Nægir snilldarvörn Mayweathers gegn Manny?

Floyd Mayweather á það að þakka snilldarvörn sinni að hann nálgast það að jafna met Rocky Marianos, sem var að vera ósigraður í 49 bardögum. 

Larry Holmes hafði sigrað í 48 bardögum í röð þegar hann tapaði fyrir Michael Spinks.

Snilldarvörn Floyds byggist á því að nota hægri hendi til að verja andlitið og vera snöggur að hreyfa hana í því skyni. Hann hvílir hana á brjóstinu við hökuna en hefur vinstri höndina neðar og notar hana til að slá varnarhögg eða sóknarhögg eftir atvikum.

Öxlina notar Mayweather óspart til að verjast og snýr henni og hreyfir upp og niður eftir þörfum til að mynda eins konar höggvara við hökuna í viðbót við hanskana. Er þetta eitt aðalsmerki Floyds. 

Svipuð tegund af vörn varð fyrst heimsfræg þegar Max Schmeling notaði hana gegn Joe Louis 1935 og varð fyrstur manna til þess að rota hinn "ósigrandi Louis" þegar enginn átti þess von.

Síðan er Floyd afar hreyfanlegur með höfuðið og beygja sig niður eða sitt á hvað undan höggum, láta andstæðinga slá vindhögg og refsa þeim síðan miskunnarlaust. 

Manny Pacquiao er hins vegar örvhentur og það mun þýða að Mayweather verður að aðlaga sig að því. Hann hefur auðvitað gert það áður á löngum ferli gegn örvhentum boxurum en spurningin er hvort hraði Mannys muni breyta einhverju.

Síðan er spurningin hvort Mayweather muni breyta yfir svonefnda krossvörn eða afbrigði af henni líkri þeirri sem George Foreman notaði með afar góðum árangri á síðari hluta ferils síns.

Því meira, sem ég hugsa um þennan bardaga, því spenntari verð ég. Manny fullyrðir að Floyd hafi aldrei áður kynnst þeim hraða sem andstæðingur hans í nótt býr yfir.    


mbl.is „Stærsta stund hnefaleikanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband