Ekkert af þessu kom fram þegar 3-400 milljörðum var lofað.

Það kveður við annan tón núna hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en fyrir síðustu kosningar. Þá var það minnsta mál í heimi að gefa kjósendum loforð um 3-400 milljarða króna beint í vasann eftir kosningar sem fengjust léttilega af "hrægömmum og vogunarsjóðum."f

Nú telur hann upp ótal hindranir á því að hægt sé að ná þessum peningum þótt hann láti í hinu orðinu í veðri vaka tveimur árum eftir kosningar, að loforðin verði uppfyllt.

Varaformaður hans var alveg hissa á því í útvarpsfréttum að flokkurinn væri með svona lítið fylgi miðað við það að hann hefði efnt kosningaloforð sín!  

Nú er sagt að við hefðum sjálf átt að gerast "hrægammar" þegar allt hrundi, rétt eins og að við hefðum þá, í raun gjaldþrota þjóð án hjálpar, átt nóga peninga til að gera góð kaup á "brunaútsölunni".

Við hefðum getað orðið skuldlaus á undraskömmum tíma og í pottinum hefðu verið 2500 milljarðar króna, sem gæfu svo mikla vexti fyrir þá sem þær ættu, að hægt væri að halda fyrir það Ólympíleika út í hið óendanlega!

Af máli SDG má ráða að alla þessa dýrð og auðæfi hafi þávernandi stjórnvöld haft af okkur Íslendingum með því að fara ekki að ráðum Framsóknarmanna og kaupa kröfurnar í þrotabúin!

Það er að vísu apríl en ekki 1. apríl. Á maður að trúa þessu?

Það hefur verið giskað á að Hrunið allt af völdum íslenskra fyrirtækja í eigu Íslendinga hafi numið í heild allt að 10 þúsund milljörðum króna eða jafnvirði sex ára þjóðarframleiðslu Íslands.

Nú er manni sagt að út úr þessu hefðum við Íslendingar getað fengið 2500 milljarða á silfurfati veturinn 2008 til 2009 og gróða upp á Ólympíuleika út í hið óendanlega.

Hafi það virkilega verið hægt fyrir þjóð með 10 þúsund milljarða gjaldþrot á bakinu að kaupa ígildi 2500 milljarða, hvaðan áttu þeir peningar að koma?

Og ef þetta var í raun og veru hægt, hvernig litu slíkar þúsunda milljarða hundankúnstir út siðferðilega fyrir þjóðinni og umheiminu. Hve mikla viðskiptavild og heiður í samfélagi þjóðanna hefðum við getað fengið með slíku?

SDG minnist aldri á slíkt heldur bætir í gortið og stærir sig af því hve flokkur hans sé í miklu áliti erlendis, svo miklu að hinir vondu útlendingar skelfist hann. 

"Sáuð þið hvernig ég tók hann!" hrópaði Jón sterki á sínum tíma þegar hann lá í gólfinu. 

Nú raðar SDG upp ótal vandkvæðum sem blasi við að þurfi að fást við tveimur árum eftir að stóru loforðin voru gefin, sem enn örlar ekki hið minnsta á að séu að uppfyllast.

Afsakið að ég nái þessu ekki alveg. Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér? 


mbl.is Kröfuhafarnir njósna og sálgreina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er leitt þegar menn verða svo blindaðir af andúð á tilteknum stjórnmálaflokki að ekki sé hægt að una þeim sannmælis.

t.d. lækkuðu lánin mín og margra annara í vetur og bankaskatturinn sem var settur á til að fjármagna það stendur þar til einhver (Glitnir) sannar annað.

Ég veit náttúrlega ekki frekar en aðrir hvernig þessu haftadæmi mun reiða af, það kemur í ljós, en ég sé ekki ástæðu til að ætla það fyrirfram að það muni allt mistakast.

ps. er hvorki Framsóknarmaður né kjósandi þeirra.

ls (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 15:52

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afnám verðtryggingar á skuldum í samræmi við laun og allar þessar ræningjavísitölur mafíunnar!

Það skiptir ekki máli hvort flaggað er Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni eða Bjarna Benediktssyni, til að tala fyrir rányrkjunni og þrælahaldinu ásamt mansalinu á Íslandi! Það er óverjandi sama hverjir verða dregnir inn í þetta spilavíti Kauphalla heimsins!Sigmundur Davíð og Bjarni Ben ættu að drífa sig úr landi, og koma ekki aftur hingað á mafíuskerið. Það er að segja ef þeir ætla að komast lífs af með svona svikapúðurtunnu, á gnægtarlangborði Júdasar!!!

Það er ekki í boði að búa til enn eina svikalygina í sambandi við okurverðtryggða vexti banka/lífeyrissjóða á skuldir, og svíkja verkafólk svo í ofanálag um lágmarksframfærslutengd laun!

Ég bið almættið algóða og andann hans Nelson Mandela um að hjálpa fólki til að skilja, að þrælahald er bannað! Og hernámspólitík (banka/lífeyrisrán) er líka bönnuð, ef einhver skyldi hafa gleymt svo sjálfsögðum alheims-reglum "siðmenntaðra"!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2015 kl. 16:10

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:32

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Píratar 22%,

Samfylking 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:46

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Ef verðtrygginningar-okurvaxtaglæpsamlega rányrkjan á lánum einstaklinga/heimila verður ekki samstillt kaupmætti, og kaupmáttur bundinn við lágmarksframfærsluvísitölu í landinu, þá getur almenningur yfirgefið mafíueyjuna Ísland strax!

EES/ESB mun ekki bjarga neinu öðru en höfuðstöðvum bankamafíureknu spillingarinnar í Brussel & co. Það hefur reynslan kennt okkur, því atvinnuleysi í þeim löndum er vegurinn til dauðagagasofna nútímans!

Skelfilegt!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2015 kl. 16:50

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:50

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:52

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2015:

"Verðbólgan á Íslandi hefur frá upphafi mælinga verið að meðaltali tæp 16 prósent.

Það þýðir að það sem kostaði eina krónu fyrir 60 árum kostar nú 6.900 krónur. Staðan er allt önnur hjá frændum okkar Norðmönnum.

Það sem kostaði krónu þar fyrir 60 árum kostar nú 24 krónur.

"Mikil viðvarandi verðbólga færir til auð í samfélaginu á ósanngjarnan og jafnvel tilviljanakenndan hátt," segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi."

Það sem kostaði eina krónu hér á Íslandi kostar nú 6.900 krónur

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:55

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða.

Hækkunin nemur 4,2 prósentum undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og samanlagt níu mánuðina þar á undan.

Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis, segir í greiningu Íslandsbanka.

Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við "leiðréttinguna" svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili."

"Leiðréttingin" líklegasti verðbólguvaldurinn

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:58

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.12.2013:

"Ætla má að áhrif niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána til þenslu verði meiri en af er látið."

"Þótt mat á hækkun fasteignaverðs samhliða aðgerðunum sé varfærið má ætla að hækkun verðbólgu vegna þess þáttar verði rúmlega 1%, sem valdi hækkun höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána um 10-12 milljarða króna."

Áhrif skuldalækkunar til aukinnar verðbólgu meiri en af er látið

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 16:59

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 17:05

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 17:07

19 identicon

Kjósendur bera ábyrgð á því að Sigmundur Davíð, ómenntaður og vanhæfur milljarðamæringur varð forsætisráðherra Íslendinga.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 17:07

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 10.4.2015 kl. 17:09

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Steini Briem. Er einhver smá möguleiki á að þú hafir vit og siðferðisvilja til að lita uppúr forarpytti flokkamafíunnar, og sjáir raunveruleikann fyrir ofan óbætanlegu pólitísku drulluhjólför alræmdu Íslandsspillingarinnar?

Eða er áróður skítadreifandi flokkseigendaspillinar-hjólfaranna of vel borgaður samningur, til að athuga samfélagslegar siðferðisskyldurnar í löglausa landinu dómsstólaspillta? Sem á hátíðis og tyllidögum er kallað Ísland?

Hvað dóu og deyja enn mörg börn í stríðum heimsins, fyrir þessa geðveikisgræðgi siðlausu og gráðugu heimspólitík? Á hverra kostnað lifir þú þínu góðrar samvisku lífi eiginlega, herra Steini Briem?

Áttu börn og barnabörn einhversstaðar í þessum jarðheimi?

Viltu að þeim verði fórnað fyrir bankaræningjagræðgi siðblindra heimsstjórnenda? Ferðu kannski bara með blekkingar-trúarbragðaflokksbænirnar þínar djöfullegu í blindni? Og trúir svo í blindni á vel borgaða útkomu djöfullega vel falspeningalaunaðra bæna þinna?

Almættið algóða hjálpi þér og öllum öðrum stríðsreynslulausum, og hjálpi líka fórnarlömbum ræningjastríðsbanka veraldarinnar!

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2015 kl. 21:08

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Og Lilja Mósesdóttir er ekki ennþá búin að viðurkenna það fyrir sinni þjóð, að hún var með í svikaplaninu frá upphafi, þegar hún lét kjósa sig á þing árið 2009 út á svikaloforð og hrunprófgráður?

Hún og Steingrímur J. voru kosin á þing, með svikum og blekkingum, til að senda EES/ESB-aðlögunarumsóknina af stað, gegn þinglýðræðislegu umboði þjóðarinnar! Guð hjálp Lilju og öllum öðrum ESB-blekkingarhækjum, sem ekki skilja mikilvægi kosningaloforða og heiðarleika lýðræðisins.

Og nú er það Þjóðbraut.is sem á víst að auglýsa svikaaðildina og blekkingarnar fyrir næstu kosningar? Lilja Mós var orðuð við þá stöð ESB-áróðursins hér á landi?

Hvernig dettur fólki í hug að eitthvað muni færast í átt til mannúðlegra siðferðisgilda á Íslandi, á meðan fjölmiðlar hampa einungis fráteknum og svikulum peðum mafíunnar banka/lífeyrissjóðs-rænandi?

Hvað er fólk eiginlega að hugsa?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2015 kl. 22:31

23 identicon

Ómar, stundum hef ég töluverðar áhyggjur af því að þú sért bara ekkert sérlega vel gefinn.

Loforð Össurar til kjósenda fyrir hönd Framsóknarflokksins, fyrst 300 miljaðar, sem þú og fleiri eru að hækka í allt að 400 miljarða, eru ekki loforð Framsóknarflokksins.

Hilmar (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 22:50

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

...Loforð...?

Hvaða loforð?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.4.2015 kl. 23:14

25 identicon

Væri verið að ræða áætlanir um hvernig best væri að hafa eignir af fólki ef þeir væru kallaðir lífeyrisþegar og ekkjur en ekki hrægammasjóðir? Eru stjórnvöld, og almenningur, að réttlæta siðleysi með því að sverta þann sem á að níðast á? Er allt leyfilegt ef fórnarlambið er illa liðið? Má þá nauðga konum ef þær eru í stuttum pilsum og taldar lauslátar?

Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband