfuðborgarsvæðinu. 

Í Þrándheimi fóru menn íslensku leiðina, að búa til sjúkrahús með "bútasaumi" þar sem reynt var að tengja saman nokkrar eldri byggingar, meðal annars með jarðgöngum. 

Í Noregi var talað um að sjúkrahúsið í Þrándheimi væri víti til varnaðar. 

Fyrir 15 árum var tekin ákvörðun um bútasauminn við Hringbraut. Nú fyrst eftir öll þessi ár koma læknar fram með þá skoðun yfirgnæfandi meirihluta stéttarinnar að það hafi verið röng ákvörðun. 

Af hverju ekki fyrr?

Nógu slæmt er Útvarpshúsið fyrir sína starfsemi þótt ekki sé bætt gráu ofan á svart með því að ætla að reyna að breyta því í sjúkrahús.

Á sínum tíma hefði verið skárra að reisa sjúkrahúsið í Fossvogi meðan enn var þar nægt landrými og aðeins einn spítali kominn í stað allra húsannna, sem komin eru á Landsspílalóðinni.

En nú er orðið of seint að reyna að gera þetta í Fossvoginum.

Við innanverðann Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala.

Fyrir 15 árum virðist ekkert hafa verið hugað að þessum svæðum.

Nei, endilega að nýta sér ekki reynslu Norðmanna.  

 

 


mbl.is Ástand Landspítalans er öryggisógn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Við innanverðan Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala."

Ég hélt að Ómar Ragnarsson vildi hafa Reykjavíkurflugvöll við Landspítalann.

Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 18:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.4.2015 (í dag):

"Frumforsendan að græða á sölu lóða og byggingaréttar til að fjármagna spítalann stenst ekki.


(Forsætisráðherra vill reikna það á servéttu samkvæmt fréttinni).

Borgin á lóðirnar við Hringbraut en ekki ríkið og hefur látið þær endurgjaldslaust af hendi til spítalabyggingar, samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu og samningi frá 1975.

Borgin endurheimtir lóðirnar ef þarna á ekki að vera spítali."

Borgarstjóri deilir ekki sýn forsætisráðherra

Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 18:49

3 identicon

Forsætisráðherra hlýtur að hafa verið að segja að ríkissjóður sé miklu aflögufærari en talið hefur verið fyrst að hann treystir sér til að kasta fram tillögum að mun dýrari útfærslu.

Bjarki (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 19:22

4 Smámynd: Pétur Arnar Kristinsson

 Góðan daginn!

Athyglisvert sem þú segir um að "Á sínum tíma hefði verið skárra að reisa sjúkrahúsið í Fossvogi meðan enn var þar nægt landrými og aðeins einn spítali kominn í stað allra húsannna". :að held ég að sé dagljóst. Manni finnst nánast að byggingum hafi verið hrúgað þarna í kring til að taka þessa staðsetningu útaf borðinu! En ég sé ekki betur en Nýtt sjúkrahús rúmist á þessari lóð þó öðru sé ötullega haldið fram af "Hringbrautarsinnum". Og svona fæ ég það út:  https://www.youtube.com/watch?v=BHmjAh2DdkI

Pétur Arnar Kristinsson, 3.4.2015 kl. 05:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sú röksemd "flugvallarsinna" að Reykjavíkurflugvöllur verði endilega að vera við Landspítalann er sem sagt úr sögunni.

"
Við innanverðan Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala."

Þorsteinn Briem, 3.4.2015 kl. 10:38

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er heilmikill munur, grundvallarmunur, á því að hafa sjúkrahús á auðu svæði inni í núverandi byggð á höfuðborgarsvæðinu eða að flytja innanlandsflugið til Keflavíkur. 

Rökin gegn því að fara með flugið upp á Hólmsheiði eða til Keflavíkur er mörg og afar sterk, svo að tilfærsla spítalans innan byggðar á höfuðborgarsvæðinu er aðeins brot af þeim.   

Ómar Ragnarsson, 3.4.2015 kl. 17:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um tveir þriðju landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, og því mikilvægt að Landspítalinn sé sem næst miðju íbúafjöldans á svæðinu, Ómar Ragnarsson.

"Við innanverðan Grafarvog er stórt autt svæði við Keldur. Sömuleiðis hjá Vífilsstaðaspítala."

Langflestir eru fluttir á Landspítalann með sjúkrabílum og Vífilsstaðaspítali er að langt frá miðju íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu.

Til eru fleiri kostir fyrir nýtt flugvallarstæði á höfuðborgarsvæðinu en Hólmsheiði, enda er Rögnunefndin að skoða fleiri kosti.

Það er nefndarinnar að finna út úr því hvaða kostir uppfylla kröfur fyrir nýju flugvallarstæði en ekki einhverra annarra.

Þorsteinn Briem, 3.4.2015 kl. 19:26

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, eða 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Ef
hins vegar engin byggð væri vestan Kringlumýrarbrautar, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, væri miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Þorsteinn Briem, 3.4.2015 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband