Þetta getur ekki verið. "Þetta er hrein og endurnýjanleg orka."

Reykjavíkurborg fékk nýlega umhverfisverðlaun Norðurlanda út á það hve hrein hún væri og til fyrirmyndar í umhverfismálum. Ekki furða. Fyrir útlendingum og okkur sjálfum er til dæmis auglýst stanslaust að við séum í forystu hvað varðar notkun "hreinnar og endurnýjanlegrar orku". Og virkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði eiga að vera stolt okkar, ekki satt?

Sem betur fer fyrir þá sem sífra um þetta stanslaust svo að allir trúi því, er ein og ein frétt á borð við fjölgun dauðsfalla vegna mengunar frá jarðhitavirkjunum borgarinnar og ein og ein frétt um þverrandi orku Hellisheiðarvirkjunar eins og dropi í hafið og þessar fréttir týnast því alveg í flóðinu af "réttu" fréttunum. 

Viðbrögð við fréttum um heilsuspillandi útblástur og rányrkju á orkunni hljóta að verða: "Þetta getur ekki verið. Þetta er hrein og endurnýjanleg orka." 

Og út á það vilja erlend fyrirtæki kaupa þessu hreinu og endurnýjanlegu orku, jafnt hér við sunnanverðan Faxaflóann sem á Húsavík. Endalausar fréttir eru sagðar af því með miklu stolti og því hlýtur það að vera rétt. Og allir eru hreyknir og ánægðir. 

Og margir hljóta að vera undrandi á því hvers vegna ég er að skrifa svona bloggpistil úr því að hann drukknar í hafinu af "réttu" fréttunum. 


mbl.is Tengja dauðsföll við mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svipað og yfir 1100 ára áníðsla, rányrkja og uppblástur hefur skilað okkur þessari ósnortnu náttúru sem allir dást svo að og vilja varðveita.

Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 02:37

2 identicon

Fyrir svo löngu búið að benda ykkur spekingum á að Ítalskar rannsónknir hafa bent til þess að mengun brennisteinsvetnismengunar hafi neikvæð áhrif á mannskepnuna.

Eins og er búið að benda íslendingum á að sagan endurtekur sig í sífellu.

Hvergerðingar vita sitt en höfuðborgabúar sofa svefninum sæla og gefa börnum sínum eitrað vatn.

En ...

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 02:54

3 identicon

21.05.1942 

Sameinað þing: 19. fundur, 59. löggjafarþing. 

139. mál, vantraust á ríkisstjórnina 

Einar Olgeirsson: 

Hæstv. forseti! Heiðruðu tilheyrendur! Ég tala hér fyrir hönd Sósfl. Þjóðstjórnarliðið, sem ekki komst hjá því að viðurkenna Kommúnistaflokkinn sem þingflokk, hefur reynt að komast hjá því að viðurkenna Sósfl. sem þingflokk með því að láta forseta sameinaðs þings í tíð Finnagaldursins kveða 

upp úrskurð þess efnis, að hann yrði ekki skoðaður sem þingflokkur. 

Tilgangur þessa úrskurðar var sá að hindra, að Sósfl. gæti krafizt útvarpsumr., meðan þjóðstjórnin stóð og þessum þokkalega tilgangi var náð. Þjóðstjórnin gat í krafti hans hindrað, að verk hennar væru rædd í útvarpi frá Alþingi, meðan verið var að fremja þau. "

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 03:00

4 identicon

Hvenær ætlar þjóðþekkt persóna eins og  Ómar Ragnarsson að segja þjóðinni satt?

Vera íslendingur og segja þjóðinni satt?

Viðurkenna að uppkast á nýrri stjórnarskrá hafi verið mikil mistök og hafi í raun verið samsæri?

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 11.4.2015 kl. 03:09

5 Smámynd: Örn Ingólfsson

Ómar ætla að benda þeim sem eru efins um trúverðuleika og beiðni um að segja satt að ég skrifaði svar hjá Ingibjörgu við hennar bloggi og læt það fylgja með hér :

Hver veit hvað brennisteinstvíildi getur gert fólk gæti þetta verið raunhæfur möguleiki? Jú rétt hjá þér Ingibjörg fólk hefur búið við hliðina á hverum í árhundruðir en þá voru ekki til virkjanir sem eins og í dag blása ofboðslegu magni út í andrúmsloftið sem heitir víst hveralykt. En allavegana þá má segja það eins og margir aðrir hafa sagt í sambandi við hrossaskít, kújamykju, svínaskít og hænsnaskít þá er það mengun en kemst ekki í hálfkvisti við mengunina frá virkjununum á Hellisheiðinni á ársgrundvelli!

Örninn

En Vagn jú það voru stórgrosserarnir sem áttu landið á þeim tíma: Kirkjan með sínum öllum prelátum og sölsuðu undir sig jarðir í nafni kirkjunnar og fengu svo þurfalinga undir sig sem áttu jarðirnar!! Svona er þetta í dag árið 2015 og verður áfram þangað til að fólkið rís upp sem verður aldrei því atvinnurekendur í dag eiga fólkið ( þrælana) eins og stórgrosserarnir í den gátu skammtað lítil laun eða jafnvel engin vitandi það að launþegarnir voru háðir þeim með laun hversu lítil sem þau voru! Og þetta lætur Íslensk alþýða bjóða sér í dag og þorir ekki að gera neitt vegna hræðslu við fyrirtækið og eigendur þess þó svo að eigendurnir geti ekki borgað mannsæmandi laun en borgað sjálfum sér kannski hundruðir milljóna í árð? Þetta er sama sagan í dag því miður!!!!!!

Örn Ingólfsson, 11.4.2015 kl. 05:02

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.4.2013:

"Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis gaf út skýrslu í mars síðastliðnum um mælingar á brennisteinsvetni í Kópavogi.

Í niðurstöðu heilbrigðisnefndarinnar segir að vaxandi styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu áhyggjuefni en langtíma áhrif lágs styrks brennisteinsvetnis á heilsufar hafa lítið verið rannsökuð."

Kópavogur lýsir yfir áhyggjum af loftgæðum

Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 07:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.1.2013:

"Morgunútvarpið hefur fjallað um brennisteinsvetni í andrúmsloftinu i vikunni, það er að segja mengun frá Hellisheiðarvirkjun sem berst yfir íbúðabyggð - til dæmis á höfuðborgarsvæðinu.

Mengunin getur valdið fólki óþægindum og til að mynda eru vísbendingar um að sala á astmalyfjum aukist í kjölfarið á mengunartoppum frá virkjuninni.

En brennisteinsvetni hefur áhrif á fleira og meðal annars er ýmiss konar tækjabúnaður viðkvæmur fyrir þessari mengun - til dæmis rekja tæknimenn í Útvarpshúsinu margvíslegar bilanir til mengunarinnar."

Brennisteinsvetni skemmir tæki

Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 07:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2013:

"Ef geisla- og DVD-spilarar hætta skyndilega að virka og skruðningar heyrast í hljómflutningstækjum heimilisins má ef til vill rekja bilunina til brennisteinsmengunar.

Sama mengun veldur því að jólasilfrið hefur undanfarin ár verið ansi svart.

Brennisteinsmengun í andrúmslofti
hefur aukist á höfuðborgarsvæðinu frá því að jarðvarmavirkjanir voru teknar í gagnið á Hellisheiði árið 2006.

Brennisteinsvetni myndar nýtt efnasamband þegar það kemst í snertingu við silfur þannig að það fellur á málminn."

"Algengt er að það sé ástæðan þegar komið er með biluð raftæki í viðgerð, segir Arnar Sigurður Hallgrímsson, rafeindavirki hjá Sjónvarpsmiðstöðinni."

"Arnar Sigurður segir dæmi um að fólk komi með sömu tækin aftur og aftur vegna þessa vandamáls."

Brennisteinsvetni skemmir hljómflutningstæki

Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 07:59

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Losun koltvísýrings frá jarðvarmavirkjunum hér á Íslandi árið 2009 var 185 þúsund tonn og brennisteinsvetnis árið 2008 31 þúsund tonn.

Jarðvarmavirkjanir, bls. 13

Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 08:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Orkuframleiðsla:

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 08:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 08:22

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.6.2013:

"Uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er 303 megavött (MW) og hún framleiddi á fullum afköstum til síðustu áramóta en getur nú mest framleitt 276 megavött.

Vísindamenn Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) áætla að afköst virkjunarinnar muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali.

Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar.
"

Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu

Þorsteinn Briem, 11.4.2015 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband