Merkisafmæli í sögu verkalýðsbaráttunnar.

Nú eru liðin 60 ár síðan stærsta verkfall í sögu launabaráttunnar var háð árið 1955. 

Ég man enn eftir útifundinum 1. maí þetta ár, þegar hin hörðu átök lituðu þann fund. 

Guðmundur Jaki varð þjóðþekktur í þessu harða verkfalli sem fæddi af sér upphaf þess að félagslegar lausnir, oft með þátttöku ríkisvaldsins, urðu þáttur í lausnum vinnudeilna. 

1955 voru það atvinnuleysistryggingarnar sem fengust fram og 1964 og 65 og oft síðan áttu stjórnvöld stóran þátt í lausnunum.

Þess vegna var það afar mikil skammsýni og skeytingarleysi hjá ríkisstjórninni að fara út í það að svíkja þau heit, sem gefin voru í kjarasamningu undanfarinna ára, og launþegasamtökin töldu hluta af kjarasátt.

Með því varð mesti trúnaðarbrestur síðustu ára milli stjórnvalda og launþegahreyfinganna sem hefur hleypt svo illu blóði í vinnudeilurnar, að minningar um hin hatrömmu átök 1955 koma upp í hugann.

Afraksturinn af þeirri stefnu sem farið var inn á 1955 og oft þar á eftir er svo stór, að engan hefði órað fyrir því þá. 

Lífeyrissjóðirnir eru orðnir svo stórir og orðnir að slíku að ríki í ríkinu á sumum sviðum og skortur á beinna lýðræði auk vandmeðfarinna tengsla fulltrúa launafólks við hagsmuni beggja vegna borðsins er að verða stórvarasamt fyrirbrigði.

Allt þetta er íhugunarefni þennan 1. mai umfram aðra baráttudaga verkalýðsins.  


mbl.is „Með blóðhlaupin augu af siðblindu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Guðmundur jaki kunni að tala við þessa herra sem öllu þykjast ráða og veitti ekki af 1 til 2 þvílíkum foringjum núna gegn ómögulegri ríkisstjórn sem er í stríði við almenning.

Ríkisstjórnin grefur undan sér daglega á öllum vigstöðvum.Pírata upp á dekk!

Þorsteinn (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 07:56

2 identicon

Sæll.

Við flýjum aldrei veruleikann nema í takmarkaðan tíma: Laun verða ekki hækkuð nema með framleiðsluaukningu.

Menn munu með verkföllum og orðskrúði þrýsta launum upp. Svo mun verðbólgan fara af stað og líka lán fólk :-( Kjarabótin mun því sennilega hverfa á skömmum tíma eða jafnvel verða minni en engin :-(

Þorsteinn: Píratar geta engan vanda leyst enda virðast núverandi þingmenn þess ágæta flokks ekki hafa þekkingu né dug í sér til að setja sig inn í þau mál sem kosið er um á þingi og skila því iðulega auðu. Eru Píratar ekki bara enn einn vinstriflokkurinn?

Helgi (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 11:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Helgi: Benda vinnubrögð alþingismannatil þess - almennt skoðað - að þeir hafi "haft þekkingu og dug" til að setja sig inn í þau máls em kosið er um á þingi?
Ef svo er, þá tel ég að árangri þeirrar þekkingar og þess dugs væri betur varið utan hagsmuna þjóðarinnar. 

Píratar hafa sýnt það lofsverða siðgæði að taka ekki afstöðu til mála fyrr en eftir að hafa skoðað þau til hlítar.
Betur að aðrir þingmenn færu nú að taka þetta upp eftir þeim.
Við skulum hafa í huga að þjóðin er búin ítrekað að segja álit sitt og gera upp hug sinn til þessa máls í skoðanakönnunum.
Fólk hefur fengið nóg af því siðferði sem fellir alla ábyrgð á efnahagslegum stöðugleika á herðar skjólstæðinga Starfsgreinasamb.

Slepptu því að lýsa yfir að þú sért greindari en þorri þjóðarinnar.
Ef þú værir það, þyrftirðu ekki að fela þig fyrir lesendum þessar síðu.

Árni Gunnarsson, 2.5.2015 kl. 12:23

4 identicon

Kynntist Gvendi í svokölluðum þjóðarsáttarsamningum.

Kannast ekkert við hvað þú ert að bulla um leið þú kýst að drulla, yfir almenning.

Leibbi Leibbs (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband